Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 48
launa. Hins vegar kom til álita hvort íslenska ríkinu bæri að greiða stefnanda skaðabætur vegna þess tjóns sem hann hafði orðið fyrir við það að verða af greiðslu úr ábyrgðasjóði launa. Þar sem héraðsdómara þótti leika vafa á því hvort 1. mgr. 5. gr. laga m. 53/1993 um ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrots, sbr. 3. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., fengi samrýmst EES-samningnum, þ.e. áður- nefndri tilskipun, og niðurstaða þess álitaefnis hefði verulega þýðingu fyrir niðurstöðu málsins eins og það hafði verið lagt fyrir dóminn, þótti rétt að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um túlkun á samningnum. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði tveimur eftirfarandi spumingum til EFTA-dómstólsins: 1. Ber að skýra [tilskipun nr. 80/987], einkum 2. mgr. 1. gr. og 10. gr. hennar, á þann veg að samkvæmt henni megi með landslögum útiloka launþega, vegna skyldleika við eiganda sem á 40% í gjaldþrota hlutafélagi, frá því að fá greidd laun frá ábyrgðasjóði launa á vegum ríkisins þegar launþeginn á ógoldna launakröfu á hendur þrotabúinu. Um er að ræða skyldleika í fyrsta lið til hliðar, þ.e.a.s. systkini? 2. Ef svarið við spurningu nr. 1 er á þá leið, að launþegann megi ekki útiloka frá því að fá laun sín greidd, varðar það ríkið skaðabótaábyrgð gagnvart launþeganum að hafa ekki, samfara aðild sinni að Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, breytt landslögum á þann veg að launþeginn ætti samkvæmt þeim lögbundinn rétt til launagreiðslna? 2.3 Niðurstöður 2.3.1 Fyrri spurning Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. tilskipunar nr. 80/987 er það meginregla að allir launþegar eiga rétt á greiðslu úr ábyrgðasjóði launa verði vinnuveitandi gjald- þrota. Tilskipunin sjálf heimilar tvær undanþágur frá meginreglunni og koma þær fram í 2. mgr. 1. gr. annars vegar og í 10. gr. hins vegar. Með 2. mgr. 1. gr. er aðildarríkjunum veitt heimild til að undanþiggja í sér- stökum viðauka kröfur tiltekinna hópa frá gildissviði tilskipunarinnar „vegna ráðningarsamnings eða ráðningarsamkomulags af sérstökum toga eða vegna annars konar trygginga sem veita launþegum sambærilega vemd og kveðið er á um í tilskipun þessari“. Að því er ísland snerti höfðu eftirtaldir hópar verið felldir undir undanþáguna í h-lið viðaukans: 1. Stjómarmenn gjaldþrota félags eftir að fjárhagsstaða félagsins varð mjög slæm. 2. Þeir sem hafa átt 5% eða meira af fjármagni gjaldþrota hlutafélags. 3. Framkvæmdastjóri gjaldþrota félags eða aðrir sem vegna starfa sinna fyrir félagið höfðu þá yfirsýn yfir fjárhag þess að þeim mátti vera ljóst að gjaldþrot vofði yfir þegar teknanna var aflað. 4. Maki einstaklings sem er í þeirri aðstöðu sem tilgreind er í 1.- 3. lið svo og ættingi einstaklings og ættingi maka í beinan legg. Við túlkun á tilskipuninni taldi EFTA-dómstóllinn það leiða af orðalagi hennar að samningsaðilum væri einungis heimilt að undanþiggja kröfur tiltek- 114

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.