Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 6
Sjávarútvegnr á íslandi og náttúruvernd Almennt séb standa fyrirtæki í íslenskum sjávarút- vegi vel í dag, ef dæma má af þeim afkomutölum sem fram koma í uppgjörum fyrirtækjanna. I>ó er frysting í landi rekin meö verulegu tapi á meðan út- geröin gengur vel og er þaö verö- ugt uinhugsunarefni. Þó illa liorfi fyrir landfrystingunni nú þá á fiskmiölsibnaðurinn von á betri tíð þegar fram undan er vonandi besta loðnuvertíð frá upphafi. En ekki er allt gull sem glóir, danskir fiskimenn hafa í ár mætt miklum mótmælum náttúruverndarsinna sem hafa meb öll- um ráðum reynt að hindra veiðar þeirra á sandsíli við Skotland. Einhverjir segja að skærur um sandsíli við Skotland komi okkur lítið við, en ]>að er ekki svo. Náttúruverndarsinnar ráðast ekki hara á skipin, það er bara auglýsing fyrir fjölmiðla, heldur eru allir markaðir fyrir fisklýsi og fiskmjöl eyðilagðir eða skemmdir. Hafa mörg stórfyrirtæki lýst yfir að þau muni ekki nota fisklýsi eða fiskmjöl í sínar vörur og er þá til lítils ab veiða ef ekki er hægt að selja afurð- irnar. Það kemur ekki að gagni aö segja að Iýsið eða mjölið sé úr lobnu frá íslandi og úr stofni sem stjórnað sé með vísindalegri ráðgjöf. Einungis er spurt, er þetta úr fiski og ef svarið er já, þá gengur salan ekki því stefna fyrirtækjanna er að nota afurð- ir úr jurtaríkinu í stað afurða úr fiski eins og áður. Erá þessum náttúruverndarsamtökum stafar sjávar- útvegi okkar íslendinga því veruleg hætta. Afskipti |>eirra af fiskveiðum eru ekki einungis bundin við veiðar til bræðslu, þó þær séu nú í eldlínunni, held- ur snýr þetta að öllum fiskveiðum og hófst undir- búningur þess fyrir mörgum árum og eru aðgerðir þegar hafnar. íslendingar hafa reynt að stjórna sín- um fiskimiðum eftir vísindalegri ráðgjöf. Það hefur hins vegar sýnt sig að náttúruverndarsinnar stjórn- ast ekki af vísindum eba rökhyggju, heldur af til- finningum, þeim að ekki eigi að nýta fiskimiðin. Það er því brýn nauðsyn að hagsmunaaðilar og stjórnvöld marki skýra stefnu uin hvernig eigi að taka á þeim kröfum sem náttúruverndarsinnar setja fram og hvernig hagsmunir okkar sem fiskveibi- þjóðar eru best varðir. REYTINGUR lilraunir í laxeldi valda óróa I skoskri fiskeldisstöð er nú verið að gera tilraunir sem miða að því að auka vaxtarhraða eldislax tífalt. Hjá fyrirtækinu Otter Ferry í Loch Fyne verður nýju geni bætt í 10 laxahrogn. Genið hefur þau áhrif að vaxtarhraði fisksins eykst allt að tí- falt. Það voru vísindamenn á Nýfundnalandi sem fundu genið þegar þeir voru að auka kuldaþol í eldisfiski en gen þetta eyk- ur stórlega kuldaþol fisks á norðurslóðum. Fréttir um „túrbó- lax" hafa birst í þýskum blöðum og valdið miklum óróa. Fiskur frá Pakistan óhæfur Pakistanir standa frammi fyrir því að hluta af fiskafurðum þeirra hefurverið hafnað á erlendum mörkuðum. Bandarískir kaupendur hafa sagt upp samningum vegna þess að fiskurinn þótti of lélegur. Það eru einkum frumstæðar aðstæður í fisk- iðnaði í landinu sem valda þessu og mengun og sóðaskapur koma þar mjög við sögu. Höfnin í Karachi, en þar er stórum hluta aflans landað, er sögð minna meira á skítugt sláturhús en höfn þar sem matvæli til manneldis eru meðhöndluð. (Seafood. apríl 1996) Barist gegn Grænfriðungum Alþjóðasamtök mjöl- og lýsisframleiðenda hafa harðlega mótmælt aðgerðum Grænfriðunga sem beinast gegn veiðum á sandsíli í Norðursjó. Grænfriðungar hafa reynt að trufla veiðar danskra fiskiskipa á miðunum og beitt stóra matvæla- framleiðendur þrýstingi til þess að hætta að nota lýsi úr slík- um fisktegundum í vörur sínar. Margir hafa látið undan þrýst- ingi og má nefna Unilever, Sainsbury og fleiri stóra framleið- endur og kexverksmiðjur á borð við McVities og United Bicuits. Það sem deilt er um eru veiðar á sandsíli sem Grænfrið- ungar segja að sé afar mikilvæg fæða fyrir aðrar fiskitegund- ir og sjófugla og því sé skaðlegt að veiða sandsílið og vinna í bræðslu. Til þess að vekja athygli á mikilvægi sandsílis fyrir sjófugla mættu 150 Grænfriðungar uppáklæddir eins og lund- ar fyrir utan höfuðstöðvar kexframleiðandans McVities sem lét undan þrýstingnum. Danir hafa mótmælt ásökunum um rányrkju og sagst mundu halda sandsílaveiðunum áfram allt þar til sannað væri að þær stefndu lífríki sjávar í einhverja hættu. Talsmaður mjöl- og lýsisframleiðenda hefur sagt að Græn- friðungar noti vísvitandi villandi upplýsingar um fæðuval ann- arra fiska. Hann fullyrðir að sandsíli sé aðeins 8% af fæðu þorsks og annarra fiska í Norðursjó og því engin ástæða til að hafa áhyggjur. Hann segir ennfremur að rannsóknir sýni að sandsílastofninn í Norðursjó sé í mjög góðu ásigkomulagi og ekkert bendi til ofveiði. Mjöl- og lýsisframleiðendur séu í þessu máli aðeins fómarlömb áróðursherferðar Grænfriðunga sem skorti allan vísindalegan grundvöll fyrir málflutningi sín- um. (Fishing News, júni 1996)

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.