Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 67
Enda þótt skaðabótaskylda aðildarríkja sé meginregla að EB-rétti er það samkvæmt þessu eftir sem áður að meginstefnu til landsréttarins að kveða á um umfang þess tjóns sem skylt er að bæta. Frá þessu eru tvær mikilvægar undan- tekningar. Reglumar mega ekki veita einstaklingum síðri réttindi en sambæri- legar reglur sem gilda um kröfur byggðar á landsrétti og þær mega ekki vera svo úr garði gerðar að óhóflega erfitt eða jafnvel ómögulegt sé að krefjast skaðabóta. I Brasserie og Factortame var því aukið við að skaðabæturnar þyrftu að vera í réttu hlutfalli við tjón einstaklingsins til að tryggja virka réttar- vemd hans.58 Ekki er ástæða til að ætla annað en að sambærilegar reglur um lágmarks um- fang bótaábyrgðar verði taldar gildandi að EES-rétti ef á það álitamál reynir í síð- ari dómsmálum. Með sama hætti og áður verður þó að gera fyrirvara um sérstök tilvik þar sem markmið EES-samningsins og Rómarsáttmálans fara ekki saman. Spumingar vakna um óbeint fjártjón í þessu sambandi og þá sérstaklega um missi hagnaðar.59 Sjálfsagt er það einkum slíkt óbeint tjón sem einstaklingar eða lögaðilar kunna að verða fyrir vegna vanefnda aðildarríkja EES-samningsins. Afstaða landsréttar samningsaðila gagnvart bótakröfum vegna óbeins fjártjóns er ólík frá einu ríki til annars. Þannig má ætla að erfiðara sé að sækja bætur fyrir óbeint fjártjón samkvæmt breskum og þýskum rétti heldur en frönskum og norrænum rétti svo dæmi sé tekið.60 Evrópudómstóllinn sló því föstu í Brasserie og Factortame að ekki væri algerlega hægt að útiloka þann mögu- leika að dæma bætur vegna tapaðs hagnaðar.61 Slík útilokun gæti í raun haft þær afleiðingar í för með sér að nánast yrði ómögulegt fyrir lögaðila eða einstakl- inga í atvinnurekstri að fá dæmdar bætur vegna samningsbrota aðildarríkis. Að því er íslenska löggjöf varðar kunna til dæmis að vakna efasemdir um það hvort bótatakmarkanir 27. gr. laga um skipan opinberra framkvæmda nr. 63/1970, sbr. lög nr. 55/1993, 14. gr. laga um opinber innkaup nr. 52/1987, sbr. lög nr. 55/1993, og 20. gr. laga um framkvæmd útboða nr. 65/1993 fái staðist ef einstaklingar eða lögaðilar reisa bótakröfur sínar á meginreglu EES-samn- ingsins um skaðabótaskyldu samningsaðila. Ákvæðin takmarka bótaskyldu við „kostnað við að undirbúa tilboð og taka þátt í útboði“ þannig að óbeint fjártjón svo sem tapaður hagnaður fellur þar utan.62 Ekki verður talið að EES-réttur standi því í vegi að dómstólar í einstökum 58 82. mgr. Af öðrum málum þar sem á þessar reglur hefur reynt má nefna mál C-66/95 Eunice Sutton [1997] ECR 1-2163, mál C-373/95 Federica Maso o.fl. [1997] ECR 1-4051, mál C-261/95 Rosalba Palmisani [1997] ECR1-4025 og sameinuð mál C-94/95 og C-95/95 Danila Bonafaci o.fl. [1997] ECR 1-3969. 59 Með hugtakinu „óbeint fjártjón" er átt við fjárhagstjón sem ekki stafar af beinni eignarýmun. 60 Sjá um þetta Walter van Gerven: „Bridging the Unbridgeable: Community and National Tort Laws after Francovich and Brasserie“. (1996) I.C.L.Q., bls. 508-513. 61 Brasserie og Factortame, 87. mgr. 62 Þess má geta að sambærileg regla hefur verið talin gilda í norskum útboðsrétti en Hæstiréttur Noregs virðist með dómi frá 22. september 1998 í málinu nr. 286/1997: M0re og Romsdal fylkeskommune gegn Torghatten Traffikselskap AS vfkja að nokkru frá fyrri dómaframkvæmd. 133
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.