Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 56
ríkið hefði með synjun á veitingu útflutningsleyfisins brotið gegn 34. gr. sáttmálans
(nú 29. gr.) og að sú vanefnd varðaði ríkið bótaskyldu að tilteknum skilyrðum upp-
fylltum.
Með vísan til þess sem áður segir um það að aðildarríki að EES-samningnum
komi þar fram sem einn sjálfstæður aðili að lögum er ekki ástæða til að ætla
annað en að stjómvöld, til dæinis íslensk, kunni að baka sér skaðabótaskyldu
við framkvæmd opinberrar stjómsýslu að öðrum skilyrðum uppfylltum.21 Mál
Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur er hins vegar skýrt dæmi um það að löggjaf-
arvaldinu hafi mistekist að laga landsrétt að ákvæðum tilskipunar þannig að
varðað geti bótaskyldu.
4. SKILYRÐI SKAÐABÓTAÁBYRGÐAR
4.1 Almennt
I upphafi umfjöllunar í þessum kafla er ástæða til að taka orðrétt upp 64.-66.
málsgrein í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjörns-
dóttur:
64 Þótt reglan um skaðabótaábyrgð ríkisins felist þannig í EES-samningnum fara
skilyrði bótaréttar sem leiðir af reglunni eftir eðli þeirrar vanrækslu rfkisins á
skuldbindingum sínum sem rekja má tjónið til.
65 í því tilviki að landsréttur sé ekki réttilega lagaður að ákvæðum tilskipunar, eins
og krafist er í 7. gr. EES-samningsins, leiðirþað af þessu ákvæði, til þess að það
nái tilgangi sínum, að krefjast má skaðabóta að þremur skilyrðum uppfylltum.
66 I fyrsta lagi verður það að felast í tilskipuninni að einstaklingur öðlist tiltekin
réttindi og ákvæði tilskipunarinnar verða að bera með sér hver þau réttindi eru. í
öðru lagi verður að vera um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum
ríkisins að ræða. I þriðja lagi verður að vera orsakasamband milli vanrækslu
ríkisins á skuldbindingum sínum og þess tjóns sem tjónþoli verður fyrir.
I málinu taldi EFTA-dómstóllinn að fyrsta skilyrðið væri uppfyllt en gat þess
að við mat á öðru skilyrðinu skipti mestu máli hvort samningsaðilinn með ber-
sýnilegum og alvarlegum hætti leit framhjá þeim takmörkunum sem eru á svig-
rúmi ríkisins til mats við ákvarðanatöku.
Það þarf ekki að koma á óvart að þau skilyrði sem EFTA-dómstóllinn vísar
til eru sambærileg þeim sem Evrópudómstóllinn hefur í framkvæmd lagt til
grundvallar skaðabótaskyldu aðildarríkja EB.22 Það vekur hins vegar athygli að
ekki er vísað til leiðbeinandi dómafordæma í þessu sambandi, dóma sem aug-
21 Jafnvel samningar á vegum hins opinbera sem taldir eru andstæðir ákvæðum EES-samningsins
gætu hugsanlega falið í sér vanefnd af því tagi að varðað geti bótaskyldu, sjá til hliðsjónar ráðgef-
andi álit 12. maí 1999 í máli E-5/98 Fagtún ehf. gegn Byggingarnefnd Borgarholtsskóla o.fl. (enn
ekki birt í skýrslum dómstólsins).
22 EFTA-dómstóllinn hefur í úrlausnum sínum í rrkum mæli tekið mið af leiðbeinandi dómum
Evrópudómstólsins, sjá Davíð Þór Björgvinsson og Dóru Guðmundsdóttur: „Starfsemi EFTA-
dómstólsins". (1996) Tímarit lögfræðinga, 4. hefti, bls. 149-156.
122