Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 63
Við innleiðingu tilskipunarinnar í breska löggjöf voru nokkur fyrirtæki undanskilin gildissviði laganna en meðal þeirra var ekki stefnandi, British Telecommunications. Breski löggjafinn hafði sjálfur metið það samkvæmt þeim reglum sem fram koma í 8. gr. til hvaða fyrirtækja lögin skyldu taka. I máli sem stefnandi höfðaði fyrir bresk- um dómstólum hélt hann því hins vegar fram að þetta væri ekki rétt túlkun á tilskip- uninni. Það væri undir fyrirtækjunum sjálfum komið að meta það hvort þau féllu undir ákvæði 8. gr. eða ekki. Stefnandi krafðist skaðabóta vegna þeirra auknu út- gjalda sem fyrirtækið hafði orðið fyrir með því að fylgja reglum laganna. Hversu mikið svigrúm til mats fól reglan í sér? I Hedley Lomas stóðu bresk yfirvöld ekki frammi fyrir mismunandi valkostum við lagasetningu og höfðu takmarkað eða jafnvel ekkert svigrúm til mats. Var talið að vanefndin ein og sér, án nokkurra frekari skilyrða, gæti verið nægjanlega alvarleg til að til bóta- ábyrgðar gæti stofnast.45 Var brotið framið og tjóninu valdið af ásetningi eða einungis af gáleysi? í British Telecommunications sá dómurinn ástæðu til að geta þess að bresk yfir- völd hefðu túlkað ákvæði tilskipunar í góðri trú.46 Ætla verður að þegar um ásetningsbrot sé að ræða þurfi haldgóða réttlætingarástæðu til að forðast skaða- bótaábyrgð. Var rangtúlkun á réttarreglum afsakanleg? I máli Denkavit41 taldi Evrópu- dómstóllinn að löggjöf landsréttar bryti í bága við tilskipun en benti þó á að nánast öll aðildarríki EB hefðu rangtúlkað tilskipunina. Sú staðreynd hafði þýðingu við mat á því hvort að til bótaskyldu ríkisins hefði stofnast. í málinu reyndi á túlkun á hugtakinu „móðurfélag“ í skilningi tilskipunar ráðsins nr. 90/435 um sameiginlegt skattakerfi fyrir félög og dótturfélög í mismunandi aðildar- ríkjum. Samkvæmt ákvæðum tilskipunarinnar nutu móðurfélög skattaívilnana vegna hagnaðar dótturfélaga eftir ákveðnum reglum. Til þess að falla undir skilgreiningu á hugtakinu „móðurfélag“ þurfti félag eiga meira en fjórðungshlut í dótturfélagi auk þess að uppfylla önnur skilyrði. Aðildarríkjum var þó heimilt að gera undanþágu frá þessu með því að áskilja óslitið eignarhald móðurfélags á tilgreindum hlut í dóttur- félagi um nánar ákveðið skeið, ella ættu reglunar ekki við. I Þýskalandi hafði sú regla verið lögfest að félög gætu einungis notið þeirra skattaívilnana sem tilskipunin mælti fyrir um eftir að hafa óslitið haft stöðu móðurfélags á 12 mánaða tímabili. Stefnandi málsins taldi löggjöfina vera í andstöðu við ákvæði tilskipunarinnar sem ekki yrði skýrð með þeim hætti að tímabili fjórðungseignaraðildar þyrfti að vera lokið til að fyrirtæki gæti notið hinna ívilnandi skattareglna. I forúrskurði komst Evrópudóm- stóllinn að þeirri niðurstöðu að það leiddi af orðalagi tilskipunarinnar sjálfrar að umræddu tímabili þyrfti ekki að vera lokið til að móðurfélag ætti rétt á að njóta þeirra réttinda sem tilskipunin mælti fyrir um. Við mat á því hvort þýska ríkið væri skaða- bótaskylt vegna þess tjóns sem stefnandi hafði orðið fyrir við það að njóta ekki rétt- 45 Sjá 28. mgr. 46 43. mgr. 47 Sameinuð mál C-283/94, C-291/94 og C-292/94 Denkavit lnternational BV o.fl. [1996] ECR 1-5063. 129
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.