Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1996, Page 23

Ægir - 01.08.1996, Page 23
Funihmtadur itrekaliymu. Lífshœttir: Miðsævis- og djúpfiskur sem lítið er vitað um. Hængar lifa ekki sníkjulífi á hrygnunum. Ætt: Hyrnuætt, ONEIRODIDAE Langhyrna, Dolopichthys longicomis Parr, 1927 Stœrð: 20 cm. Lýsing: Mjög hausstór fiskur og smá- vaxinn. Þekkist frá öðrum fiskum sömu ættar sem finnast hér við land á því að hausbrúnin frá trjónu aftur á hnakka er löng og skáhallandi en ekki bogadregin. Gaddar á haus eru mjög áberandi. Á FúTutarstaður hmghyrnu. „veiðistöng" er segllaga ljósfæri. Marg- ar smáar og nálhvassar tennur eru á neðra skolti. í fiskum stærri en 6 cm eru þær 130 eða fleiri en í 2,6-6 cm löngum fiskum eru þær 115 eða fleiri. Á plóg- beini eru 4-10 tennur. Litur er svartur. Heimkynni: Langhyrna finnst í öllum heimshöfum. í N-Atlantshafi hefur hún m.a. fundist undan NV-Spáni, á Fyllu- banka við A-Grænland og hér á íslands- miðum, en í júlí 1995 veiddi togarinn Vigri RE eina 12,6 cm langa á 1061-1190 metra dýpi á grálúðuslóð vestan Víkuráls (65°38’N, 28°00'V). Lífshœttir: Miðsævis- og djúpfiskur. Hængar lifa ekki sníkjulífi á hrygnunni. Ætt: Trjónunefjaætt, GIGANTACTINIDAE Stangarnefur, Gigantactis ios Bertelsen o.fl., 1981 Stœrð: 41 cm án stangar. Lýsing: Langvaxinn og þunnvaxinn fiskur með allstóran haus og mjög langa trjónu fram úr hon- um. Á enda þessarar trjónu er ljósfæri sérstakt að lögun (mynd). Engir þræðir eru á stilk trjón- unnar. Stangarnefur líkist trjónunef mjög í útliti en trjóna stangarnefs er ‘~l miklu lengri og ljósfæri á enda mjög frábrugðið. Endi trjónu með ljósfæri er kylfulaga og prýdd þéttstæðri röð stuttra þráða eða anga. Tennur á skoltum eru stuttar en hvassar. Á efraskoltsbeini eru 16 tennur en 32 á neðri skolti. Litur er dökkur. Geislar B: 5; R: 5; E: 18. Heimkynni: Þessi tegund hefur fund- ist í NA-Atlantshafi á 1005-1250 metra dýpi rétt suðvestan Madeira þar sem hún fannst fyrst. Var sá fiskur 57 mm langur mældur að sporði. Tveir fiskar veiddust í október 1983 á 1200 og 1360 m dýpi undan strönd V-Afríku og voru [reir 50,8 og 37,9 mm langir mældir að sporði. í júlí 1995 veiddi togarinn Vigri RE einn fisk þessarar tegundar í botn- vörpu á 1006-1190 m dýpi á grá- lúöuslóð vestan Víkuráls (65°24'N, 28°54'V). Fiskurinn var 41 cm langur. Lífshœttir: Ekkert er vitað um lífs- hætti þessar tegundar. □ Helstu heimildir Bertelsen, E. 1951. The ceratioid fishes. On- togeny, taxonomy, distribution and history. Dana Report 39, 1-276. Bertelsen, E.. T.W. Pietsch & R.J. Lavenberg. 1981. Ceratioid anglerfishes of the family Gig- antactinidae: morphology, systematics, and distribution. Nat. Hist. Mus. of Los Angeles County, Contribution in Science 32, 1-74. Bertelsen, E.. G. Krefft. 1988. The ceratioid family Himantolophidae (Pisces, Lophiiformes). Steenstrupia 14(2), 9-89. Gunnar Jónsson. 1994. Nokkrar nýjar fiskteg- undirá íslandsmiðum. Ægir 87(7-8), 20-24. Gunnar Jónsson. 1995. Nýjar fisktegundir á Is- landsmiðum. Ægir 88(10), 37-41. Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson. 1996. Sjaldséðir fiskar árið 1995. Ægir 89(3), 32-38. Nielsen, J.G. and J.M. Jensen. 1967. Revision of the arctic cod genus Arctogadus (Pisces, Gadidae). Medd. Gronland 184(2), 1-28. Paxton, J.R. 1989. Synopsis of the Whalefishes (Family Cetomimidae) with descriptions of four new genera. Records of the Australian Muse- um 41, 135-206. Regan, C.T. & E. Trewavas. 1932. Deep-sea angler-fishes (Ceratioidea). Dana Rep. 2, 1-113. Swinney, G.N. 1995. Ceratioid anglerfish of the families Gigantactinidae and Linophrynidae (Lophiiformes, Ceratioidea) collected off Madeira including two species new to the north-eastern Atlantic. Journal of Fish. Biol. 47(1), 39-49. Whitehead, P.J., P.M.-L. Bauchot, J.-C. Hureau, J. Nielsen, E. Tortonese eds. 1984-1986. Fis- hes of the Nort-eastern Atlantic and the Mediterranean, 3 vols. Paris: UNESCO. ÆGIR 23

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.