Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 12
hindri ungt fólk í að hasla sér völl á sviði sjávarútvegs. Að þessu leyti hafi það ekki sömu tækifæri og fyrri kynslóðir. Þetta er athyglisverð gagnrýni sem krefst sér- stakrar skoðunar. Og enn sem fyrr veltur réttmæti gagnrýninnar á réttmæti hinnar upphaflegu úthlutunar. Það er því mál til komið að taka hana sérstaklega fyrir. 3. EIGNARRÉTTUR OG RÉTTLÆTI 3.1 Lögmæti og réttmæti Meginröksemd þeirra fjölmörgu sem hafa gagnrýnt núverandi fiskveiðikerfi - t.d. Samtaka um þjóðareign - byggir á fyrstu málsgrein, fyrstu greinar laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða: „Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign ís- lensku þjóðarinnar“. Af þessu hafa menn einkum dregið þá ályktun að íslenska þjóðin hafi verið arðrænd þegar kvótakerfið var tekið upp. Hefur ríkisvaldið tekið almenningseign ófrjálsri hendi og afhent hana fámennri forréttindastétt, eins og gagnrýnendur hafa haldið fram?15 Ef svarið við þessu er játandi fer vart á milli mála að um væri að ræða hróplegt ranglæti sem krefðist tafarlausra breytinga og mikilla skaðabóta. Það er því afar mikilvægt að reyna að skera úr um réttmæti þessarar ásökunar. Svo vel ber í veiði að um þetta mál hafa fræði- menn lagt töluvert til málanna. Röksemdunum má skipta í tvennt: lögfræðilegar og heimspekilegar. Hin lögfræðilegu rök eru hér sótt í grein Þorgeirs Örlygs- sonar, „Hver á kvótann?“16 og hin heimspekilegu rök til greinar Atla Harðar- sonar, „Hverjir eiga fiskinn?11.17 Ritgerð Þorgeirs virðist vera sannfærandi lögfræðileg röksemd fyrir því að ekki beri að leggja venjulegan eignarréttarskilning í fyrstu málsgrein, fyrstu greinar fiskveiðistjómunarlaganna. En jafnvel þótt á það sé fallist má ekki hrapa að þeirri ályktun að færa megi útgerðarmönnum nokkum þann rétt sem jafngildi framseljanlegum eignarrétti. Lagagreinina „Nytjastofnar á íslandsmið- um eru sameign íslensku þjóðarinnar" mætti skilja „neikvæðum“ eignarréttar- skilningi, en með því á ég við að þjóðareignarákvæðið banni að nokkrum öðr- um en íslensku þjóðinni sé veittur eignarréttur eða heimildir sem jafngilda eignarrétti yfir nytjastofnum á Islandsmiðum. Þetta er algeng merking sagnar- innar „að eiga“. Þegar sagt er að ég eigi líf mitt þá þýðir það ekki að ég geti ráð- stafað því eins og hverri annarri eign. Hún þýðir aftur á móti að enginn annar en ég eigi líf mitt né megi eignast það eða ráðskast með það. Samkvæmt þessari túlkun á þjóðin bæði kvótann og fiskinn í þeim skilningi að óheimilt er að veita einhverjum öðrum eignarrétt á þeim. A þessu stigi mun ég samt sem áður ganga útfrá þeirri niðurstöðu Þorgeirs að lagalega heimilt hafi verið að takmarka afnotaréttinn yfir fiskimiðunum við þann afmarkaða hóp manna sem höfðu áunnið sér hefðbundinn rétt til veiða í atvinnuskyni. Þetta sker þó ekki úr um réttlæti eða ranglæti málsins. Sjálfur set- 15 Þorvaldur Gylfason: „Hagkvæmni og réttlæti". Stjóm fiskveiða og skipting fiskveiðiarðsins, bls. 25. 16 Þorgeir Örlygsson: „Hver á kvótann?", bls. 28-59. 17 Atli Harðarson: „Hverjir eiga fiskinn?". Skímir (haust 1992), bls. 407-417. 78

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.