Ægir - 01.12.1997, Page 27
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI
Útblástur frá flotanum í kastljósi eftir Kyoto-ráðstefnuna:
Dýrkeypt hve endurnýjunin
í flotanum hefur verið hæg undanfarin ár?
jyyrirséð er að íslensk skipaútgerð
-T stendur frannni fyrir stóru verk-
efni ef íslendingar undirgangast nýja
Kyoto-sáttmálann um losun gróður-
húsalofttegunda. Miðað hefur verið
við að um þriðjungur þeirra meng-
andi lofttegunda sem íslendingar
losa útí andrtímsloftið komi frá
fiskiskipaflotanum. Bárður Haf-
steinsson, verkfrœðingur hjá Skipa-
tœkni hf. í Reykjavík, segir að í
þessari stöðu kunni það að koma í
bak íslenskra stjórnvalda hversu
þröngar úreldingarreglur hafa verið
fyrir flotann undanfarin ár.
Bárður segir þessi mál í raun á
upphafsreitum hér á landi. Lítil um-
ræða hafi farið fram um útblástur
fiskiskipaflotans og til að mynda þurfi
að gera mjög ítarlega rannsókn til að
fá fram hversu mikil mengun frá flot-
anum er í raun.
„Það er ljóst að dieselvélaframleið-
endur hafa á undanförnum árum ver-
ið að bregðast við kröfum um minni
mengun og yngri skipin okkar menga
mun minna en þau sem eru með eldri
vélar. Ég hef grun um að mælikvarði
um mengun frá flotanum sé fenginn
með því að mæla olíumagnið sem til
flotans fer og ef svo er þá þarf að
vinna mikla forvinnu til að fá ítarlegar
upplýsingar um útblástur frá flotanum
áður en hægt er að setja upp kröfur
um að draga úr menguninni og t.d. á
hversu löngum tíma það geti gerst.
Hingað til hafa menn ekki hugsað
mikið um útblástursmengun heldur
fyrst og fremst beint sjónum að því
hvaða nýting fengist út úr olíunni.
Úreldingar- eða endurnýjunarreglurn-
ar hafa líka allar snúið að stærð skip-
anna en kannski hefði verið gott fyrir
stjórnvöld að horfa líka á mengunar-
þáttinn," segir Bárður.
Sti
Matvara HreinUetisvörur Búsáhöld
Sérvara Re1[strarvörur Hreinsiefni
Sj
Hníf"
Við útvegum:
Áft'“4n8fíip«U***«r
Vcttlingn
svuntm*
öll rafmasnstíeK^
Leitið ráðlegginga okkar sérfrœðinga nm
kaffimétín og breinlmtismútín
Veriö velkomin á skrifstofu og í sýningarsal
okkar að Óseyri 1 á Akureyri, 2. hæð.
...á sjó og landi!
ÖSEYRI 1 600 AKUREYRI Símar 463 0407 896 0485 Fax: 463 0375
ÁGW 27