Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 15
ekki lygi. Reyndin er sú að menn gera
sínar áætlanir og áform. Fiskveiðistjórn-
unarkerfið setur mönnum ákveðin mörk
og síðan er verkefniö fólgið í því að laga
útgerðarmynstrið að þeim mörkum.
í þessari atvinnugrein hefur auðvitað
orðið gífurleg breyting, bæði í hugsun-
arhætti og vinnubrögðum, og almennt
tel ég að stærri sjávarútvegsfyrirtæki
stundi áætlanagerð af þessu tagi."
Er kvótakerfið mikilvæg forsenda þess
að það sé hægt?
„Ekki myndi ég telja þaö. Miklu frek-
ar hefur hugsun manna breyst frá því að
horfa til magns en nú horfa menn til
verðmæta í staðinn. Nú eru engir afla-
kóngar heldur verðmætakóngar. Kerfið
hefur kannski ýtt undir þessa hugsun
því það verkefni að nýta kvótann sem
best kallar á nýja hugsun."
Botnfiskvinnsla Granda rekin með
hagnaði
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, hefur ítrek-
að sagt að undanförnu að botnfisk-
vinnslan sé rekin með miklum halla.
Hvernig er þessi staða hjá Granda og
hvert er vægi botnfiskvinnslunnar í
rekstri fyrirtækisins?
„Grandi hefur farið í gegnum miklar
breytingar á ferli fyrirtækisins og mest á
síðastliðnum fjórum árum með tilliti til
breytinga á samsetningu eigna og var
hlutur sjófrystingar aukinn. í dag rekum
við fjögur frystiskip og fjóra ísfisktogara.
Þetta var gert af ásetningi vegna tak-
markana á aflaheimildum.
Þáttur vinnslunnar í hagnaði hefur
þess vegna breyst nokkuð á undanförn-
um ámm. Afkoma landvinnslunnar hef-
ur verið rýr og fyrirtækin hafa reynt að
bregðast við með því að færa sig yfir í
sjófrystingu. Hins vegar er þetta afar
misjafnt milli fyrirtækja. Hin hefð-
bundna vinnsla í þorski hefur ekki notið
sömu verðbreytinga og karfi á undan-
förnum árum. Karfi sem fisktegund hef-
ur styrkt sig í afurðasölu meðan þorskur
hefur staðið í stað.
Þetta fyrirtæki hefur búiö við það að
við úthlutun á kvóta 1984 var þeim fyr-
irtækjum sem síðar stóðu að Granda út-
hlutað miklu af karfa. Þau höfðu enda
verið hvött til veiða á karfa með sér-
stakri uppbót til þess að beina veiðinni
úr þorski. Á sínum tíma voru þessi fyrir-
tæki ákaflega óánægð með þetta og fóru
þess á leit við yfirvöld að þetta yrði jafn-
að yfir flotann. Það þótti þorskmönnum
ekki mikið í varið. Svona gerast hlutirn-
ir og þó þorskurinn sé erfiðari í vinnslu
núna þá er allt breytingum háð.
Þetta fyrirtæki hér fór á sínum tíma
út í mikla sérhæfingu undir kjörorðinu:
sérhæfing og sjálfvirkni. í því fólst aö í
fiskvinnslunni voru aðeins unnar þrjár
fisktegundir: karfi, ufsi og þorskur. Aðrar
tegundir voru seldar á mörkuðum. Við
vorum reyndar í nokkrum vandræðum
með þetta fyrirkomulag frá 1986 til
1987, en þá tókum við þátt í að stofna
Faxamarkað og síðan hefur þetta geng-
ið vandræðalaust. Þetta fyrirkomulag
hefur leitt til meiri sjálfvirkni og hag-
kvæmni og til þess er leikurinn gerður."
Botnfiskvinnsla Granda er þá rekin
með hagnaði?
„Já, hún er það. Ekki miklum að vísu
en hagnaði samt."
Þannig má segja að Grandi sé ekki
hluti af því sem stundum er kallaður
„grátkórinn" og er þá vísað til barlóms
fiskverkenda sem oft hafa verið í því
hlutverki að bera sig illa?
„Þetta er allt meðaltalstölur," segir
Brynjólfur og vill ekki taka undir neitt
grátkórstal.
„Sumir eru undir, aðrir ekki. Við
leggjum okkar af mörkum til að halda
meðaltalinu uppi."
Ætluðum ekki að loka
í sumar urðu nokkur blaðaskrif þegar
Grandi ákvað skyndilega að loka frysti-
húsinu á Norðurgaröi og senda allt
starfsfólkið í sumarfrí á sama tíma. Er
þetta stefna fyrirtækisins og er ástæða til
þess að endurskoða einhver ákvæði
samninga af þessu tilefni?
„Ég tel að samningar við landvinnsl-
una hvað þetta varðar séu í góöu lagi og
ekkert sérstakt athugavert við þá. Við
höfum lokað hér tvisvar sinnum á ellefu
undanförnum árum og í bæði skiptin
gekk það átakalaust fyrir sig, enda til-
kynnt með margra mánaða fyrirvara
bæði til starfsfólksins og þess stéttarfé-
„Að mínu mati hefur tekist
vel til með aflaregluna sem
nú hefur verið sett á
þorskinn og hefur lengi
verið beitt á síld og loðnu.
Þar eru langtímamarkmiðin
sett og verða ekki bitbein
hvers árs fyrir sig."
laga samkvæmt ákvæðum kjarasamn-
inga.
Við ætluðum alls ekki að loka í sumar
heldur vinna allt sumarið. Þegar hins
vegar voru gerðir samningar um veiöi á
úthafskarfa á Reykjaneshrygg voru veið-
arnar gefnar frjálsar upp að tilskildu há-
marki. Fyrir vikið var ekki hægt að sjá
lok veiðanna fyrir og þeim var lokið
seint í júní og í sömu vikunni héldum
við fund með starfsfólkinu og kynntum
því stöðu mála en við höfðum reiknað
með að stunda veiðarnar á Reykjanes-
hrygg fram í júlímánuð og veiða okkar
eigin karfakvóta eftir það.
Það er hins vegar ekki stefna okkar að
loka yfir sumarið og ég vona að til þess
þurfi ekki að koma aftur. Þetta skapaði
ákveðinn óróa en það var eðlilega og
löglega staðið að öllum hlutum."
Engar kauphækkanir í ár
Nú er mikið rætt um aö þessi góða af-
koma hljóti að skila sér í hærri launum í
næstu kjarasamningum og farin að sjást
hefðbundin merki þess á ýmsum stöð-
um í samfélaginu að menn séu farnir að
hugsa um samninga. Hefur verið gert
ráð fyrir kauphækkunum í áætlunum
fyrirtækisins?
„Á yfirstandandi ári verða engar
kauphækkanir samkvæmt kjarasamn-
ingum og við höfum ekki gert áætlanir
okkar fyrir næsta ár ennþá."
Eru aö þínu mati forsendur fyrir kaup-
hækkunum við núverandi aðstæður?
„Ég tel að það sé eðlilegt ef atvinnu-
ÆGIR 1 5