Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 65
staklinga og lögaðila, á við það sjónarmið að ekki megi binda hendur stjóm- valda um of. Stjómvöld verða að hafa ákveðið svigrúm til að athafna sig og móta stefnu í þágu almannahagsmuna án þess að einstaklingar sem kunna að hljóta skaða af geti sótt rétt á hendur ríkinu með skaðabótakröfu. Einn dómur skal hér nefndur í dæmaskyni um réttlætingarástæðu sem hugs- anlega kæmi til greina fyrir aðildarríki, sem sótt er til greiðslu skaðabóta, að bera fyrir sig. í máli Mulder52 var höfð uppi krafa á hendur EB vegna þess að ráðið hefði með setn- ingu reglugerðar brotið gegn lögmætum væntingum einstakra mjólkurframleiðenda. Samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar var mjólkurkvóta úthlutað til samræmis við framleiðslu á ákveðnum viðmiðunarárum. Stefnendur málsins höfðu ekki framleitt neina mjólk þau ár sem notuð voru til viðmiðunar og fengu því engan kvóta í sinn hlut. Niðurstaða Evrópudómstólsins í tveimur málum var sú að þetta úthlutunarkerfi bryti gegn lögmætum væntingum mjólkurframleiðenda og að reglugerðin stæðist því eldd EB-rétt. í kjölfar dómanna breytti ráðið reglugerðinni sem gerði nú ráð fyrir því að áðumefndir mjólkurbændur fengju 60% kvótaúthlutun miðað við það sem þeir höfðu áður framleitt. Sagan endurtók sig. Aftur var reglugerðin dæmd ógild af dóm- stólnum.54 í framhaldi af þessu freistuðu nokkrir mjólkurframleiðendur þess að höfða mál gegn ráðinu og framkvæmdastjóminni og krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem þeir höfðu mátt þola. Stefnendum vom dæmdar skaðabætur fyrir tjónið sem þeir höfðu orðið fyrir vegna reglugerðarinnar sem ekki gerði ráð fyrir neinni út- hlutun til þeirra. Niðurstaðan varð önnur um tjónið eftir breytingu reglugerðarinnar. Vissulega var 60%-reglan talin brjóta gegn lögmætum væntingum stefnenda en þó ekki nægilega alvarlega svo að til skaðabótaábyrgðar stofnaðist. í fyrsta lagi var lögð á það áhersla að öfugt við reglugerðina eins og hún var áður tók breytingin, enda þótt aðeins að takmörkuðu leyti, mið af hagsmunum þeirra mjólkurframleiðenda sem annars hefðu ekki fengið neinn kvóta í sinn hlut. í annan stað var til þess litið að þeg- ar átti að breyta reglugerðinni stóð ráðið frammi fyrir vali á milli leiða. Brýnt var að breyta reglugerðinni vegna þess að dómar höfðu fallið sem lýstu hana ógilda. En málið varðaði engu að síður efnahagsstefnu EB og til að viðhalda stöðugleika á mjólkurframleiðslumarkaðnum auk þess að taka mið af hagsmunum mjólkurfram- leiðenda, bæði þeirra sem fengu fulla úthlutun og þeirra sem höfðu áður ekki fengið neitt, var 60%-reglan lögleidd. Þótt dómstóllinn hafi ekki fallist á lögmæti reglunnar taldi hann að með þessu hefði ráðið haft æðri hagsmuni almennings að leiðarljósi án þess að augljóslega og gróflega fara út fyrir valdmörk sín. Voru málshöfðendum því ekki dæmdar bætur úr hendi EB. í ofangreindu máli voru ráðið og framkvæmdastjómin sýknuð enda þótt brotið hafi verið gegn rétti nánar tilgreindra einstaklinga vegna þess að við lagasetningu var tillit tekið til æðri almannahagsmuna.55 Sú spuming gæti allt 52 Sameinuð mál C-104/89 og 37/90 Mulder gegn ráðinu og framkvœmdastjórninni [1992] ECR 1-3126. 53 Mál 120/86 Mulder [1988] ECR 2321 og mál 170/86 von Deetzen [1988] ECR 2355. 54 Mál C-189/89 Spagl [1990] ECR 1-4539 og mál C-217/89 Pastátter [1990] ECR 1-4585. 55 Það athugast að skil ólögmætis og saknæmis em hér óljós. 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.