Ægir - 01.08.1996, Page 24
Feigðarför Röðuls GK í
janúar1963
Mengunarslys í íslenskum togara
I janúar 1963 varð mengunarslys um borð í togararanum Röðli GK frá
Hafnarfirði þegar metylklóríð sem notað var sem kælimiðill á kælikerfi
skipsins lak út ■ andrúmsloftið og komst í vistarverur skipverja frammi
í skipinu. Flestir sem þar bjuggu veiktust, sumir mjög alvarlega, aðrir
minna og einn lét lífið.
Svo vir&ist sem vanþekking manna á
áhrifum mengunar af þessu tagi í bland
við kæruleysi hafi átt sinn þátt í því
hvernig fór. Eftirköst mengunarinnar
urðu í mörgum tilvikum mjög slæm á þá
sem veiktust mest og læknar telja að hún
hafi leitt til ótímabærs dauðdaga nokk-
urra úr áhöfninni og varanlegrar örorku í
öðrum tilvikum.
Þeir sem veiktust voru flestir ungir
menn í blóma lífsins og sá sem lést var
aöeins tvítugur. Alls voru 29 menn í
áhöfn Röðuls og samkvæmt bestu fáan-
legum heimildum veiktust 15 þeirra. Einn
lést strax en 10 úr hópnum sem eftir lifði
eru nú látnir og er meðaldánaraldur
þeirra aðeins 38,7 ár. Fjórir þeirra sem
veiktust eru enn lifandi, þar af tveir sem
veiktust töluvert, en hinir tveir veiktust
mjög lítið. 14 menn í áhöfninni veiktust
ekki og úr þeim hópi eru 7 látnir í dag og
meðaldánaraldur þeirra 66,8 ár.
Hvað gerðist?
Togarinn Röðull GK taldist í hópi ný-
sköpunartogara. Hann var smíðaður í
Bretlandi árið 1948, 680 brúttólestir með
1.000 hestafla gufuvél. Hann var gerður
út af fyrirtækinu Venusi í Hafnarfirði allt
til ársins 1974, en þá er hann tekinn af
skrá og talinn ónýtur.
Röðull hélt til veiða 15. janúar 1963 og
átti förin að veröa hefðbundin veiöiferð
en 17. janúar varð vart við mikil veikindi
meðal skipverja sem bjuggu frammi í lúk-
ar. Fyrstu viðbrögð yfirmanna voru þau
að álíta að um matareitrun gæti verið að
ræða, en einnig lék grunur á að neysla eit-
urlyfja eða vímuefna ylli veikindum
mannanna þar sem viss einkenni bentu
til þess.
Hinir veiku þjáðust af magakvölum,
uppköstum og höfuðverk, en einnig voru
þeir sljóir, augnaráð starandi og minnis-
leysi og rugl var áberandi í fari þeirra.
Sóttin elnaði jafnt og þétt og að kvöldi
18. janúar lést Snæbjöm Aðils, ungur há-
seti, og þá var skipinu siglt inn til Vest-
mannaeyja þar sem haft var samband við
lækni og tveir þeirra verst höldnu voru
fluttir á sjúkrahús. Því næst var siglt til
Reykjavíkur og það var ekki fyrr en við
komuna þangað sem fyrst varð ljóst að
hér var um að ræða eitrun frá kælikerfi
skipsins sem lak methylklóríðinu sem var
notað sem kælimiðill.
Methylklóríð var viðurkenndur kæli-
miðill þegar skipið var smíðað og var not-
að um borð í fjölda nýsköpunartogara við
ísland en vék smátt og smátt fyrir freoni
sem mddi sér til rúms á sjötta áratugnum
og árið 1963 var Röðull eitt fárra skipa
sem enn voru með óbreytt kælikerfi.
íbúðir hásetanna dauðagildra
Kælivélin var staðsett við hlið netalest-
ar sem var beint undir vistarverum skip-
verja í framskipinu og þegar kerfið fór að
leka áttu gufurnar greiða leið í netalestina
og þaðan í íbúðirnar. Utblástur var í vélar-
rúminu til þess að blása lofti út en öryggi
var ónýtt og því var útsogiö ekki virkt.
Loftræsting úr klefum áhafnar var höfð
lokuö vegna kulda sem leitaði þar inn svo
gufurnar þéttust í íbúðunum og ástandið
versnaði stöðugt eftir því sem menn lágu
lengur í kojum sínum.
Þegar kælikerfið fór að leka voru fyrstu
viðbrögð vélstjóra sem sáu um kerfið að
bæta á það methylklóríði. Því vom þeir
vanir enda var það sannfæring þeirra og
allra annarra um borð að hættulaust væri
með öllu að anda að sér gufum af methyl-
klóríði. Mál manna var að ekkert gerði til
þótt kerfið læki.
Fyrsti grunur um að um eitrun gæti
verið að ræða kviknaði í huga fyrsta stýri-
manns þegar hann fór fram í lúkar á leið-
inni frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur
til að stumra yfir einum hinna veiku. Þá
fannst honum hann finna fyrir ýmsum
einkennum sem rénuðu þegar hann lét
opna loftræstitúöur í klefanum. Stýrimað-
ur hafði orð á þessu við skipstjóra sem
kallaði vélstjóra á sinn fund en hann af-
tók með öllu að um eitrun gæti verið að
ræða. Þó loftræstitúður væru opnaðar í
íbúðum batnaði andrúmsloftið lítið þar
sem suðaustankaldi blés á eftir skipinu og
sneru því túðurnar upp í vindinn.
Málað yfir viðvörunarmerki og leið-
arvísir ekki þekktur
Við sjópróf sem haldin voru í Hafnar-
firði kom fram að af hálfu framleiðanda
skipsins var varað mjög við innöndun
efnisins og hvatt til varkámi í umgengni
við það. Viðvörunarmerki höfðu verið við
kælivélina og í leiðbeiningabæklingi sem
var um borð voru ítarlegar upplýsingar
um hættuna sem stafað gæti af methyl-
klóríði og leiðbeiningar um meðferð þess.
Það kom einnig fram í sjóprófunum að
vélstjórar höfðu áður en þetta gerðist orð-
ið varir við eitrunareinkenni þegar þeir
þurftu að meðhöndla methylklóríð og
24 ÆGIR