Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 43
geti aldrei verið baminu til góðs að flytjast frá fósturforeldrum, sem hafi búið því heimili í átta ár, til móður sinnar sem það hlyti að líta á sem hverja aðra ókunnuga konu. Bamið hlyti að upplifa flutninginn eins og bam sem án nokkurrar skiljanlegrar ástæðu er tekið frá kærleiksríkum og góðum foreldrum. Niðurstaða þessa máls er og í andstöðu við álit Mannréttindanefndar Evrópu sem fjallað hefur um svipuð álitaefni, þar sem reynt hefur á túlkun 8. gr. mannréttindasáttmálans. Má þar m.a. nefna málið Þorbergur Þorbergsson gegn íslandi, mál nr. 22597/93 og mál nr. 8427/78, Wim Hendriks gegn Hollandi.9 í niðurstöðum nefndarinnar segir að þar sem hagsmunir barns og foreldra rekist á vegi hagsmunir bamsins þyngra og er þar vísað til 2. mgr. 8. gr. sátt- málans.10 í þeim málum þar sem langur tími líður frá því að úrskurður er kveðinn upp um forsjársviptingu og þar til dómur fær málið til umfjöllunar geta aðstæður foreldra hafa breyst mikið til hins betra. Þegar svo háttar til geta skilyrði forsjársviptingar hafa verið fyrir hendi þegar úrskurður var kveðinn upp, en eru það ekki lengur vegna breyttra aðstæðna foreldra, þegar málið er tekið til dóms. Þá hljóta að vakna spumingar um það hvort hægt sé að byggja dóm um for- sjársviptingu á öðmm atvikum en þeim sem beinlínis er kveðið á um í 25. gr. laga nr. 58/1992 um forsjársviptingu. Samkvæmt ofangreindum dómum Hæstaréttar Noregs hefur verið tekið tillit til þarfa og hagsmuna bamsins og þeir látnir ráða úrslitum, þótt fyrir liggi að skilyrði forsjársviptingar séu í raun ekki lengur fyrir hendi. Hagsmunir bamsins af því að vera áfram í umhverfi og aðstæðum sem það þekkir og hefur átt þar öryggi í, hafa verið látnir ganga framar hagsmunum foreldra af því að fá böm sín aftur. Þótt ekki ríki einhugur um þessa skoðun í Hæstarétti Noregs, tel ég að þessi sjónarmið hljóti að vega þungt. 6. NIÐURLAG Af þeim dómum sem reifaðar hafa verið hér að framan má sjá að í forsjár- sviptingarmálum er mikilvægt að málsgögn séu metin heildstætt og að ávallt sé haft efst í huga hvar hag og heill bamsins teljist vera best borgið. Segja má að ofangreindur dómur Hæstaréttar frá 26. mars 1998 endurspegli þau sjónarmið sem ráða eigi úrslitum í þessum málaflokki. Fyrst og fremst þarf að meta heildstætt öll framkomin gögn um hæfni foreldra til að fara með forsjá bama sinna. í öðru lagi skal alltaf taka það ráð upp sem ætla má að bami sé fyrir 9 í 1. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmálans er kveðið á um að hver maður eigi rétt til friðhelgi einka- lífs síns, fjölskyldu sinnar, heimilis og bréfaskipta. 10 í 2. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmálans segir að stjómvöld megi ekki raska þeim réttindum sem fram koma í 1. mgr. ákvæðisins nema samkvæmt lögum og að nauðsynlegt sé í lýðfrjálsu landi vegna öryggis almennings eða ríkis eða efnahags þjóðarinnar, til þess að afstýra óspektum eða glæpum, eða til vemdar heilbrigði og siðgæði eða réttindum og frelsi annarra manna. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.