Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 18
lögð til grundvallar. Allt það ranglæti sem menn þykjast síðar skynja, svo sem
misskipting auðs og valda, kvótabrask og einokun, stafar af þessari stjómmála-
legu ráðstöfun. Kjama ranglætisins má orða með þeim hætti að þjóðin hafi ver-
ið hlunnfarin. Ekki endilega fjárhagslega, heldur í þeim skilningi að fámennum
hópi manna voru fengin réttindi, sem jafngilda eignarrétti, yfir sameiginlegri
auðlind landsmanna (sem þó standa straum af rekstri kerfisins með almannafé).
Þau siðfræðilegu rök sem færð hafa verið fyrir þeirri ráðstöfun standast ekki.
Greinin er byggð á þremur fyrirlestrum sem höfundur hefur flutt um efnið.
Þann fyrsta 20. marz 1997 í Vestmannaeyjum í fyrirlestraröðinni „Siðfræði
sjávarútvegs“ á vegum Fullorðinsfrœðslu Landakirkju, Þróunarfélags Vest-
mannaeyja og Hafrannsóknarstofnunar; þann annan 17. apríl 1997 á ráðstefn-
unni „Mannauður og menntun í sjávarútvegi“ á vegum sjávarútvegsráðuneyt-
isins og Háskólans á Akureyri; þann þriðja á málþingi Hollvinasamtaka Há-
skólans „Kvótinn og siðfrœðin “, 24. apríl 1999. Dagfmnur Sveinbjörnsson á
sérstakar þakkir skildar fyrir margvíslega aðstoð við samningu greinarinnar.
Aðstoðarmannasjóði Háskólans er þakkað fyrir veittan stuðning og þeim Gísla
Pálssyni, Jóni Rúnari Árnasyni, Jóni A. Kalmanssyni, Mikael M. Karlssyni og
Þorsteini Gylfasyni fyrir gagnlegar athugasemdir.
Höfundur tileinkar þessa ritgerð föður sínum, Arna Vilhjálmssyni, en þeir
reru saman á skakifyrir austan land á gullárum smábátaútgerðar, 1969-1975,
fyrir tilkomu kvótakerfisins. A 6. áratugnum sigldi Arni með fisk á markað í
Aberdeen, en þar var ritgerðin að mestu leyti skrifuð.
84