Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 34
C-liðurinn tekur samkvæmt ofangreindu til þess þegar bam þarf að þola
líkamlegt ofbeldi á heimili sínu, niðurlægjandi framkomu foreldra í orðum eða
athöfnum eða kynferðislega misnotkun. Með kynferðislegri misnotkun er ekki
einvörðungu átt við samfarir milli bama og foreldra, heldur allar kynferðislegar
athafnir foreldra sem þeir fá bam til að taka þátt í með beinum eða óbeinum
hætti.
3.5 D-Iiður
D-liður 25. gr. tekur til afleiðinga þess fyrir bamið að alast upp hjá foreldri sem
er sannanlega vanhæft til að fara með forsjána. Framtíðarhorfur bamsins eru
metnar og er ekki skilyrði samkvæmt þessum lið að bamið hafi þegar þolað van-
rækslu eða því verið misþymit. Ákvæðið tekur til þeirra foreldra sem af ólíkum
ástæðum geta ekki alið upp bam og þar sem stuðningsúrræði eru gagnslaus.
Af orðalagi d-liðarins má ráða að ekki verði gripið til forsjársviptingar nema
um augljósa vanhæfni foreldra sé að ræða og hefur barnavemdamefnd sönn-
unarbyrði fyrir því að fullvíst megi telja að heilsu eða þroska bams geti verið
hætta búin í umsjá foreldra. Orðalag ákvæðisins hvetur til þess að fram fari svo
rækilega grundvallað mat á aðstæðum bams sem kostur er. í matinu þarf
jafnframt að felast að fullvíst megi telja að heilsu eða þroska bams sé hætta
búin, dvelji það áfram hjá foreldrum. Flér ber að hafa í huga að þetta mat er
ávallt huglægt. Mat það sem barnaverndaryfirvöldum er falið að gera á
aðstæðum barna og foreldra við þessar aðstæður verður þó ætíð að styðjast við
hlutlæga mælikvarða og er til dæmis tekið mið af því hvemig ástandi foreldra
og bama er háttað, hvort um geðveiki foreldra eða vímuefnaneyslu er að ræða
eða hvort bamið ber líkamleg eða andleg einkenni vanhirðu.
I athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 58/1992 segir
um 25. gr. laganna:
I þeim tilvikum, sem lýst er í a-, b- og c-liðum greinarinnar, er ráð fyrir því gert að
reynslan hafi sýnt að skilyrði forsjársviptingar séu fyrir hendi. Meginreglan hlýtur að
vera að fullnægt sé einhverju þessara skilyrða. Jafnframt verður að gera ráð fyrir til-
vikum þar sem bamavemdamefnd metur líkur til að heilsu bams og þroska geti verið
slík hætta búin að réttlæti sviptingu forsjár. Um slík tilvik er fjallað í d-lið 1. mgr.
Ljóst er að nefndum er hér mikill vandi á höndum og gera verður auknar kröfur til
rökstuðnings fyrir slíkri niðurstöðu. Gert er ráð fyrir að bamavemdamefnd sýni fram
á að fullvíst megi telja að bami geti verið hætta búin. Einnig að um augljósa van-
hæfni sé að ræða og tilgreind þau dæmi sem líklegust em til að liggja til grandvallar
mati bamavemdamefndar. Sjá hér einnig athugasemdir við vanhæfishugtakið í 21.
gr. Urskurð á grundvelli d-liðar 1. mgr. er heimilt að kveða upp þegar sérstaklega
stendur á áður en nýfætt bam flyst í umsjá foreldra. Reynslan sýnir að í mjög alvar-
legum tilvikum sé varhugavert fyrir öryggi bams að hefja tilraunir til að leiða í ljós
hæfni eða vanhæfni foreldra. Með orðalagi greinarinnar er sérstök sönnunarbyrði
lögð á nefnd þegar þessu úrræði er beitt. Þá kemur m.a. til greina að hafa til hliðsjón-
ar fyrri reynslu af umönnun og uppeldisháttum viðkomandi foreldra.
100