Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 64
indanna samkvæmt ákvæðum tilskipunarinnar gat Evrópudómstóllinn þess sérstak- lega að í nánast öllum þeim aðildarríkjum sem mælt höfðu fyrir um undanþágu í landsrétti hefðu samskonar skilyrði verið færð í lög. Svo sýndist sem aðildarríkin hefðu talið sér þetta heimilt vegna viðræðna sem átt höfðu sér stað innan ráðsins um leiðir til að koma í veg fyrir misnotkun á tilskipuninni. Ennfremur benti dómstóllinn á að þetta mál væri hið fyrsta þar sem reyndi á túlkun tilskipunarinnar þannig að ekki hefði verið við leiðbeinandi dómafordæmi að styðjast. Með þessum röksemdum komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu að brot þýska ríkisins væri ekki nægi- lega alvarlegt til að uppfyllt væru skilyrði fyrir því að fella bótaskyldu á ríkið. Mátti ráða það af afstöðu EES-stofnunar eða stofnunar EB að ekki væri um vanefnd að ræða? Hér er að sjálfsögðu nærtækast að nefna dóma EFTA- dómstólsins, Evrópudómstólsins og dómstólsins á fyrsta dómstigi en það kann einnig að vera að háttsemi, ýmist athafnir eða athafnaleysi, annarra stofnana, svo sem framkvæmdastjómarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, geti haft áhrif á það hvort vanefnd telst uppfylla skilyrðið um að vera nægilega alvarleg eða ekki. Evrópudómstóllinn tók það fram í máli British Telecommunications að engar leiðbeiningar væri að finna úr dómaframkvæmd um skýringu á ákvæði tilskipunarinnar sem reyndi á í málinu auk þess sem framkvæmdastjómin hefði heldur ekki tekið á álitaefninu.48 Á hinn bóginn lét dómstóllinn þess getið í Factortame að yrði talið sannað, eins og fram var haldið í málinu, að bresk yfirvöld hefðu ekki framfylgt skipun forseta dómstólsins frá 10. október um tafarlaus bráðabirgðaúrræði,49 og að þetta hafi leitt til tjóns sem hefði mátt forðast, skyldi á það litið sem augljósa og þar af leiðandi nægilega alvarlega vanefnd.50 Hér má einnig nefna það að við túlkun á undantekningarákvæði 10. gr. tilskipunar nr. 80/987 hafði EFTA-dómstóllinn í máli Erlu Maríu Svein- björnsdóttur ríka hliðsjón af fyrra áliti sínu í máli Samuelsson um túlkun á sömu grein. Er ekki óvarlegt að ætla að forsendur dómstólsins í því máli hafi þýðingu við mat á því hvort vanefnd íslenska ríkisins sé nægilega alvarleg til að bótaskyldu varði. Loks skal þess getið að hafi Evrópudómstóllinn eða EFTA-dómstóllinn tekið á sambærilegu máli eða málum með afgerandi hætti er afar lfklegt, hvað sem öðru líður, að um nægjanlega alvarlegt brot sé að ræða ef samningsaðili breytir gegn þeirri dómaframkvæmd. Hins vegar verður ekki gerð sú krafa að dómur hafi gengið um skýringu á viðkomandi reglu.51 Dæmin bera með sér að saknæmi getur í raun ráðið miklu um það hvort skilyrði bótaskyldu séu fyrir hendi. Þegar kemur að því að meta þýðingu einstakra réttlætingarástæðna togast rökin á bak við meginregluna um skaðabótaskyldu, einkum réttarvemd ein- 48 44. mgr. Sjá einnig Denkavit, 52. mgr. 49 Mál 246/89 R Framkvœmdastjórnin gegn Bretlandi [1989] ECR 3125. 50 64. mgr. Ætla má að hið sama gildi ef fyrir liggur dómur um samningsbrot aðildarríkis í máli samkvæmt 226. gr. Rómarsáttmálans (áður 169. gr.) eða 31. gr. SED-samningsins og aðildarríki hefur ekki gert fullnægjandi ráðstafanir til leiðréttingar. 51 Brasserie og Factortame, 57. og 93. mgr. 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.