Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Síða 40

Ægir - 01.07.1996, Síða 40
BREYTT FISKISKIP Tæknideild Fiskifélags íslands Miðvikudagitm 10. júlí sl. kom skuttog- arinn Snorri Sturluson RE 219 (1328) úr breytingum frá Spátú. Breytingarnar fðru fram hjá skipasmíðastöðinni Freire í Vigo á Spáni, en hönnun og ráðgjöf þeirra ann- aðist Toni sf. og Tœkniþjónustan sf. Helstu breytingar eru að skipið er lengt um 6 m, 10 bandabil, allur spilbúnaður er nýr, aðalvél, gír, rafall og skríifubúnaður er nýr. Móttaka stœkkuð og bœtt við annarri fiskilúgu. Nýjar lestarlúgur í bceði dekk og einnig dekklúga yfir vinnsluvélum. Smíð- aður pallur á milli toggálga og afturmast- urs. Hlerasœti smíðuð á afturgálga. Skipið er í eigu Granda hf. Skipstjóri er Kristinn Gestsson, yfirvélstjóri er Friðleifur Krist- jánsson. Framkvaemdastjóri útgerðar er Brynjólfúr Bjamason. HELSTU BREYTINGAR Breytingar á stálvirki o.fl. Skipið var lengt um 6 m, 10 bandabil 600 mm hvert. Lengdi hlutinn kemur til stækkunar á lestarrými og vinnslusal. Eldsneytisolíutankar í botni stækka sem nemur lengingunni. Ný þilfarshús koma í lengda hlutann á togþilfari og í þeim eru dælustöðvar fyrir spilbúnað, stakka- geymsla, geymsla og verkstæði. Bætt er við annarri fiskilúgu framan við þá gömlu, móttaka stækkuð og komið fyrir færiböndum í botni móttöku. Lestarlúg- ur í efra- og neðra dekki færðar út að s.b.- síðu. Einnig ný lestarlúga í efra dekk og er ætluð til að auðvelda aðgengi að vinnslusal. Togþilfar endurnýjað. Hlera- sæti fyrir varahlera er byggt á toggálga. Toggálga lítillega breytt og smíðaður pall- ur frá honum að afturmastri. Stýrisblað stækkað og nýr hæll. Vélbúnaður í skipið var settur nýr aðalvéla-, gír-, rafala- og skrúfubúnaður. Aðalvélin er Wártsila 6R 32E 2.460 KW (3.345 hö) við 750 sn/mín. Gír við aðalvél er Wartsila Propulsion SVC 750 P480, nið- urgírun 5,65:1. Skrúfuhringur og skrúfubúnaður er frá Wártsilá Prop- ulsion og þvermál skrúfu er 3.600 mm, snúningshraði á skrúfu er 132,7 sn/mín. Nýr vélarúmsblásari kemur til með að mæta aukinni loftnotkun. Nýr rafall er frá Leroy Somer gerð LSA52 L9-4P og skilar 1.600 KW 2.000KVA við 1.500 sn/mín. Þá voru einnig gerðar breyting- ar á rafmagnstöflu tilheyrandi nýjum rafal. Við aðalvél er fullkominn seigju- mælir og hitunarbúnaður fyrir svart- olíu. Vaktklefi í vélarúmi er stækkaður. Vökvaþrýstikerfi fyrir vindur er nær alveg eins og var sett í Engey RE 1 og eru sex rafdrifnar Allweiler dælur: tvær PVGS 1700-46 og skila 1.600 1/mín, tvær PVGS 2200-46 og skila 2080 1/mín, tvær PVGS 660-46 og skila 600 1/mín. Kerfisþrýstingur er 50 bör og rafmótorar eru 2x148 KW, 2x193 KW og 2x55 KW. íbúðir Helstu breytingar á íbúðarými eru að nýrri setustofu var komið fyrir í rými þar sem áður var hlífðarfatageymsla og 40 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.