Ægir - 01.12.1997, Side 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri:
Fiskveiðistjórn,
sj ávarútvegsstefna
/
/ l / llir eru sammála um að
yj IJ stjórna beri aðgengi að
auðiindum sjávar. Með
þessu er átt við að ekki megi leyfa
frjálsa, óhefta sókn til fiskveiða eða
annarra veiða á sjávardýrum. Það er
hins vegar deilt um hvernig þessi
stjórn eigi að vera og þá hvaða
afleiðingar veiðistjórnunin hefur á
efnahag og búsetu í landinu.
Á árinu 1983, þegar við höfðum
verið með takmarkaða sóknarstýringu
í nokkur ár, var ákveðið að setja
nokkrar helstu fisktegundir í kvóta.
Síðan hefur margt komið til og
kvótakerfið verið aukið og lagfært með
ýmsum hætti. En einnig hafa önnur
atriði breyst, t.d. hefur allt
verðlagskerfi sjávarútvegsins tekið
endaskiptum og sjóðakerfi
sjávarútvegsins hefur líka verið nánast
lagt af. Þannig hafa ýmsar aðrar
aðstæður í sjávarútvegi breyst. Það er
ekki bara kvótakerfið sem er að valda
breytingum, breytingum sem menn
deila um hvort eru af hinu góða eða
illa. Menn hafa nánast sett allar
breytingar í sjávarútvegi siðustu
tveggja áratuga undir hatt
fiskveiðistjórnunar og dæma hana
síðan hæfa eða óhæfa og ekkert virðist
koma þar á milli.
Á síðasta Fiskiþingi var samþykkt
tillaga um að leggja af viðskipti með
leigukvóta. Nú koma menn og segja
að einn landshluti fari verr út úr slíkri
ráðstöfun heldur en annar og sömu
rök heyrðust á þeim tíma þegar
kvótakerfið sjálft var tekið upp. Er ekki
nær að skoða hvers vegna einn
landshluti hefur misst sinn kvóta eða
hefur ekki kvóta, en liggur að bestu
fiskimiðum landsins. Var rangt gefið í
Mynd: Pálmi Guömundsson
upphafi eða hafa menn glutrað niður
sínum kvóta? Hvers vegna er fólk að
flytja af landsbyggðinni og hvernig
eiga ungir menn að koma inn í
atvinnureksturinn þannig að eðlileg
endurnýjun eigi sér stað? Eru menn
ánægðir með núverandi kerfi og vilja
ekki breyta því? Slíkar spurningar
hljóta að koma upp og ekki eru menn
ánægðir ef þeir leggja fram tillögur til
breytinga.
Stjórnvöld koma að þessu máli. Þau
hafa sett lög um stjórnun veiða og það
gilda ákveðnar reglur um hverjir megi
veiða, hvar og hvenær. Hverjir og
hvernig meðhöndla eigi fiskinn o.fl.
Og þegar menn segja A þá kemur
óhjákvæmilega B á eftir. Þannig hafa
stjómvöld sagt A með sínum laga- og
reglugerðarsetningum og því kemur B-
ið næst. En hvernig B? Stjórnvöld
þurfa að láta hóp manna úr greininni
og sérfræðinga víða að skoða
atvinnugreinina sjávarútveg og
hvernig þeir sjái þróun hennar í næstu
framtíð. Þróun með tilliti til umhverfis
atvinnugreinarinnar í sem víðustum
skilningi. Bæði í tæknilegum skilningi,
efnahagslegum og líffræðilegum.
Síðan þarf að aðlaga lagalegar
aðstæður okkar að þeirri framtíðarsýn
þannig að sjávarútvegurinn fái nýja
flík, en gangi ekki stöðugt í
stagbættum flíkum. Þetta er
sjávarútvegsstefna framtíðarinnar sem
verður að hafa að leiðarljósi ýmis
pólitísk markmið, en um leið verði
vörðuð leið til að auka lífskjör okkar á
þessu landi og það gerum við ekki
nema að sjávarútvegurinn uppfylli
allar gæðakröfur og sé rekinn með
hagnaði. Þá sé ekki hallað á einstaka
þætti í því ferli sem hefst með
útbúnaði skips til veiða og lýkur í
maga neytandans.
ÆGIR 5