Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 29
tryggður en hefði sjálfur viljað halda áfram. Hann
fór því í Iand og settist ab í Keflavík. En slysaferl-
inum var ekki lokið.
Úr sex metra hæð niður á steingólf
Árið 1984 var Jón að vinna á verkstæði í
Hafnarfiröi og féll þá úr sex metra hæð niður á
steingólf. Hann kom niður á bakib og höfuðiö
og braut þrjá hryggjarliði.
„Þeir sögðu á Borgarspítalanum að ég myndi
aldrei ganga aftur. í framhaldinu lenti ég inn á
sjúkrahúsinu í Keflavík og þar lenti ég undir
handleiðslu Sigurjóns Sigurðarsonar bæklunar-
læknis og hann bjargaði mér algjörlega, ég var
kominn á fætur eftir hálfan mánuð og hann
hefur haldið mér á floti síðan. Ef einhver lækn-
ir veit hvab hann er að gera þá er það hann."
Árið 1986 festist handleggurinn á Jóni vegna
kölkunar í háls- og axlarliðum vegna eftirkasta
af hálsbrotinu í Snorra. Þá var það Hallgrímur
Magnússon læknir sem tók til sinna rába.
„Hann setti slöngu í hálsinn á mér og dældi
inn deyfilyfjum og síðan sneri hann upp á
handlegginn á mér og braut í burtu alla kölkun
í liðnum. Ég sat þarna steindofinn og heyrði
bara skrubningana þegar þetta var að molna í
burtu."
Hélt áfram að berjast
Jón segir að lykilatriðið í því að komast aftur á
skrið eftir óhöpp og slys eins og hann hefur mátt
þola sé að gefast aldrei upp.
„Mér datt aldrei annað í hug en að haida
áfram að berjast og geta unnið eitthvað. Eftir slys-
ið á Snorra fór ég í sund löngu áður en ég mátti
og liðkaöist heilmikið við það. Ég hef alltaf notað
það sem sjúkraþjálfun og líkamsþjálfun og fer nú
á hverjum einasta degi í sund og stundum tvisvar
á dag ef ég er mjög stirður. Sundið er allra meina
bót og hefur bjargab mér algjöriega frá því að
verba ab aumingja en ég leita líka mikið í gufu-
böð og heita potta til að liöka mig og tek eins lít-
ið af verkjalyfjum og ég kemst af með því ég vil
vita hvar ég finn til.
Svo var það mitt happ að lenda hjá Sigurjóni
lækni í Keflavík því hann er algjör snillingur. Ég
fer í sprautumeðferð hjá honum alltaf annab slag-
ið."
Enginn feluleikur með fylliríið
Jón tilheyrir þeim hópi manna sem stunduðu
sjómennsku á síðutogurum og fannst flest önnur
sjómennska hálfgert dútl. Þessir menn höfðu oft
á sér orð fyrir slark og harðhnjóskulegt lífemi en
þeim fer stöðugt fækkandi sem eiga að baki langan feril sem „togarajaxlar" eins
og þeir voru oft nefndir.
„Við vorum aldrei með neinn feluleik með okkar fyllirí í landi og því bar
mikið á okkur. En þetta var hörkuerfiði um borb og fljótt ab renna af mönn-
um."
Jón segir að sjórinn hafi alltaf heillað sig og ef ekki væri fyrir slys og óhöpp
væri hann enn til sjós. Hann var á ýmsum skipum sem oft öfluöu vel og sigldi
samtíða mörgum þekktum aflaskipstjórum. Halldór Halldórsson, sem lengi
stýrbi Maí GK, var snjall skipstjóri ab mati Jóns. Loftur Júlíusson var annar
mikill aflaskipstjóri. Hann nefnir einnig Guðbjörn Jensson, sem lengi stýrði
BÚR-togumm, sem sérstakan snilling og ljúfmenni. Prúðasti og lagnasti skip-
stjóri sem Jón sigldi með, séntilmaður sem skipti aldrei skapi, var Sigurjón
Stefánsson sem tók við Ingólfi Arnarsyni nýjum 1946 og stýrði svo skuttogara
með sama nafni og fiskaði alltaf vel. Jón sigldi lengi með Markúsi Guðmunds-
syni á Júpíter og Auðuni Auðunssyni á Narfa RE. □
FRAMTAK, Hafnarfirði
Kraftmikil
og lipur viðgerðarþjónusta
nú einnig dísilstillingar
FRAMTAK - alhliða viðgerðarþjónusta:
________« VÉLAVIÐGERÐIR
________* RENNISMÍÐI
________» PLÖTUSMÍÐI
BOGI • DÍSILSTILLINGAR
Viðurkennd MAK
Þjónusta. »
FRAMTAK
VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA
Drangahrauni Ib Hafnarfirði
Sími S65 25S6 • Fax 565 2956
GÓO ÞJÓNUSTA
VEGUR ÞUNGT
ÆGIR 29