Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 77

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 77
arbyltingunni var það ríkjandi skoðun að lögin, hverju nafni sem þau nefndust, væru ein af hindrunum í átt til stofnunar sósíalísks ríkis. Ýmsar stofnanir sem fóru með löggjafarvaldið, til dæmis dómsmálaráðuneytið, voru lagðar niður og hlutverk laga innan stjómsýslunnar varð óverulegt. Meðan á menningarbylt- ingunni stóð 1966-1976 má segja að Kína hafi verið rrki án laga og réttar. Lög- fræðingar voru að sama skapi ekki háttskrifaðir á þessum tíma. Okkur var tjáð að fyrir menningarbyltinguna mætti segja að í öllu Kína hafi þeir verið 27. Þeir voru þurrkaðir út í menningarbyltingunni. Stétt lögfræðinga í Kína er því ein- ungis unt 20 ára gömul. Þegar Deng Xiaoping tók við völdum í Flokknum árið 1978 var ákveðið að reisa réttarkerfi landsins úr rústum samfara breytingum í stjóm og efnahags- málum þjóðarinnar. Kína skyldi verða réttarríki. Þessari ákvörðun hefur síðan verið ötullega fylgt eftir með löggjöf, með menntun lögfræðinga og með endur- reisn dómskerfisins. Þessari nýju mynd fengu íslenskir lögfræðingar að kynnast örlítið þá daga sem þeir dvöldu í Beijing. Félagsmenn í Kínverska lögmannafélaginu eru 100.000, þar af eru konur 12.000. Lög um lögmenn voru sett 1996. Þar er bæði fjallað um skilyrði þess að verða lögmaður og eins skilyrði þess að setja á stofn lögmannsstofu. Þótt fleiri og fleiri dómarar hafi lögfræðimenntun er það ekki skilyrði fyrir því að verða dómari. Saksóknarar í Kína eru um 220.000. Það er heldur ekki skilyrði fyrir því að verða saksóknari að hafa lögfræðimenntun. I ljósi þessara talna má sjá að fjöldi saksóknara er helmingi meiri en fjöldi lögmanna. Einnig kemur fram að það er einn félagsmaður í Kínverska lögmannafélaginu fyrir hverja 10.000 Kínverja. Borið saman við ísland sést hversu ólíkir þessir menningar- heimar eru. Við fórum því næst á fund kínverska dómsmálaráðherrans og eftir hádegi hittum við svo varaformann kínverska ríkissaksóknaraembættisins. Þar frædd- umst við um svokallaða skilorðsbundna líflátsdóma. Það fyrirbrigði vakti óskipta athygli okkar lögfræðinga frónskra, að hagi sakborningur sér vel í tvö ár eftir líflátsdóm, er líflátsdómnum breytt í fangelsisdóm. Það vakti einnig at- hygli okkar þegar minnst var á mannréttindi, að þá barst talið strax að aðbúnaði fanga í kínverskum fangelsum. Svo virtist sem þeir legðu annan skilning í hug- takið en við erum vön að gera. Undir lok dagsins var farið í heimsókn í einn af mörgum lagaskólum í Kína. Þessar heimsóknir voru allar mjög formlegar, menn sátu í sófum eða djúpum stólum í hálfhring, drukku te, brostu og áttu tjá- skipti með aðstoð túlks. Þótt fundimir hafi sumir staðið allt að eina klukkustund taka tjáskipti með þessum hætti langan tíma og lítið tóm gafst til að varpa fram spumingum sem óneitanlega vöknuðu í tengslum við frásagnir af kerfinu. Gest- risni og virðing mættu okkur þó alls staðar og fundum við að Kínverjar mátu heimsókn okkar mikils. Um kvöldið var kvöldverður í boði Kínverska lögmannafélagsins, og var hann í Alþýðuhöllinni sent stendur við Torg hins himneska friðar. Á fimmtudeginum, sem heima var sumardagurinn fyrsti, var þinghúsið 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.