Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 59
Maríu Sveinbjörnsdóttur. Þar kemur fram að markmið tilskipunarinnar sé „að
veita launþegum rétt á ábyrgð á ógreiddum launakröfum“.29
I þessu sambandi vísaði EFTA-dómstóllinn til niðurstöðu Evrópudómstólsins í Fran-
cov/c/í-málinu. I þeim dómi vom atvik sambærileg við málsatvik í máli Erlu Maríu
Sveinbjörnsdóttur að því leytinu til að þar reyndi á skaðabótaskyldu ítalska ríkisins af
þeirri ástæðu að launþegi hafði ekki fengið bætur úr ábyrgðasjóði launa sem hann taldi
sig þó eiga rétt á samkvæmt tilskipun nr. 80/987. Tilskipunin haíði ekki verið tekin upp
í landsrétt á Ítalíu í samræmi við fyrirmæli 189. gr. Rómarsáttmálans (nú 249. gr.) og
hafði dómur fallið gegn ítalska ríkinu sökum þess. 0 Evrópudómstóllinn komst að þeirri
niðurstöðu að vanræksla á að innleiða tilskipun gæti haft í för með sér skaðabótaskyldu
aðildarríkis að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. í dóminum var meðal annars fjallað um
það hverjir nytu réttinda samkvæmt ákvæðum tilskipunarinnar og um efni þeirra réttinda.
Þegar um er að ræða ákvæði EES-samningsins, efnislega sambærileg við
ákvæði Rómarsáttmálans, sem eru nægilega skýr og óskilyrt til að hafa bein
réttaráhrif þarf varla frekar vitnanna við, slíkar reglur eru til þess fallnar að
veita einstaklingum réttindi. Má sem dæmi um það nefna réttarreglur um frjálsa
vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagnsflutninga, sbr. 11.
gr., 28. gr., 31. gr., 36. gr. og 40. gr. Einnig má nefna 10. gr. EES-samningsins
sem varðar bann við mismunun í álagningu tolla og annarra gjalda og 69. gr.
sem kveður á um jöfn laun karla og kvenna fyrir sömu störf. Öll þessi ákvæði
eiga það sameiginlegt að eiga sér efnislega hliðstæð ákvæði í Rómarsáttmál-
anum sem eru það skýr og óskilyrt að þau geta haft bein réttaráhrif. Af öðrum
ákvæðum má nefna 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins sem leggur bann við ríkis-
styrkjum að tilteknum skilyrðum uppfylltum.
Önnur ákvæði EES-samningsins eru á hinn bóginn of almennt orðuð til að
ætla megi að einstaklingur geti byggt á þeim rétt í þeim skilningi sem hér um
ræðir, sbr. til dæmis markmiðsákvæði 1. gr. Þá er 3. gr. EES-samningsins, sem
felur í sér almenna yfirlýsingu um það að samningsaðilar skuli gera allar við-
eigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær
skuldbindingar sem af samningnum leiða, tæpast nægilega afmörkuð til að á
henni einni verði byggð krafa um skaðabætur.31
29 67. mgr. Aðrar tilskipanir sem veita einstaklingum rétt í skilningi þessa hugtaks gætu til dæmis
verið tilskipanir á sviði opinberra útboða, svo sem tilskipun nr. 93/37 um samræmingu reglna um
útboð og gerð opinberra samninga um vörukaup og tilskipun nr. 93/36 um samræmingu reglna um
útboð og gerð opinberra verksamninga. Ennfremur má nefna tilskipanir er varða skaðsemisábyrgð
og neytendavemd, til dæmis tilskipun nr. 85/374 um samræmingu á lögum og stjómsýslufyrirmæl-
um í aðildarríkjunum vegna skaðsemisábyrgðar á gölluðum vömm og tilskipun nr. 93/13 um órétt-
mæta skilmála í neytendasamningum. Þá má nefna tilskipanir um jafnréttismál svo sem tilskipun
nr. 75/117 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna er varða beitingu meginregiunnar um sömu
laun karla og kvenna og tilskipun nr. 79/7 um að meginreglan um jafnan rétt karla og kvenna til al-
mannatrygginga komi til framkvæmda stig af stigi.
30 Mál 22/87 Framh’œmdastjórnin gegn Ítalíu [1989] ECR 143.
31 Annarrar skoðunar er Malcolm Ross um efnislega sambærilegt ákvæði 5. gr. Rómarsáttmálans
(nú 10. gr.): „Beyond Francovich". (1993) 56 The Modem Law Review, bls. 64-65.
125