Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1996, Side 28

Ægir - 01.08.1996, Side 28
hann og átti hann t.d. erfitt með gang og þá gerðu ofskynjanir oft vart við sig. Lifr- arskemmdir fundust strax eftir eitrunina, sjónin mældist r-2 á báðum augum eftir þetta og enn í dag segist Jón fá svimaköst en hefur ekki orðið var við ofskynjanir í a.m.k. 10 ár. Hann var ekki dæmdur með neina örorku eftir slysið á Röðli. Jón hefur í dag ekki smakkað vín ámm saman. Fékk hann einhverjar bætur, örorku- bætur eða bætur frá útgerö skipsins vegna þessa slyss? „Nei, það fékk ég ekki. Við fengum venjulega dagpeninga þann tíma sem við lágum á spítalanum en við vorum svo ruglaðir að við höfðum enga rænu á að sækjast eftir bótum af neinu tagi umfram það. Samt tel ég skýlaust að við hefðum átt rétt á því ef við hefðum fengið ein- hverja hjálp við að sækja þær. Ég reyndi einu sinni að vinna eitthvað í þessu máli en það gekk óskaplega illa að fá sjúkraskýrslurnar og lögfræðingurinn sem ég réði reyndist óreglumaður og týndi skýrslunum svo ég átti ekkert meira við það. Eftir minni bestu vitund fengu tveir úr hópnum einhverjar bætur frá útgerð- inni en það þurfti að ganga eftir því. Það væri sjálfsagt tekið öðruvísi á þessu í dag. Núna væri okkur ekki hent aftur út á vinnumarkaðinn án bata. Ég tel að það hafi verið skýlaus læknamistök að útskrifa okkur í því ástandi sem við vomm." Sá félaga mína veslast upp af eitrinu Jón segir að 12 manna hópur úr áhöfn- inni hafi legið saman á Borgarspítalanum vikum saman og flestir hafi kvartað um svipuð einkenni á taugakerfi. Þrír úr hópnum sem veiktust minna höfðust mikið við aftur í skipinu þar sem þeir sátu að sumbli á leiðinni út, að sögn Jóns. Hann telur að það hafi skipt sköpum varð- andi eitrunina hve sterkir menn vom fyrir og hvort þeir voru allsgáðir þegar þeir urðu fyrir eitrinu. Tveir úr hópnum voru metnir öryrkjar, annar 70% hinn 100%. Jón var sjálfur mikill þrekskrokkur á þessum árum, hafði áhuga á íþróttum og hafði verið á íþróttaskólanum á Geysi í Haukadal og var allsgáður í sjóferðinni ör- lagaríku. Hann bar lengi á ferli sínum við- urnefnið boli sem segir sína sögu. „Þetta hefur markað mig mikið og það hefur tekið á í gegnum árin að sjá félaga sína veslast upp og deyja af þessu eitri." Hann var til sjós í samtals 18 ár eftir þetta en fór aldrei aftur um borð í Röðul. Leiðir hans og þeirra sem lentu í slysinu lágu oft saman síðar á ýmsum skipum og Jón Eðvarð Helgason ekur kransi í annars manns útfór. Miðað við slysasögu hans, sem hófst með pví að hann komst lífs afúr Röðulsslysinu, má þó telja furðulegt að presturinn skuli ekki hafa purft að kasta á hann rekunum. stöðugt liföu sögurnar um ýmis eftirköst og ofskynjanir sem jafnvel ollu slysum þegar menn töldu sig sjá land við borð- stokk þó skipið væri við veiðar úti á rúm- sjó. „Þessar ofskynjanir voru af ýmsum toga og gátu komið hvenær sem var. Við sáum land, ég sá alls konar fólk, stundum sá ég fólk sem ég vissi að var dáið og gat rætt við það, sérstaklega þegar ég var að vakna. Maður reyndi að venjast þessu en mér leið eðlilega aldrei vel við þetta." Heyrði smell í bakinu Slysaferill Jóns var samt ekki á enda þó sjómennskuferill hans hæfist svona óheppilega. Árið 1971 var hann að koma af dansleik í Þórskaffi og lenti í veg fyrir bíl. Hann hentist yfir bíiinn og kom illa niður á mjöðmina fyrir aftan hann en fór samt um borð í togarann Maí GK daginn eftir þar sem hann var háseti. Á þriðja degi var hann orðinn mjög kvalinn og bruddi verkjalyf til þess að geta unnið. „Svo var ég að rífa upp fisk eða eitthvað og heyrði þá smell í bakinu á mér þegar gaf sig eitthvað brjósk. Ég var í koju þaö sem eftir var af túrnum og fór svo á Vífils- staði þar sem ég var tvo mánuði í hjóia- stól. Fyrst vildu þeir ekki skera í bakið á mér en svo gerði Höskuldur Baldvinsson það og tókst mjög vel. Hann ráðlagði mér létta vinnu en ég hlustaði ekki á það og var kominn um borð í Maí eftir þrjá mán- uði." Jón var dagmaður í vélinni á Maí í hálft ár meðan hann var að jafna sig en svo fór hann aftur á dekkiö að vinna því honum leiddist að sögn dútlið í vélarrúminu auk þess sem hann átti enn erfitt með að vinna innandyra en eftir Röðulsslysið þjáðist hann af innilokunarkennd. Var millimetra frá lömun eftir slys á Snorra Sturlusyni Þegar skuttogaraöldin gekk í garð réð- ist Jón til Bæjarútgerðar Reykjavíkur og var mest á Snorra Sturlusyni og ingólfi Arnarsyni. Árið 1979 var hann um borð í Snorra og það var verið að taka trollið sem kom hengilrifið inn en þó með töluverðum afla. Jón skaust undir belginn til að leysa spólu en í þann mund sem hann ætlaði að skjótast undan aftur slitnaði gjörð og pokinn féll ofan á hann með margra tonna þunga. „Það bjargaði mér að ég fékk hann ofan á hnakkann og bakið og þeyttist undan farginu út í síðu. Það mölbrotn- uðu þrír hálsliðir og gengu saman. Ég var stálheppinn, bæði þarna að fá ekki fargið beint ofan á hausinn, því þá hefði ég ekki staðið upp aftur, og svo aftur að ekki skyldi vera reynt að teygja á hálsinum aftur á spítalanum. Það var það fyrsta sem læknunum datt í hug og voru byrj- aðir að teygja á mér en John Benedikz taugasérfræðingur kom í veg fyrir það. Læknarnir vildu þá skera þetta allt upp og negla mig saman en ég harðneitaði svo þetta var látiö gróa saman og það var eflaust best. Ég var millimetra frá því að lamast algjörlega frá hálsi og niður. Þetta skemmdi í mér raddböndin og hefur valdið vandræöum með blóðstreymi til handanna og það hafa veriö gerðar að- gerðir á þeim báðum." Eftir tæplega sex mánaða vist á Land- spítalanum var Jón útskrifaður en nú hætti hann til sjós því hann fékkst ekki 28 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.