Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 20
skutu brezkir dómstólar rnálinu tvívegis til Evrópudómstólsins (European Court of Justice) í Luxemborg til forúrskurðar um einstök atriði þess samkvæmt 177. gr. sáttmálans um Evrópubandalagið (Rómarsáttmálans). Reyndi í málum þessum á gildi einstakra ákvæða brezkra jafnréttislaga (Sex Discrimination Act 1975) gagnvart ákvæðum jafnréttistilskipunar Evrópubandalagsins 76/207/ EBE.2 í fyrra málinu fyrir Evrópudómstólnum, máli 152/84 M.H. Marshall gegn Southamton og South-West Hampshire Area Health Authority, (Teaching), (venjulega kallað Marshall Nr. 1), var meðal annars um það deilt, hvort Marshall teldist hafa verið vikið úr starfi í skilningi 1. mgr. 5. gr. jafnréttistil- skipunarinnar,3 hvort það teldist ólögmætt kynjamisrétti að framfylgja mis- munandi eftirlaunaaldri fyrir konur og karla og það, hvort ákvæði tilskipunar- innar gengju framar ákvæðum brezku jafnréttislaganna að því leyti, sem lögin voru ekki í samræmi við tilskipunina. Öllum þessum fyrirspumum svaraði Evrópudómstóllinn játandi. í síðara málinu, máli C-271/91 M. Helen Marshall gegn Southampton og South-West Hamspire Area Health Authority, (venjulega kallað Marshall Nr. 2), var hins vegar fyrst og fremst um það deilt, hvort ákvæði brezku jafnréttislag- anna, sem ákvað hámarksbætur fyrir brot gegn lögunum, væri samrýmanlegt ákvæðum jafnréttistilskipunarinnar. Það er þetta mál, sem ætlunin er að fjalla hér nokkuð um. Helen Marshall hafði höfðað mál sitt sem skaðabótamál og krafðist bóta fyrir fjártjón, er nam mismuninum á þeim tekjum, sem hún hafði haft í starfi og eftir- launagreiðslum til hennar auk miskabóta fyrir missi þeirrar lífsfyllingar, er starf hennar hafði veitt henni. Þegar henni var sagt upp starfi á árinu 1980 voru ákvæði brezku jafnréttislaganna um skaðabætur fyrir þolendur ólögmætrar kynjamismununar á þá leið, að greiddar skyldu skaðabætur fyrir tjón, en jafn- framt ákveðið, að bætur gætu ekki numið hærri fjárhæð en 6.250 sterlingspund- um. Vinnudómstóll (Industrial Tribunal), sem dæmdi í máli Marshall á fyrsta dómstigi, dæmdi henni hins vegar bætur samtals að upphæð 19.405 sterlings- pund, þar af nam höfuðstóll fjártjóns 10.695 sterlingspundum, vextir 7.710 sterlingspundum og miskabætur vegna særðra tilfinninga 1.000 pundum. Vinnudómstóllinn taldi sem sagt, að ákvæði brezku jafnréttislaganna um há- mark bóta tryggðu ekki fullar bætur og ákvæðið væri andstætt 6. gr. jafnréttis- tilskipunar Evrópubandalagsins, sem hljóðar svo: Aðildarríkin skulu leiða í landslög þau ákvæði sem nauðsynleg eru til að gera öllum einstaklingum, sem telja sig órétti beitta vegna þess að meginreglan um jafnrétti, í 2 Tilskipun ráðsins 76/207/EBE frá 9. febrúar 1976 um framkvæmd meginreglunnar um jafnrétti karla og kvenna varðandi aðgang að störfum, starfsþjálfun og stöðuhækkunum, sem og varðandi starfskjör (hér á eftir nefnd jafnréttistilskipunin eða tilskipunin). 3 1. mgr. 5. gr. jafnréttistilskipunarinnar er svohljóðandi: „Beiting meginreglunnar um jafnrétti í tengslum við starfskjör, að meðtöldum skilyrðum um brottvikningu úr starfi, felur í sér að tryggja ber körlum og konum sömu skilyrði án mismununar vegna kynferðis". 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.