Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 41
í báðum ofangreindum hæstaréttardómum er megináhersla á það lögð hvar hag bamsins er best borgið. Einnig kemur í báðum dómunum fram að við hags- munamat beri ávallt að láta hagsmuni barns vega þyngra hagsmunum foreldra. 5.2 Norsk dómaframkvæmd Skilyrði 25. gr. laga nr. 58/1992 til forsjársviptingar eru nánast samhljóða ákvæðum norskra bamavemdarlaga um forsjársviptingu, enda em íslensku lögin að nokkru leyti sniðin að þeim. I Noregi fara svonefndar fylkisnefndir með úrskurðarvald í málum sem varða forsjársviptingar, en þær ákvarðanir er unnt að bera undir dómstóla eins og hérlendis. I bók sinni Familevem og bamevem lýsir Pál B. Börresen7 mikilvægi faglegrar þekkingar á barnavemd við ákvarðanatöku í málum sem þessum. Hann kveður einnig mikilvægt að hafa í huga hver tilgangur með aðgerðum sé og hverjar afleiðingar þær kunni að hafa fyrir bömin. Lögin eigi að túlka og nota á þann hátt að tilgangi þeirra sé náð.8 Hann reifar jafnframt tólf dóma sem fjölluðu um rétt foreldra til að fá aftur forsjá bama sinna. í átta tilvikum af þeim tólf var hafnað kröfu foreldra til að fá aftur forsjá bamanna. Fróðlegt er að skoða nokkra þessara dóma til samanburðar og þau sjónarmið sem þar eru lögð til grundvallar. í dómi Hæstaréttar Noregs í Rt. 1978, bls. 976 hagaði svo til að foreldrar höfðu verið sviptir forsjá bams síns. Móðirin hafði verið dæmd til 6 ára fang- elsisvistar fyrir að misþyrma annarri dóttur sinni svo að leiddi til dauða hennar. Faðirinn var sjómaður og hafði lítil tök á að sinna bami sínu. Baminu var komið fyrir í fóstur hjá móðursystur sinni. Eftir afplánun óskaði móðirin eftir að fá forsjá bamsins aftur. I dóminum segir m.a. að fái móðirin forsjá eftir svo langan tíma og með hliðsjón af því sem gerst hafi í lífi hennar sem allir þekki til í heimabæ hennar, muni það valda miklu óöryggi hjá barninu. í dóminum var vísað til álits sérfróðra meðdómenda, en þar kom fram að skapgerð móður væri með þeim hætti að hún ætti í erfiðleikum þegar átök og deilur upphæfust, þótt ljóst þætti að í fangelsinu hefði orðið breyting til batnaðar á persónuleika og skaphöfn hennar. Jafnframt segir í dóminum að bamavemdamefndum verði að vera heimilt lögum samkvæmt að staðfesta forsjársviptingu, jafnvel þótt þær aðstæður sem upphaflega hafi verið ástæða forsjársviptingar hafi breyst. Bama- vemdamefndum verði að vera heimilt að taka tillit til aðstæðna sem skapist eftir að bamið hefur verið tekið frá foreldrum sínu, t.d. þannig að tekið sé tillit til þess hvaða áhrif það muni hafa á barnið verði það flutt aftur til kynforeldra sinna. I dómi Hæstaréttar Noregs í Rt. 1986, bls. 946 segir að við mat á því hvort 7 Pál B. Börresen er norskur lögfræðingur og kennir við háskólann í Agder. Hann hefur m.a. haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um bamavemd, auk þess sem hann hefur gegnt formennsku í bamavemdamefndum og félagsmálanefndum. 8 Börresen Pál B.: Bamevem og familevem, 56 107

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.