Ægir - 01.08.1996, Qupperneq 7
Stærsti frysti-
togari heims
Helen Mary er 116,7 m á lengd og 17,7 m á breidd.
Nýlega tóku hollenskir eigendur sem gera
út frá Rostock í Þýskalandi, í nafni Oderbank
Hochseefischerei, nýtt skip sem trúlega er
einn stærsti frystitogari í heiminum og án
vafa meðal þeirra allra fullkomnustu. Togar-
inn heitir Helen Mary og er 116,7 metrar á
lengd og 17,7 metrar á breidd. Hún er knúin
áfram af tveimur MAK vélum sem hvor um
sig framleiðir 5.308 hestöfl. Þessu nýja flagg-
skipi er einkum beint til veiða á uppsjávarfiski
í flottroll sem verður frystur um borð en
frystigetan er 280 tonn á dag og lestarnar eru
þrjár, samtals 7.500 rúmmetrar. Tólf sjókæli-
tankar, samtals 1.020 rúmmetrar, eru einnig
um borð og ísvél sem getur framleitt 40 tonn
á dag.
Skipið var hannað af Vik og Sandvik í sam-
vinnu við hönnuði YVC skipsmíðastöðvar-
innar í Isjeel í Hollandi sem var aðeins 15
mánuði að smíða skipið, sem er ótrúiega
skammur tími fyrir skip af þessari stærð.
Mjög fullkomið tölvukerfi er um borð í
skipinu sem fylgist með og skráir allt vinnslu-
ferli. Bæði eigendur í landi og væntanlegir
kaupendur geta fylgst með umræddri tölvu og
fengið þannig aðgang að upplýsingum um
ástand aflans.
Skipið fer fyrst til veiða í þýskri landhelgi
og veiðir síld úr kvóta Þýskalands en síðan er
ætlunin að stefna því í Smuguna í Barentshafi
í haust en í janúar á skipið að fara á makríl-
veiðar úti fyrir ströndum Máritaníu í Afríku.
Þar veiðist makríll í miklum mæli en uppsjáv-
arfiskar eins og síld, makríll og hrossamakríll
eru þær tegundir sem einkum er horft til.
Þessi risatogari verður því að fiska við hlið
íslenskra togara í Smugunni í haust og gæti
sennilega sést í Síldarsmugunni að vori.
FISKUR MÁIUADARIIIIS
Fiskur mánaðarins er túnfiskur (Thunnus thynnus) sem ekki er ehn í hópi
nytjafiska á íslandsmiðum. Breyting getur orðið þar á en nú eru tveir jap-
anskir túnfiskbátar á veiðum innan íslenskrar lögsögu með íslenska eftirlits-
menn um borö.
Túnfiskurinn er stórvaxinn fiskur og straumlínulaga, hæstur um miðj-
una og er hæðin fjórðungur lengdarinnar. Haus-
inn er stór og keilulaga. Bakuggar eru
tveir og stutt á milli þeirra en aft-
an við bak- og raufarugga er röð
smárra ugga aftur að sporði og
geta þeir lagst niður í rauf. Stirtl-
an er sterkleg og kjölur á hliðum hennar.
Þetta gerir það að verkum að túnfiskurinn getur
synt afar hratt.
Helstu heimkynni túnfisksins eru Miðjarðarhaf, Svartahaf og Atlantshaf
frá Kanaríeyjum og Azóreyjum norður undir írland. Þar fyrir norðan verð-
ur hans oft vart en hefur fram til þess lítt veriö veiddur á þeim slóðum.
Túnfiskurinn er víða mjög eftirsótt vara og þykir mjög góður matfiskur.
Hann er uppsjávar- og miðsævisfiskur og étur einkum alls konar aðra fiska
og þvælist víða í fæðuleit og gengur oft í torfum.
Túnfiskurinn verður kynþroska 3-4 ára þegar hann vegur um 15 kíló en
stærstu túnfiskar eru rúmir þrír metrar á lengd og geta vegið 560 kíló.
Heimild: lslenskir fiskar, eftir Gunnar Jónsson.
MORENOT FÆR ISO-VOTTUN
Verksmiðja MoreNot í Noregi varð nýlega fyrstur nótaframleiðenda í
Evrópu til þess að fá vottun samkvæmt gæðastaðli ISO. MoreNot er
þrautreynt og gamalgróið fyrirtæki sem hefur verið þekkt á íslenskum
markaði s.l. 15 ár. Umboðsaðili fyrir MoreNot A/S á Islandi er Netanaust
í Súðarvogi 7 og er Jón Eggertsson framkvæmdastjóri að vonum
ánægður með sína
menn en ISO vottun
tryggir hámarks gæði
og stöðugleika í fram-
leiðslu.
Jonas Hildre forstjóri
MóreNot A/S í Noregi
tekur við skjaii til
staðfestingar því að
verksmiðja hatis hefur
fengið ISO vottun
fyrst nótaverksmiðja í
Evrópu.
ÆGIR 7