Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 10
... það [er] þekkt og útgerðarmenn hafa kvartað yfir því í mín eyru, að kvótahafar selji kvótann sinn ár eftir ár án þess að þurfa sjálfir að senda eigin skip eftir þeim afla. Þeir eru sumir hverjir í annarri vinnu eða lifa í vellystingum á sólarströndum fyrir leiguna af aflahlutdeildinni sem þjóðin hefur úthlutað þeim. En hversu hneykslaðir sem menn geta verið á dæmisögum um sólarlanda- ferðir kvótahafa, þá verður slíkt athæfi varla dæmt óréttlátt nema lögin sem færðu þeim veiðiheimildamar og leikreglumar eftirleiðis standist ekki siðferði- lega. Sú skoðun bíður næsta kafla. 2.2.2 Lénskerfí Þessi nafngift á rætur að rekja til þess að í krafti yfirburðastöðu sinnar hafa kvótaeigendur ýmist leigt öðrum bátaeigendum kvóta eða fengið þá til að veiða fyrir sig.8 í báðum tilvikum losnar kvótaeigandinn, lénsherrann, undan því að bera kostnað við veiðamar en ber samt úr býtum allt að helmingi af verðmæti aflans. Leiguliðinn reynir vitaskuld að bæta sér upp tapið með því að minnka þann hlut sem kemur til skipta fyrir sjómennina.9 Þannig hafa sjómenn verið látnir taka þátt í kvótakaupum útgerða og því hafa þeir mótmælt harðlega, m.a. með verkföllum. Lénskerfið er í raun sú hlið kvótabrasksins sem snýr að mörgum smærri út- gerðarmönnum og sjómönnum þeirra. Það er bein afleiðing af þeirri úthlutunar- reglu sem lögfest var árið 1990. Réttmæti þeirrar starfsemi sem kennd er við lénskerfið er því sumpart háð réttmæti þeirrar reglu. Sú afleiðing þessa að hýru- draga sjómenn með því að neyða þá til að taka þátt í kvótakaupum á sér þó engar sýnilegar málsbætur. Segja má að þar verði ranglætið hvað augljósast, því með vinnu sinni hafa sjómenn skapað forsendur þeirra veiðiheimilda sem voru afhentar skipseigendum. í stað þess að gefa sjómönnum hlutdeild í kvótanum eru þeir látnir bera kostnað af braskinu sem kvótaeigendur stunda til að maka krókinn. Bæði kvótabraskið og lénskerfið sem af því leiðir eru til marks um þá eðlis- breytingu sem orðið hefur á sjávarútvegi. Þegar veiðiheimildir eru orðnar að verslunarvöru, mega kauphallarsjónarmið og viðskiptavit sín meir en fiskni og góð skipstjóm.10 Þar með hefur verið skorið á þau tengsl vinnu og verðmæta- sköpunar sem era uppistaðan í hugmyndum okkar um eignarrétt og hljóta að hafa legið að baki hinum afdrifaríku ákvörðunum löggjafans 1983 og 1990 þeg- 8 Forsendur þessa sköpuðust ekki síst eftir þá pólitísku ákvörðun „Viðeyjarstjórnarinnar" að veita bátum, sem úrelst höfðu í samræmi við hina upphaflegu hugmynd með kerfinu að fækka skipum, heimild til veiða. Þeir bátar voru þá látnir fiska fyrir stóra kvótaeigendur, sem réðu ekki sjálfir við að veiða sinn kvóta, í stað þess að þeir legðu afgangskvóta sinn til endurúthlutunar eða leigðu hann með eðlilegu framsali. 9 Sjá ítarlega greiningu á þessu fyrirkomulagi hjá Agnari Helgasyni og Gísla Pálssyni: „Con- tested Commodities: The Moral Landscape of Modemist Regimes". The Joumal of the Royal An- thropological Institute 3 (1997:3), bls. 451-471, einkum bls. 457-58. 10 Sama rit, bls. 459 og 467. 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.