Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 42
ógilda eigi ákvörðun um forsjársviptingu verði ætíð að hafa í huga að bömum sé best að alast upp hjá kynforeldrum sínum, en þó verði að líta til þeirra skað- semisáhrifa sem það geti haft á bamið þegar til langs tíma er litið, sem ógilding ákvörðunar um forsjársviptingu geti haft. I máli þessu var um að ræða stúlkubarn sem hafði búið hjá fósturforeldrum frá því á árinu 1978, að hún var þriggja mánaða gömul, en móðirin var á þeim tíma sem forsjársvipting átti sér stað háð fíkniefnum. Eftir um það bil þrjú ár voru aðstæður móðurinnar orðnar mun betri og þá krafðist hún forsjár hennar að nýju. Hún fékk umgengni við dóttur sína í desember 1982 og þær höfðu umgengnisrétt í tíu skipti á árinu 1983. Við áramót 1983-1984 fékk dóttirin að vita hver væri kynmóðir hennar. Hlé varð á umgengni frá því um vorið 1984 þar til um páska 1985, en eftir það höfðu þær umgengnisrétt annan hvorn mánuð. Þegar Hæstiréttur kvað upp dóm sinn var stúlkan átta og hálfs árs. Hæstiréttur segir jafnframt í niðurstöðum sínum að höfuðmáli skipti hverjar afleiðingar það hafi fyrir stúlkuna að flytjast burtu frá fósturforeldrum sínum. Það liggi í hlutarins eðli að það muni hafa í för með sér gífurlega breytingu á lífi hennar. Báðir hinir sérfróðu meðdómendur höfðu lýst því að það væri ákveðin hætta á sálartjóni hjá stúlkunni, ef hún þyrfti að flytjast burt frá fósturfjölskyldu sinni, jafnvel þótt hún þekkti vel til móður sinnar og fjölskyldu, vegna þeirrar umgengni sem hún hefði notið við hana. í dómi þessum sést glögglega hversu mikilvægt er að vanda vel til með- dómenda og velja sérfræðinga sem hafa þekkingu á málefnum barna. Ofangreindur dómur er í andstöðu við dóm Hæstaréttar Noregs í Rt. 1984, bls. 289. Þar hagaði svo til að drengur fæddur árið 1975 var vistaður á bama- heimili árið 1976 í kjölfar óreglu á heimili bamsins, en móðirin hafi beðið um aðstoð við að koma barninu fyrir á því. Þar dvaldist barnið í hálft ár en eftir það bað móðirin um að drengurinn yrði vistaður á fósturheimili. Þar dvaldist barnið í átta ár. Móðirin krafðist forsjár drengsins á ný er heimilisaðstæður hennar höfðu batnað. Málið fór til Hæstaréttar Noregs, sem komst að þeirri niðurstöðu að móðirin fengi forsjá bamsins aftur, en þá var bamið átta og hálfs árs og hafði bamið dvalist átta ár á fósturheimili. Um þennan dóm segir Pál B. Börresen í bók sinni Bamevem og familevern, bls. 154: Min mening er att Höyesterett her viste en manglende forstáelse for bam og deres behov for trygghet og stabilitet. Det inntrykk man sitter igjen med etter á ha lest dommen, er at Höyesterett har identifisert sig med moren og hennes situasjon. De alvorligste konsekvenseme av dommen er etter min mening den usikkerhet som skapes rundt fosterforhold generelt. Þá segir hann jafnframt að í dóminum endurspeglist vandi bamavemdaryfir- valda við ákvarðanir um hvort foreldrar fái aftur forsjá þeirra bama sem þau hafa verið svipt. Staðan sé þessi: Frá því að forsjársviptingarúrskurður gekk hafi móðirin breytt lífi sínu til hins betra, en fósturheimilið sé baminu gott og traust heimili og bamið hafi bundist fósturforeldrum tilfinningaböndum. Það 108
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.