Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1996, Qupperneq 26

Ægir - 01.08.1996, Qupperneq 26
lentu í slysinu á Röðli og heilsufar þeirra rannsakað. Þá náðist til 10 af þeim 11 sem enn lifðu af hópnum, en meöalaldur þeirra var þá rúm 38 ár. Þá voru þeir allir í vinnu, þar af átta enn til sjós. Allir kvört- uðu þeir þá enn undan úthaldsleysi, höf- uðverkjum, minna áfengisþoli, getuleysi og þunglyndi, svo nokkur einkenni séu nefnd. Af þessum 10 voru sex taldir sýna skýr einkenni um taugaskemmdir sem rekja mætti til mengunarinnar. í lokaorð- um greinarinnar segir ab ljóst sé að allir sem eftir lifa sýni væg en varanleg eftirköst á sálarlífi og taugakerfi sem rekja megi beint til methylklóríðmengunarinnar 13 árum áður. Fjórir þeirra sem upphaflega veiktust og greindust meb vöövaskemmdir af völdum eitursins em þá látnir og segir Gunnar að dauöa þriggja þeirra megi rekja beint til slyssins. Sá fjórði lést 34 ára af hjartabilun eftir 10 ára vemleg örkuml. Heilsufari enn áfátt Eins og fram kemur í upphafi greinar- innar lifa enn fjórir þeirra sem veiktust um borð í Röðli GK í hinni örlagaríku sjóferð í janúar 1963. Ekki verður hér gerð nein út- tekt á heilsufari þeirra en því er í einhverj- um tilvikum áfátt eins og kemur fram í viðtali vib Jón Eðvarð Helgason hér á eftir. Methylklóríð er ekki lengur notað sem kælimiðill á íslandi en það er flutt inn til notkunar í iðnabi, einkum til framleiðslu á polyúrethan-einangmn og svampi. Þeg- ar innflutningur og notkun á ósón-eyö- andi freon-tegundum var stöðvaður fyrir tveimur árum jókst notkun methylklóríðs eitthvað á ný. Það er flutt inn í 200 lítra tunnum og kostar rúmlega 50 þúsund krónur tunnan. Að sögn Þorsteins Guðna- sonar hjá Skeljungi, sem m.a. flytur inn methylklóríð, er það skilgreint sem hættu- legt efni en innflutningur þess ekki háður eftirliti Hollustuverndar. Þoisteinn sagði að markvisst hefði verið unnið að því undanfarin ár að útrýma efninu úr ein- angrunarframleiðslu þar sem þab væri ekki umhverfisvænt. Sú þróun hefði leitt til þess ab nú væm seldar örfáar tunnur á ári. Enn virðist þó vankunnátta í með- ferð efnisins vera til stabar líkt og fyrir 33 árum því bæði starfsfólk í svamp- framleibslu og sölumenn olíufélaga full- yrtu í samtölum við blabamann Ægis að efnið væri að þeirra áliti algerlega hættulaust. Heimildir Morgunblabið 20.-24. janúar 1963. Afrit af greinum sem birtust í Norsk Medicin 1965 og í Archives for Environ- mental Health 1976. Afrit af lögskráningarbók Röðuls GK frá janúar 1963. Afrit úr gjörðabók sýslumannsembættis í Hafnarfirði vib sjópróf vegna Röðuls GK í janúar 1963. Leiðarvísir um notkun og umgengni kælikerfisins um borb í Röðli GK. □ Metylklóríð: Hættulegt efni Metylklóríð er litarlaus og lyktarlaus lofttegund við það hitastig og þrýsting sem maðurinn lifir í. Það er því ekki auðvelt að varast mengun af völdum metylklóríðs. Efnið hefur víðtækt og fjölbreytt notkunarsvið í iðnaði. í efnaiðnaði er það notað sem milliefni í framleiðslu á öðmm efnum, gefur metyl-hóp. Það er notað sem drif- loft í plastiðnaði til að gera frauðplast og svampdýnur, sem leysiefni og sem kæli- vökvi á frystiklefa og kæliskápa. Eitranir geta orðið ef menn anda að sér efninu og virðist sem innöndun efnisins sé eina leið þess inn í mannslíkamann. Helsta vandamálið við vægari eitranir var áður fyrr talið stafa af því að menn yrðu drukknir eða eins og undir áhrifum áfengis. Vægari eitranir leiða nefnilega til þess að hreyfingar verða ósamhæfðar og dómgreind manna sljóvgast þannig að menn verða óöruggir í gerðum sínum. Sá sem er undir áhrifum vægrar metylklór- íðs-eitrunar getur því farið sjálfum sér að voða eða verið öðmm hættulegur vegna mistaka í stjórnun ýmissa tækja. Þessi eituráhrif geta varað nokkurn tíma og því getur sá sem fyrir þeim verður orðið hættulegur sjálfum sér og öðrum við að aka bíl sínum eftirað hann hefurverið í mengun. Einkenni vægrar eitrunar geta komið fram nokkru eftir að menn urðu fyrir mengun. Þau geta einnig staðið svo klukku- tímum skiptir eftir að menn hafa farið úr mengun. Banaslys hafa orðið af völdum mengunar þar sem menn hafa orðið fyrir stórum skammti eða langvarandi mengun minna magns. Verði menn fyrir langvarandi eða hálfbráðri mengun metylklóríðs koma áhrif fram í taugakerfinu. Einkennin sem koma fram eru; óstöðugleiki, rykkjóttur gangur, slappleiki, skjálfti, svimi, syfja, rugl, persónuleikatruflanir, minnistap, talörðugleikar og sjóntruflanir. Við bráðar alvar- legar eitranir sjást truflanir á meltingarfærum svo sem ógleði, uppköst, kviðverkir og niðurgangur. Dýratilraunir, þar sem framkölluð er bráð eitrun, benda til öndun- arþyngsla og lungnabjúgs. Vísbendingar eru um að verði menn fyrir langvarandi eða mikilli mengun séu einkenni eitrunarinnar viðvarandi svo mánuðum skiptir. Athuganir hafa leitt í Ijós að alvarlegustu bráðamengunartilfellin geti leitt til varanlegra tauga- og geðeinkenna. Ónóg þekking er um langtíma áhrif metylklóríðs á menn. Tilraunir á músum benda til að efnið geti truflað frjósemi og valdið vansköpunum hjá fóstrum og krabba- meini. Bandaríska alríkisvinnuverndarstofnunin telurað metylklóríð skemmi hugs- anlega fóstur og sé hugsanlegur krabbameinsvaldur. Ekki er víst að venjulegar öndunargrímur með kolasíu veiti fullnægjandi vörn gegn mengun metylklóríðs. Þessar upplýsingar um áhrif og afleiðingar methylklóríðs eru fengnar frá Vilhjálmi Rafnssyni lækni hjá Vinnueftirliti ríkisins. 26 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.