Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 60
4.3 Nægilega alvarleg vanefnd Annað skilyrði skaðabótaábyrgðar samningsaðila gagnvart einstaklingum vegna vanefnda þeiiTa fyrmefndu á EES-samningnum felur í sér að vanefndin sé nægilega alvarleg. Má ætla að á þetta skilyrði kunni hvað helst að reyna við mat á því hvort grundvöllur skaðabótaskyldu sé fyrir hendi eða ekki. Hugtakið nægilega alvarleg vanefnd er matskennt og veitir þannig rúmt svigrúm við túlkun. Nokkra leiðbeiningu um efnislegt innihald þess er að finna í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur en þar segir í 68. og 69. málsgrein: 68 Við mat á öðru skilyrðinu, hvort um nægilega alvarlega vanrækslu sé að ræða, skiptir mestu máli hvort samningsaðilinn með bersýnilegum og alvarlegum hætti leit fram hjá þeim takmörkunum sem eru á svigrúmi ríkisins til mats við ákvarð- anatöku. 69 Þau atriði sem dómstóll sá sem fjallar um málið getur metið eru m.a. hversu skýrt og nákvæmt það ákvæði er sem farið er gegn, hversu mikið mat ákvæðið eftir- lætur innlendum stjórnvöldum og hvort um er að ræða vísvitandi brot á samn- ingsskuldbindingum sem leiddi til tjóns eða brot sem ekki var framið af ásetn- ingi. Þá verður litið til þess hvort lögvilla var afsakanleg eða óafsakanleg, hvort afstaða EES-stofnunar eða stofnunar Evrópubandalaganna kunni að hafa stuðlað að vanrækslunni og hvort innleidd eru lög eða framkvæmd, eða þeim viðhaldið, sem eru andstæð EES-samningnum. Þessi sjónarmið eiga sér stoð í dómaframkvæmd Evrópudómstólsins sem í ríkum mæli hefur litið til þeirra reglna sem skapast hafa um skaðabótaskyldu stofnana EB utan samninga samkvæmt 2. mgr. 215. gr. Rómarsáttmálans (nú 288. gr.). Samkvæmt þeirri grein er EB, á grundvelli meginreglna sem eru sam- eiginlegar réttarkerfum aðildaiTÍkjanna, skylt að bæta fyrir tjón sem stofnanir bandalagsins valda eða starfsmenn þess við framkvæmd á skyldum sínum.32 Dómstóllinn hefur lagt til grundvallar að þá meginreglu megi finna í öllum réttarkerfum aðildarríkja bandalagsins að ólögmæt háttsemi, hvort heldur sem er athöfn eða athafnaleysi, leiði til skaðabótaskyldu þess sem í hlut á gagnvart þeim sem verður fyrir tjóni. Þetta eigi meðal annars við um starfsemi hins opin- bera.33 Af niðurstöðu EFTA-dómstólsins virðist ljóst að matsvik aðildarríkis við ákvarðanatöku hafa mikla þýðingu við mat á því hvort vanefnd sé nægilega alvarleg. Eftirfarandi leiðbeiningarreglur um mörk þess að til skaðabótaskyldu aðildarríkis stofnist má lesa úr dómum Evrópudómstólsins: Ef aðildarríki stend- ur frammi fyrir ólíkum valkostum við mótun efnahagsstefnu í löggjöf eða mats- vik aðildarríkis við ákvarðanatöku eru rúm, er vanefnd því aðeins nægilega al- 32 Josephine Steiner gerir samanburð á þeim reglum er gilda um skaðabótaskyldu aðildarríkja EB annars vegar og stofnana EB hinsvegar í greininni „The Limits of State Liability for Breach of European Community Law“. (1998) 4 European Public Law, bls. 69-109. 33 Brasserie, 29. mgr. 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.