Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 76
leikmann virtist það vera að flytja sömu hrúguna frá einum stað til annars frá
morgni til kvölds. Ekki mikið um vinnuvélar þarna.
Dagskrá fyrsta dagsins hófst á hádegi með málsverði á veitingahúsi og síðan
var heimsókn í Forboðnu borgina, heimkynni kínversku keisaranna um aldir.
Forboðna borgin stendur á móti Torgi hins himneska friðar í miðri Beijing. Við
mæðgur sváfum yfir okkur og vöknuðum ekki fyrr en hópurinn hafði lokið
málsverðinum. Við ákváðum því að hitta hópinn í Forboðnu borginni og tókum
bíl þangað. Við skoðuðum Forboðnu borgina í heila tvo klukkutíma en fundum
aldrei Islendingana. Þarna upplifðum við það hvað útlendingar eru Kínverjum
framandi, mikið var horft á okkur, fólk brosti og vildi fá að taka af okkur mynd.
Agengni kortasalanna var mikil, og þegar ég gaf einum þeirra tíu króna íslenska
mynt lá við að ráðist yrði á okkur, þvílikur var atgangur hinna að fá líka íslenska
mynt.
Fyrsta kvöldið var móttaka hjá íslensku sendiherrahjónunum, Ólafi Egilssyni
og Rögnu Ragnars á glæsilegu heimili þeirra í nýbyggðu íbúðahverfi í útjaðri
Beijing.
Þarna hitti hópurinn fulltrúa Kínverska lögmannafélagsins, embættismenn
og blaðamenn, og hófust strax fjörugar umræður. Kínverjar tala almennt ekki
mikla ensku og þurfti stundum að styðjast við túlka til að geta átt tjáskipti. Að-
dáun hópsins vakti Ragnar Baldursson þegar hann túlkaði yfir á kínversku ræð-
ur Islendinganna.
Daginn eftir hófst hin eiginlega dagskrá. Fyrst var fundur með fulltrúum
Kínverska lögmannafélagsins. Formaður félagsins, hinn brosmildi Ren Jisheng,
bauð hópinn velkominn og sagði að með heimsókn svo stórs hóps lögfræðinga
frá einu landi Vesturlanda í boði kínverskra lögfræðinga væri brotið blað í sögu
félagsins. Hann fræddi okkur síðan um félagið ásamt varaformanni sínum, Fu
Ja. Næstu daga fræddumst við frekar um kínverskar lagahefðir og réttaxfar, sem
er framandi okkur Vesturlandabúum.
Kínversk réttarhefð einkennist mjög af þeirri heimspeki sem mest hefur verið
ráðandi: Siðaður maður þarf ekki að stjórnast af settum lögum. Siðvenjur móta
samvisku hans og segja honum hvemig beri að haga sér í öllum samskiptum við
aðra menn. Af þeim sökum hefur vægi skráðra réttarreglna verið fremur lítið í
nánast allri sögu Kína. Skráð lög og lögbækur hafa hins vegar verið þekkt um
árþúsundir. Fyrsta lögbókin sem kunnugt er um var rituð um árið 400 f. Kr. Efni
hennar var að mestu á sviði refsiréttar. Úr sögu kínverska keisaraveldisins ber
einkum að nefna lögbók Tang-keisaraættarinnar sem ríkti frá 618 til 907. Lög-
bókin tók til allra helstu réttarsviða, bæði hvað varðaði einkarétt og opinberan
rétt. Hún var höfð til fyrirmyndar lögbókum sem aðrir keisarar settu. Síðasta
lögbókin í tíð keisaraveldisins var sett árið 1905.
Þegar kommúnistar komust til valda í Kína 1949 höfnuðu þeir öllum fyrri
lagaarfi, sem var talinn hafa það helst að markmiði að tryggja stöðu og áhrif
ráðandi stéttar og varð því að þoka fyrir hagsmunum fjöldans. Hinn nýi réttur
varð að samrýmast alræði öreiganna og þróast með stéttabaráttunni. í menning-
142