Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 58
Ljóst er að samkvæmt orðanna hljóðan takmarkast 64.-66. málsgrein hins ráðgefandi álits við það tilvik að landsréttur hafi ekki verið réttilega lagaður að ákvæðum tilskipunar. Sú spuming vaknar því óhjákvæmilega hvort af þessu megi draga þá ályktun að skilyrði bótaskyldu séu önnur í tilvikum þegar ekki er urn að ræða þá aðstöðu, svo sem ef bótaskylda stofnast við það að landsréttur er ekki lagaður réttilega að efnisákvæðum meginmáls EES-samningsins. Dóma- framkvæmd Evrópudómstólsins gefur hins vegar tilefni til að ætla að skilyrði skaðabótaábyrgðar samningsaðila séu ávallt hin sömu, án tillits til „eðli þeirrar vanrækslu ríkisins á skuldbindingum sínum sem rekja má tjónið til“. Skilyrðin verði þó að laga að aðstæðum hverju sinni.27 Verður nú fjallað um hvert hinna þriggja skilyrða skaðabótaskyldu um sig og reynt að varpa frekara ljósi á það hvað í þeim felst eftir atvikum. 4.2 Réttur til handa einstaklingum Fyrsta skilyrði þess að aðildarrrki sé skaðabótaskylt er að regla sú sem brotið var gegn hafi verið til þess fallin að veita einstaklingum og þar með talið lögaðilum réttindi. Má ætla að þetta geti ýmist átt við í viðskiptum einstaklinga sín á milli eða í samskiptum þeirra við ríkisvaldið.28 Þess er áður getið að EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að EES-samningurinn sé þjóðréttarsamningur sérstaks eðlis (sui generis) og að honum sé í ríkum mæli ætlað að vera einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri til hagsbóta. Má segja að í þessu felist ráðagerð um það að samningurinn hafi ekki einungis áhrif að þjóðarétti heldur einnig á stöðu einstaklinga. EES-réttur leggur einstaklingum skyldur á herðar, sbr. til dæmis samkeppnisákvæði 53. og 54. gr. samningsins, en samkvæmt þessu er honum jafnframt ætlað að veita þeim bein réttindi. LMega má gera þær lágmarkskröfur til reglna sem ætlað er að veita einstakl- ingum réttindi í þeim skilningi sem hér um ræðir, að annars vegar sé hægt að greina hvers eðlis réttindin séu (efni réttindanna) og hins vegar hver eigi að njóta þeirra (rétthafann). Gera má ráð fyrir að reglan eigi við hvort sem brotið er gegn ákvæðum meginmáls EES-samningsins eða afleiddra réttargerða svo sem reglugerða eða tilskipana. Skýrt dæmi um tilskipun í þessu sambandi er tilskipun nr. 80/987 en sá skilningur er staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í máli Erlu samband med övertradelser av gemenskapsregler". (1996-97) 3 Juridisk Tidskrift, bls. 682-700; Malcolm Ross: „Beyond Francovich". (1993) 56 The Modem Law Review, bls. 55-73; Josephine Steiner: „The Limits of State Liability for Breach of European Community Law“. (1998) 4 European Public Law; Erika Szyszczak: „Making Europe More Relevant To Its Citizens: Effective Judicial Process". (1996) 21 E.L.Rev., bls. 351-364; Melchior Wathelet og Sean van Raepen- busch: „La Responsabilité des états membres en cas de violation du droit communautaire. Vers un alignement de la responsabilité de Tétat sur celle de la communauté ou Tinverse?11. (1997) Cahiers de droit Europeen, bls. 13-65. 27 Sameinuð mál C-178/94, C-179/94, C-188/94, C-189/94 og C-190/94 Erich Dittenkofer o.fl. gegn Þýskalandi [1996] ECR 1-4845. 28 Sjá um hið fyrmefnda mál C-91/92 Faccini Dori [1992] ECR 1-3325. 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.