Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Síða 14

Ægir - 01.12.1997, Síða 14
Mikilvægt að taka mið af umhverfísumræðunni - rætt við Steinar Magnússon, tæknistjóra Sœplasts hf, um vöruþróun og hvernigfyrirtœkið hefur brugðist við spurn eftir endurvinnanlegum vörum Steinar Magnússon, tœknistjóri Sœpiasts hf., heldur hér á hlutum úr tveimur trollkúlum, annars vegar er hvíti hlutinn sem er helmingur djúpsjávarkúlu og hins vegar guli helmingurinn sem er hefðbundin trollkúla. Glögglega má sjá muninn á veggþykktinni í kúlunum. Myndir: JÓH Sœplast hf. á Dalvík hefur að und- anfórnu komið fram með tiýjar framleiðsluvörur sem eiga sér að baki langan feril í vöruþróun. Um er að rœða trollkúiu úr plasti sem þolir að fara niður á 2000 metra dýpi og hins vegar eru plastfiskikör sem eru end- urvinnanleg. Steinar Magnússon, tœknistjóri Sœplasts hf., segir í við- tali við Ægi að cetíð verði að reikna með löngum tíma íþróun vöru - veg- urinn sé langur frá hugmynd að full- þróaðri vöru út á markaði og taka jmrfi tillit til margra þátta á þeirri leið. Til að mynda umhverfissjónar- miða sem œ meira fari fyrir í umrœð- unni og framleiðslufyrirtœki þurfi að mceta. „Jú, það er rétt að við finnum fyrir umhverfisumræðunni og það er líka vegna þess að við höfum fram til þessa ekki framleitt fiskikör sem hafa verið endurvinnanleg. Þar af leiðandi vilja menn leggja meira á sig til að gera körin endurvinnanleg enda er endur- vinnsla í plastiðnaði í heiminum orð- in mjög algeng og þykir sjálfsögð. Kör- in sem hér hafa verið framleidd í áraraðir eru úr tveimur ólíkum plast- efnum og því ekki hlaupið að því að endurvinna þau. Körin sem við höfum þróað á síðustu árum og komið á markað eru úr einni gerð plastefna og ekkert vandamál að endurvinna þau. Fyrirtæki i Danmörku hefur tekið frá okkur sýnishorn og svarað því til að þessa gerð fiskikera verði auðvelt að endurvinna. í hinu hefðbundna Sæplast-keri er polyefilen í veggjum kersins en í hol- rúminu á milli þeirra er fyllt upp með polyurethan. Við höfum nú fært hluta af framleiðslunni yfir í endurvinnan- lega kerið en það er eingöngu fram- leitt úr polyefilen. Mér finnst líklegt að þróunin haldi áfram í þessa átt og að í tímans rás verði öll okkar ker komin yfir í endurvinnanlegu gerðina en það er erfitt að spá fyrir um fram- tíðina," segir Steinar og bætir við að þó svo að á sínum tíma hafi polyuret- han verið litið hornauga sökum þess að vera óvinveitt óson- laginu þá hafi framleiðendur efnisins breytt innihaldi þess þannig að nú sé það skaðlaust fyr- ir lofthjúpinn. „Stjórnvöld settu fyrir nokkru reglugerðir og lög sem takmörkuðu losun ósoneyð- andi efna. Innan uppgefins frests náðu framleið- endur polyureth- an-efna og einnig notendur polyurethan að aðlaga sig þessum nýju leikreglum. Þetta er gott dæmi um að þeg- ar stjórnvöld setja þrýsting á efnaiðnaðinn þá ná menn oftast að leysa úr sínum vandamálum og oft standa menn uppi með betri vöru ," segir Steinar. Vaxandi áhugi kaupenda fyrir endurvinnanlegum vörum Steinar segir að þrátt fyrir að farið sé út í framleiðslu á endurvinnanlegum fiskikerum þá komi fyrirtækið ekki til með að ráðast sjálft í endurvinnslu. I 14 ÆGIK

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.