Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 70

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 70
tjón sem hann hafði orðið fyrir vegna þess að íslensk lög stóðu því í vegi að hann fengi notið þess réttar sem tilskipun nr. 80/987 veitti honum.68 Án þess að tekin sé afgerandi afstaða til þess hvort vanefnd íslenska ríkisins sem hér um ræðir sé nægilega alvarleg til að skilyrði skaðabótaskyldu sam- kvæmt EES-samningnum séu uppfyllt er ástæða til að benda á nokkur sjónar- mið sem gætu haft þýðingu við matið. Er nærtækt í því sambandi að víkja að sumum af þeim álitaefnum sem EFTA-dómstóllinn þurfti að taka afstöðu til í ráðgefandi áliti sínu. Um atvik málsins er vísað til umfjöllunar í kafla 2. I fyrsta lagi var það túlkunaratriði hvort einungis þeir hópar sem taldir höfðu verið upp í viðauka við tilskipun nr. 80/987 væru útilokaðir frá því að njóta rétt- inda samkvæmt ákvæðum tilskipunarinnar. Islenska ríkið hélt því fram að enda þótt litið yrði svo á að viðkomandi ættartengsla, þ.e. tengsl systkina, hafi ekki ver- ið getið í viðaukanum, ætti það ekki að hafa úrslitaþýðingu um mat á því hvort haga mætti landslögum með þeim hætti að slík ættartengsl kæmu í veg fyrir rétt launþega til að krefja ábyrgðasjóð launa um bætur. Niðurstaða EFTA-dómstólsins að þessu leytinu til var hins vegar afdráttarlaus, sjónarmiðum íslenska ríkisins var hafnað. Þótt rökstuðningur dómstólsins sé sannfærandi að þessu leytinu til þykir ástæða til að benda á að ríkisstjómir Noregs og Bretlands tóku undir sjónarmið íslenska ríkisins um þetta atriði í greinargerðum sínum til dómstólsins og töldu ekki rétt að takmarka undanþáguheimildir aðildarríkjanna við þau tilvik ein sem beinlínis var getið í viðaukanum. Var meðal annars bent á það í greinargerð norsku ríkisstjómarinnar að reglur sambærilegar við þær íslensku sem takmörk- uðu rétt nákominna til að krefjast bóta í kjölfar gjaldþrots vinnuveitanda væm gildandi í mörgum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins.69 I öðru lagi er ástæða til að hafa í huga að enda þótt orðalag íslenskrar útgáfu undanþágunnar í h-lið viðaukans kunni að vera afdráttarlaust um það tilvik sem til umræðu er og eingöngu bundið við ættingja eiganda vemlegs hlutafjár í fyrirtæki „í beinan legg“ er notast við almennari hugtök, svo sem „nákomnir11 eða „nánir“, í meirihluta tungumálaútgáfa EES-samningsins. Hljóðan undan- þágunnar er samkvæmt þessu óskýr þegar virtar eru ólíkar tungumálaútgáfur og verður því að hafna því mati Héraðsdóms Reykjavíkur að tiltölulega auð- veldlega hafi mátt sjá að ákveðinn hópur launþega, „sem naut réttar samkvæmt tilskipun EBE“, hafi vegna laga nr. 53/1993 verið útilokaður frá greiðslum úr ábyrgðasjóði launa. Allar hafa tungumálaútgáfur EES-samningsins sama vægi, sbr. 1. mgr. 129. gr. samningsins, og í samræmi við það benti EFTA-dómstóll- inn á í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að þegar munur er á útgáfum á hinum ýmsu tungumálum EES-samningsins sé almennt eðlilegt við túlkun að ganga út frá því að sú skýring sé valin sem styðst við sem flestar tungumálaútgáfur.70 Við 68 Það athugast í þessu sambandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er haldinn þeim annmarka að þar er ekki tekið fram með beinum hætti á hvaða grundvelli íslenska ríkið var talið bótaskylt gagnvart Erlu Maríu. Ekki þykir ástæða til að víkja að umfjöllun dómsins um bótafjárhæðir. 69 Sjá skýrslu framsögumanns í máli E-9/97. Greinargerðum er skilað í samræmi við 20. gr. stofn- samþykktar EFTA-dómstólsins og 97. gr. starfsreglna EFTA-dómstólsins. 70 28. mgr. 136

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.