Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 11
JÚLÍ
FISKUR 21. ALDARINNAR
EEyborg EA frá Hrísey kemur
heim frá Noregi eftir að hafa
verið endurbætt talsvert. Mestu
munar um að skipið var lengt
meira en dæmi eru áður um ís-
lenskt fiskiskip eða um 19 metra.
Eftir lengingu verður sett vinnslu-
lína í skipið og það sent til út-
hafsveiða.
íslensk vöruþróun hf. gerir
tilraunir með hvalafælu sem ætti
að geta nýst loðnuskipum sem oft
eiga í miklum vanda vegna hnúfu-
baka sem sækja í nótina og rífa
hana stundum illa. Tækið sendir
frá sér hátíðnihljóð sem hvalir fæl-
ast. Það er kanadísk uppfinning.
ŒFlest bendir til þess aö aflinn
á yfirstandandi fiskveiðiári
verði einn sá mesti frá upphafi en
aflinn er þegar orðinn 1,6 milljón
tonn í lok júní.
Tölur um rekstur Síldar-
vinnslunnar á Norðfirði
fyrstu sex mánuði ársins sýna rúm-
lega 250 milljón króna hagnað af
rekstri fyrirtækisins.
SKúfiskbáturinn Æsa frá Flat-
eyri ferst á Arnarfirði, rétt
undan landsteinum í blíðskapar-
veðri. Fjórir komast af en tveir far-
ast. Orsakir slyssins eru ókunnar og
flestum ráðgáta.
íslensk skip láta reka í Smug-
unni í Barentshafi þar sem
afli hefur algerlega brugðist. Meðal-
afli hefur verið mældur í tugum
kílóa eftir eðlilegan togtíma og talið
er að fljótlega verði skipum beint
heim á leið.
Tveir japanskir túnfiskbát-
ar láta úr höfn í Reykjavík
og hafa leyfi til þess að reyna tún-
fiskveiðar innan íslensku land-
helginnar. Hafrannsóknastofnun-
in má senda tvo íslendinga með í
leiðangurinn og það eru þeir
Hörður Andrésson fiskifræðingur
og Hafsteinn Aðalsteinsson línu-
skipstjóri sem fara með þeim
japönsku.
Tilapia niloticus eða beitarfiskur hefur verið nefndur fiskur 21. aldarinnar af þeim
sem fylgjast með fiskneyslu og sérstaklega eldisfiski í heiminum. Beitarfiskur er fljót-
vaxta ferskvatnsfiskur, gífurlega harðgerður
og er nær laus við sjúkdóma. Af
þessu leiðir að hann er afar vel
fallinn til eldis og er enginn
fiskur í heiminum ræktað-
ur eins víða. Náttúrleg
heimkynni beitarfisks eru
fyrir botni Miðjarðarhafs og í
norðanverðri Afríku en hann er
nú alinn í fjórum heimsálfum, Afríku,
Asíu, Evrópu og Norður- og Suður Ameríku,
alls í 75 löndum. Alls staðar þar sem vatnshiti er nægilegur til að
beitarfiskurinn haldi lífi þar þrífst hann.
Árið 1984 var heimsframleiðsla á beitarfiski um 240 þúsund tonn en 1994 nam
framleiðslan tæplega 590 þúsund tonnum.
Mest er ræktað í Asíu og þar af mest í Kína, eða 157 þúsund tonn. Fiskurinn étur
bókstaflega allt sem að kjafti kemur hvort sem það er gras, bananahýði eða beinamjöl
úr dýrum og það tekur hann aðeins 10 mánuði að ná tæplega kílóþyngd við góðar að-
stæður.
Þessi fiskur hefur áður komið við sögu þar sem hungur var mettað því sérfræðing-
ar fullyrða að þegar Jesús mettaði fimmþúsund manns hafi það einmitt verið beitar-
fiskur sem var á boðstólum.
(Seafood. júni 1996)
ORÐ í HITA LEIKSINS
„Við vorum orðnir kjötlitlir um daginn en náðum einni rollu í eigu Ólafs hafnarstjóra
og höfum verið að næra okkur á henni." Þórarinn Sigurðsson lundaveiðimaður
týsir úteyjalífi fyrir Fréttum í Vestmannaeyjum.
„Því miður minnir þessi leiguaðferð svolítið á tilberana í þjóðsögunum sem harðvít-
ugar konur ólu innanklæða og sendu svo í hjarðir nágrannanna. Þegar heim kom
spýttu tilberarnir út úr sér tilberasméri." Guðni Ágústsson alþingismaður segir
álit sitt á kvótaleigu í Tímanum.
„Stjómkerfi fiskveiða hefur nú unnið sér þann sess að óþarft er að vera bæði með
belti og axlabönd þegar litið er til endurnýjunar flotans. “ Sveinn Hjörtur Hjartar-
son, hagfræðingur LIÚ, mælirgegn núgildandi endurnýjunarreglum fiskiskipa íFiski-
fréttum.
„Þetta eru náttúrlega vel menntaðir menn í fræðunum enda skilst mér að þeir hafi
að baki allt að hálfs dags langskólanám í fiskifræði frá Hafró."Snorri Snorrason,
skipstjóri og útgerðarmaður á Dalvík, lýsir starfsmenntun eftirlitsmanna í íslenskum
skipum á Flæmingjagrunni.
ÆGIR 1 1