Ægir - 01.08.1996, Síða 17
„Nei. Við höfum verið uppteknir við
að veiða þann kvóta sem okkur er út-
hlutað og lagað okkar rekstur að því.
Mér vitanlega hafa menn ekki verið að
stunda þetta en aðrir verða að svara fyr-
ir sig. Við höfum leigt til okkar kvóta en
ekki frá okkur.
Mín skoðun er sú að þab sé hlutfalls-
lega mjög lítið um kvótaleigu meb því
formi sem þú lýstir, án þess að ég þekki
það til hlítar.
Hitt er svo annað mál að samstarf
milli stórra fyrirtækja getur orðið um að
skipta á kvóta mifli þeirra í þeim tilgangi
að ná fram aukinni hagkvæmni í veið-
um og vinnslu. Slíkt samstarf mun verða
meira áberandi á næstu árum en hingaö
til, sem er mjög eftirsóknarvert."
Segja má ab kjarasamningar sjó-
rnanna hafi í tveimur síðustu samning-
um snúist mikið um kvótamál, framsal
og þátttöku sjómanna í kvótakaupum
sem bendir óneitanlega til víðtækrar óá-
nægju. Bendir það ekki til þess að mikið
vanti á ab eining sé um kvótakerfið?
„Það hafa verið gerbar ráöstafanir til
þess að koma í veg fyrir ab sjómenn séu
látnir taka þátt i kvótakaupum, sem ég
held að allir geti verið sammála um að
sé ekki heiðvirt athæfi. Þab er hins vegar
skilyrði fyrir því að fiskveiöistjórnunin
virki að framsal sé frjáist og ég vona að
menn missi aldrei sjónar á því.
Ágreiningur og óánægja er vissulega
til staðar en ég er ekki viss um að hún sé
í neinu hlutfalli við umfang þessa at-
hæfis. Oft þarf fá dæmi til þess að stuðla
ab stórri deilu en þetta er verkefni fyrir
aðila að fást við."
Á móti veiðileyfagjaldi
Oft er rætt um eignarhald á kvóta og
vísað til þeirra greinar laga um fiskveiði-
stjórnun sem segir að fiskimiðin séu
sameign þjóðarinnar og hins vegar til
dóma um erfðarétt til kvóta sem ósam-
rýmanlegra sjónarmiða. Hugmyndin
um veiðileyfagjald er oft rædd í þessu
sambandi. Ert þú hlynntur veibi-
leyfagjaldi?
„Nei, ég er ekki fylgismaður veiði-
leyfagjaids. Þegar beita þurfti takmörk-
un á sókn í auðlind sem þessa þá var út-
hlutun eftir aflareynslu auðvitað eina
Úr bókaútgáfu í bæjarútgerð
Brynjólfur Bjarnason fæddist 18.
júlí 1946 í Reykjavík og varð stúd-
ent frá VÍ1967 og cand. oecom frá
HÍ 1971 en nam síðan rekstrarhag-
fræði við háskólann í Minnesota og
lauk MBA-prófi þaðan 1973.
Brynjólfur starfaði hjá VSÍ til 1976
þegar hann gerðist forstjóri Al-
menna bókafélagsins og gaf út
bækur til ársins 1983 þegar hann
færði sig um set í stól forstjóra
Bæjarútgerðar Reykjavíkur. BÚR
varð hluti af Granda hf. við stofnun
hans 1985 og þar hefur Brynjólfur
setið við stjórnvöl síðan. Brynjólfur
situr í stjórnum margra félaga og
fyrirtækja í atvinnulífinu og má
nefna þar á meðal félög eins og LÍÚ
og Samtök fiskvinnslustöðva.
færa leiðin eins og gert var hér. Þab var
eðlilegast að þeir sem hefðu stundað sjó-
inn og byggt upp atvinnurekstur til þess
fengju hlutdeild í samræmi við umsvif.
Allar ákvarðanir um fjárfestingar og
aöferðir í þessari atvinnugrein fara fram
miðað við að ekki sé veiðileyfagjald og
það er því ekki hægt ab setja á svona
gjald að mínu mati. Það væri röng ab-
ferð og með því væri komið aftan að
mönnum.
Það sem ég hef leyft mér ab segja er
að vegna þess að lögin eru með þeim
hætti, sem þú vísaðir til, þá yrbi farin sú
leið að þegar hagnaður fyrirtækja í sjáv-
arútvegi er orðinn óþolandi mikill eða
hvernig sem á nú ab orða það, þá greiði
þau fyrirtæki tekjuskatt aukalega til þess
að uppfylla ákvæði fyrstu greinar lag-
anna um fiskveiðistjórnun.
Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður
Granda, hefur nefnt þá aðferð að gera
samning um afnot af aflaheimildum til
langs tíma, t.d. tólf ára og þá komi gjald
fyrir. Sú festa sem slíku fylgdi myndi
gera fyrirtækjum kleift að vinna meb
þessu. Þetta er í rauninni spurning um
aðferðafræði. Það væri algerlega óásætt-
anlegt að setja á eitthvert gjald árlega.
Annað atriði sem hollt er að muna er
að standi hugur manna til gjaldtöku af
þessari sameign þjóðarinnar þá hlýtur
hið sama ab gilda um aðrar auðlindir,
s.s. vatnsorku, hitaorku, hálendið
o.sv.frv."
Ágúst Einarsson, varaformabur
Granda og einn stærstu hluthafa hefur
lýst yfir stuðningi við veiðileyfagjald. Er
klofningur í forystusveit Granda um
þetta mál?
„Nei, ætli það sé ekki eðlilegt jafn-
vægi eins og úti í þjóðfélaginu. Hér eru
skiptar skobanir eins og annars staðar."
Munum alltaf leita að nýjum tæki-
færum
Nú er smátt og smátt verið að loka
úthafinu. Búib er að semja um veiðar á
Reykjaneshrygg og þó Smugan sé opin
enn er sýnt ab samiö verði um veiðar
þar á næstu árum. Hvað finnst þér
sanngjarnt að íslendingar fái mikinn
kvóta í Smugunni og hvert eigum við
að snúa okkur í úthafinu þegar verður
lokað þar?
„Mér finnst 30-40 þúsund tonn kvóti
í Smugunni sanngjarn, en vib skulum
sjá hvernig árið í ár fer. Mér finnst ekki
liggja á borðinu hvert skuli leita eftir
meiri veiði. Við íslendingar vorum lengi
uppteknir af veiðum innan iandhelg-
innar. Takmörkun á þeim veiðum sam-
fara auknu frelsi í viðskiptum leiddi til
úthafsveiða og fjárfestinga í erlendum
fyrirtækjum.
Þó við sitjum hér nú og sjáum ekki
ný tækifæri blasa við þá stendur leitin
alltaf yfir og sú leit beinist að fjölmörg-
ÆGIR 17