Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Síða 10

Ægir - 01.08.1996, Síða 10
lflÐ NÁNARI ATHUGUN Stefnir í úreldingu meira en 200 smábáta Samkvæmt nýjustu tölum frá Þróunarsjóði sjávarútvegsins hafa verið veitt loforð um úreldingarstykri til eigenda 134 krókabáta fyrir alls rúmiega 407 milljónir króna. Auk þessara þegar veittu loforða bíða að minnsta kosti 58 umsóknir um úreldingu krókabáta á borði Þróunarsjóðs og bætist jafnt og þétt í hauginn. Ekki liggur fyrir mat á hugsanlegri styrkupphæð til þeirra sem bíða, en sú regla sem sjóðurinn vinnur eft- ir er að krókabátar á sóknarmarki fá greidd 80% af tryggingarandvirði bátsins en krókabátar á aflamarki fá 60% af tryggingarandvirði. Afskráning bátanna er ekki sett sem skilyrði fyrir úreldingarstyrk og í örfáum tilvik- um verða þeir teknir af skrá en langflestir þeirra sem fengið hafa loforð hyggjast halda bátum sínum áfram á skrá. Frá og með 1. september sl. breyttist innheimta gjalds til Þró- unarsjóðsins og er það nú inn- heimt samkvæmt úthlutuðu afla- magni. Fiskistofa sér um inn- heimtu gjaldsins en heimtir einnig gjald vegna veiðieftirlits, gjald vegna fasteigna í fisk- vinnslu og gjald vegna útgáfu veiðileyfa, samtals 765 milljónir. Meðalstór ísfisktogari greiðir um 2,2 milijónir meðan frystitog- ari af meðalstærð leggur 2,5 milljónir í púkkið. Meðalbáturinn án sérveiðiheimilda greiðir 287 þúsund en loðnubáturaðjafnaði 2,4 milljónir. Meðalsmár smá- bátur með aflamark greiðir tæp- ar 28 þúsund krónur. Telja má víst að fjórar stærstu útgerðir landsins greiði 19 millj- ónir í Þróunarsjóð og meðaltal 10 stærstu útgerðanna sé um 14,5 milljónir. Nokkuð skiptar skoðanir eru um þetta allt saman. Krókakarlar telja sig bera skarðan hlut frá borði og finnst þeir greiða of hátt hlutfall af aflaverðmæti til Fiskistofu í þessi og önnur gjöld. Stærri útgerðarmenn eru hins vegar fokreiðir vegna þess sem þeir álíta sukk, óstjórn og svínarí í uppbyggingu smábátaflotans og telja að sé verið að láta þá greiða niður fyrir mistök í atvinnugreininni. Það var fyrst á þessu ári sem Alþingi samþykkti að krókabátar skuli hafa þann að- gang að styrkjum úr Þróunarsjóði sem raun ber vitni. DVélbáturinn Hamrasvanur SH frá Stykkishólmi er seld- ur til Hollands þar sem hann verö- ur gerður út á skelveiðar. Hamra- svanur var smíðaður í Noregi 1964. BFyrirtækið Norðurnet á Sauðárkróki þróar í sam- vinnu við Hampiðjuna íslenska út- gáfu af smáfiskaskilju en slík hjálp- artæki til togveiða hafa mjög rutt sér til rúms í norðurhöfum að und- anförnu og hafa Norðmenn farið þar fremst í flokki. Norskt fyrirtæki, Sortex, hefur einkaleyfi á smáfiska- skilju en bæði í Kanada og Færeyj- um hafa komið á markað heimatii- búnar skiljur sem hunsa einkaleyfi Norðmannanna. íslenska skiljan var prófuð um borð í Árna Friðriks- syni og reyndist vel. □ Tilraunaveiðar Jóns Sigurðs- sonar GK frá Grindavík á laxsíld á Reykjaneshrygg mistókust. Veiði var lítil eða engin í leið- angrinum þrátt fyrir smáriðið troll og sæmilegar lóðningar. Skipstjóri var Jens Albertsson. Sjófrost ehf., sem keypti í vor togarann Hafnfirðing af norskum útgerðarmanni í Kanada, reynir að fá kaupunum rift eftir að ýmsir gallar komu í ljós á skipinu. DBjarni Sæmundsson kemur úr leiðangri um hafsvæðið við Vestur-Grænland og langt suð- ur fyrir Hvarf. Hitastig sjávar á þessum slóðum reyndist vera með allra mesta móti og munaði einni gráðu á 150-200 metra dýpi á stóru svæði. Frystitogarinn Snorri Sturlu- son RE, sem er í eigu Granda hf., kemur til landsins eftir gagnger- ar endurbætur í Vigo á Spáni. Breyt- ingarnar kostuðu 340 milljónir og munar mestu um 6 metra lengingu og nýja aðalvél sem eykur togkraft skipsins um 50%. Snorri var smíð- aður í Vigo árið 1973 og var einn þriggja togara sem jafnan hafa verið kallaðir Spánartogarar. 1 0 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.