Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Qupperneq 61

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Qupperneq 61
varleg að aðildarríkið fari bersýnilega og með grófum hætti út fyrir valdmörk sín.34 Ef aðildarrfki stendur ekki frammi fyrir slíkum valkostum og hefur að verulegu eða öllu leyti takmarkað svigrúm til mats getur vanefndin ein og sér (per se) fullnægt því að vera nægilega alvarleg.35 Samkvæmt niðurstöðu dómstólsins í máli Dillenkofei36 á hið síðarnefnda við um það tilvik þegar aðildarríki innleiðir ekki tilskipun innan réttra tímamarka. Málavextir voru þeir að tilskipun nr. 90/31437 um ferðapakka, orlofspakka og skoð- unarferðapakka kveður meðal annars á um það að skipuleggjandi og/eða smásali pakkaferða skuli leggja fram fullnægjandi sönnunargögn um tryggingu fyrir endur- greiðslu fjár sem greitt hefur verið og fyrir heimflutning neytandans ef til gjaldþrots kynni að koma, sbr. 7. gr. Þýska ríkið hafði vanrækt að innleiða tilskipunina innan réttra tímamarka. Stefnendur vora kaupendur pakkaferða. Vegna gjaldþrota ferða- skrifstofanna sem þeir höfðu átt viðskipti við varð ýmist ekkert úr ferðunum eða þá að þeir biðu fjárhagslegt tjón vegna kostnaðar við heimferðir. Stefnendur, sem árang- urslaust höfðu reynt að fá framlög sín endurgreidd, héldu því fram að hefði tilskip- unin verið innleidd innan réttra tímamarka hefðu þeir notið fullnægjandi tryggingar. Þeir höfðuðu því mál á hendur þýska ríkinu til greiðslu skaðabóta vegna tjónsins. Evrópudómstóllinn komst í forúrskurðarmáli að þeirri niðurstöðu að það eitt að inn- leiða ekki tilskipun innan réttra tímamarka væri nægjanlegt til að einstaklingur sem orðið hafði fyrir tjóni gæti krafið ríkið um skaðabætur.38 Af ummælum í dóminum má draga þá ályktun að huglæg atriði svo sem sök af hálfu hins brotlega hafi litla sem enga þýðingu við þessar aðstæður.39 Hér má spyrja hvort þetta geti talist eðlileg niðurstaða til dæmis þegar sýnt þykir að frestur til að innleiða tilskipun í landsrétt hafi verið of skammur. Jafnframt verður það að teljast álitamál hvort þetta geti skilyrðislaust átt við þegar yfir- völd í aðildarrtki halda því fram að þau hafi staðið í þeirri trú að landsréttur uppfyllti skilyrði tilskipunar og að breytinga hafi þar af leiðandi ekki verið þörf. 34 Sjá Brasserie og Factortame, 55. mgr. 35 Sjá Hedley Lomas, 28. mgr. 36 Sameinuð mál C-178/94, C-179/94, C-188/94, C-189/94 og C-190/94 Erich Dillenkofer ogfleiri gegn Þýskaiandi [1996] ECR 1-4845. 37 Tilskipun ráðsins frá 13. júní 1990 um ferðapakka, orlofspakka og skoðunarferðapakka (90/314/EBE). Sjá 72. gr. EES-samningsins, sbr. XIX. viðauka, lög um alferðir nr. 80/1994 og lög um skipulag ferðamála nr. 117/1994. 38 Sjá til hliðsjónar um gildistöku tilskipunar nr. 90/314 að íslenskum rétti álit umboðsmanns Alþingis 12. mars 1999 í málinu nr. 2292/1997. 39 Ályktun um að skaðabótskylda án sakar komi til greina má til dæmis draga af Hedley Lomas, 28. mgr., DHlenkofer, 25. mgr., 28. mgr. og 29. mgr. og einnig Brasserie, 75.-80. mgr. Sjá til hliðsjónar Walter van Gerven: „Bridging the Unbridgeable: Community and National Tort Laws after Francovich and Brasserie". (1996) 45 I.C.L.Q., bls. 521-522. í íslenskum rétti er það mótsagnakennt að tala um (nægilega) alvarleg vanefnd án sakar og hið sama er að segja um danskan, sænskan og þýskan rétt svo dæmi séu tekin. Hér ber að taka mið af því að sakarhugtakið hefur ekki alltaf sömu merkingu í ólíkum réttarkerfum aðildarríkja EB. Sjá til hlið- sjónar P. P. Craig: „Once More Unto the Breach: The Community, The State and Damages Liability". (1997) 113 The Law Quarterly Review, bls. 75-76. 127
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.