Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 54
ingsins er víðtæk réttarregla sem felur í sér skyldu samningsaðila til að bæta tjón sem stafar af „vanefndum ríkisins á skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum og sem viðkomandi EFTA-ríki ber ábyrgð á“. Samnings- aðilar EES-samningsins eru EFTA-ríkin, Island, Lichtenstein og Noregur, ein- stök aðildarríki EB auk bandalagsins sjálfs.11 Tilvísun dómstólsins til „EFTA- ríkjanna“ sérstaklega stafar af því að lögsaga dómstólsins er bundin við fram- kvæmd þeirra á samningnum.12 EFTA-dómstóllinn hefur hins vegar ekki lög- sögu til að dæma um efndir EB-ríkja á skuldbindingum samkvæmt samningn- um. Mál af því tagi heyra undir Evrópudómstólinn enda er samningurinn hluti af réttarkerfi EB.12 Þar sem ríki kemur að EES-samningnum sem einn sjálfstæður aðili að þjóða- rétti verður líklegt að telja að einu gildi hvaða handhafi einhvers hinna þriggja þátta ríkisvaldsins, löggjafarvalds, framkvæmdavalds eða dómsvalds, gerist brotlegur við skuldbindingar samkvæmt samningnum. Innan EB-réttar hefur þetta sjónarmið fengið staðfestingu í dómaframkvæmd.14 I málum Brasserie og Factortame15 reyndi meðal annars á það hvort aðildar- ríki gætu bakað sér bótaskyldu vegna athafna eða athafnaleysis löggjafarvalds- ins. I fyrmefnda málinu hafði löggjafinn vanrækt að nema úr lögum eldra ákvæði lands- réttar sem braut í bága við Rómarsáttmálann og í hinu síðamefnda stóðst yngra laga- ákvæði landsréttar ekki gagnvart ákvæði sáttmálans. Við meðferð Evrópudómstóls- ins voru málin sameinuð. I máli Brasserie voru atvik með þeim hætti að Brasserie du Pécheur var franskur bjórútflytjandi sem neyddist til að stöðva útflutning á bjór til Þýskalands þar sem hann uppfyllti ekki kröfur þýskra laga (Biersteuergesetz) um 11 Um skaðabótaskyldu norska ríkisins gagnvart einstaklingum og lögaðilum vegna vanefnda á EES-samningnum fjallar Finn Arnesen: „Om statens erstatningsansvar ved brudd pá E0S- avtalen". (1997) TfR. 2. tbl., bls. 633-685. 12 Sjá 2. mgr. 108. gr. EES-samningsins og IV. hluta SED-samningsins. 13 Með dómi í máli T-115/94 Opel Austria GmbH gegn ráðinu [1997] ECR II 39 komst Evrópu- dómstóllinn á fyrsta dómstigi að þeirri niðurstöðu að 10. gr. EES-samningsins hefði bein réttaráhrif innan réttarkerfis EB. Með því var annars vegar staðfest að dómstóllinn telji EES-samninginn bind- andi að EB-rétti. Hins vegar verður af niðurstöðunni dregin sú ályktun að ákvæði samningsins, að minnsta kosti sum þeirra, séu til þess fallin að veita einstaklingum réttindi. Verður því talið líklegt að meginreglan um skaðabótaskyldu aðildarríkja EB gagnvart einstaklingum eigi við þegar við- komandi ríki gerist brotlegt gegn ákvæðum EES-samningsins. 14 Evrópudómstóllinn hefur ekki enn skorið úr um það hvort að einstaklingar sem gerast brotlegir við EB-reglur, t.d. 81. gr. og 82. gr. Rómarsáttmálans (áður 85. gr. og 86. gr.), með þeim afleiðing- um að tjón hlýst af séu skaðabótaskyldir að EB-rétti. Fyrrum aðallögsögumaður, Walter van Ger- ven, telur slíka reglu hluta af uppbyggingu Rómarsáttmálans, sbr. álit hans í máli C-128/92 Banks [1994] ECR 1-1209 og umfjöllun í tímaritsgreinunum: „Non-contractual Liability of Member States, Community Institutions and Individuals for Breaches of Community Law with a View to a Common Law for Europe". (1994) Maastricht Joumal of European and Comparative Law, bls. 32 o.áfr. og „The Case-law of the European Court of Justice and National Courts as a Contribution to the Europeanisation of Private Law“. (1995) 3 European Review of Private Law, bls. 369. 15 Sameinuð mál C-46/93 og C-48/93 Brasserie du Pécheur gegn Þýskalandi og The Queen gegn Secretary ofState for Transport, ex parte Factortame Ltd. [1996] ECR 1-1631. 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.