Ægir - 01.12.1997, Qupperneq 18
Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri, í erindi á Fiskiþingi:
Fiskifélagið á að taka
forystu í umhverfismálum
sj ávarútvegsins
/' rœðu sinni á Fiskiþingi sagði
Bjami Kr. Grítnsson, fiskimála-
stjóri, að Fiskifélagið stœði á títna-
mótum og það vceri mikilvœgt að það
finni sér nýjan og traustan starfs-
vettvang. Að sögn fiskimálastjóra er
þennan vettvang að finna á sviði um-
hverfismála enda hafi þau bein áhríf
á afkotnu þeirra sem hafa lifibrauð
sitt afsjósókn og fiskvinnslu. Hann
gagnrýndi einnig þá sem mœlt hafa
fyrir auðlindagjaldi og sagði þá slá
ryki í augu almennings með mál-
flutningi sínum.
Höfum axlað ábyrgð
Bjarni lagði áherslu á að fáar atvinnu-
greinar væru jafn háðar umhverfinu
og sjávarútvegur og engin þjóð væri
jafn háð sjávarútvegi og íslendingar.
Hann sagði það skoðun sína að íslend-
ingar hefðu axlað ábyrgð með því að
takmarka eigin veiðar svo fiskistofnar
nái sér eftir mikið veiðiálag og slæm
skilyrði í hafinu. Það er mikilvægt að
íslenskur sjávarútvegur komi sér sam-
an um skýra stefnu í umhverfismálum
til framtíðar.
„Við verður einnig að halda yfir-
ráðarétti yfir miðum okkar og koma
samtökum sem starfa undir merkjum
umhverfisverndar í skilning um að
réttur okkar yfir íslandsmiðum er for-
senda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.
Jafnframt verðum við að hafa það í
huga að sum þessara samtaka hafa
vakið máls á mikilvægum málum og
er það þakkarvert," sagði hann.
Auðlindagjald
lækkar ekki skatta
Bjarni vék að umræðunni um auð-
lindagjald og gagnrýndi talsmenn
slíks gjalds harðlega. „Því er haldið
fram að með auðlindagjaldi á sjávar-
Fólksflutningar af landsbyggðinni
„56. Fiskiþing lýsir yfir áhyggjum sínum vegna fólks-
flutnings af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins,"
segir í upphafi ályktunar Fiskiþings um búseturóun
„Slfk búsetuþróun er alvarleg og afar óhagkvæm fyrir
þjóðarbúið í heild. Hún leiðir til þess að sveitarfélög, ríki
og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu þurfa að ráðast í
ótímabærar fjárfestingar, sem leiða mun til lakari lífskjara
í landinu. A landsbyggðinni verða fjárfestingar vannýttar,
fólk situr eftir í verðlausum eignum sínum og ævistarfi
þess er kastað á glæ.
Astæður búseturöskunarinnar eru margvíslegar og ör-
ugglega flóknari nú en áður.
Enginn vafi er á því að víða gætir öryggisleysis í at-
vinnumálum og fólk telur ekki tryggt að veiðiheimildir
verði til staðar í byggðarlögunum. Því kjósa margir að
flytja sig frá sjávarútvegsbyggðunum og í annað umhverfi.
Þrátt fyrir að vinna sé víðast hvar til staðar, nægir það
ekki til þess að tryggja búsetu. Fábreytni og einhæfni at-
vinnutækifæra
gerir það að
verkum að
fjölmargir telja
sig eiga þann
kost einan að
E2U 5Ó- FiskiMngs
þar sem hið
opinbera hefur
sett niður mest alla þjónustu sína.
Fiskiþingið vekur athygli á stóralvarlegri stöðu land-
vinnslunnar. Þessi atvinnugrein hefur verið meginstoð at-
vinnulífsins víðast á landsbyggðinni. Afleit staða hennar
grefur því undan landsbyggðinni. Ástæða er til þess að
vekja athygli á því að landvinnslan býr á margan hátt við
skerta samkeppnisstöðu gagnvart sjóvinnslunni. Eðlilegt
er að stjórnvöld tryggi jafna samkeppnisstöðu þessara
tveggja vinnslugreina sjávarútvegsins."
18 Min