Ægir - 01.12.1997, Qupperneq 49
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Skjal Ásgeirs Ásgeirssonar, þáverandi forseta íslands, sem sœmdi
Guömund Halldórsson afreksmerki lýðveldisins íslands fyrír
framgöngu sína við björgun skipsfélaga sinna. Guðmundur var
fyrstur íslendinga til að fá þessa viðurkenningu frá embœtti
forseta íslands.
aftan ætluðu ekki að kalla í okkur. Þeir
voru í brúnni Gísli skipstjóri og Ingvar
Guðmundsson, sem var fyrsti stýri-
marður. Ingvar var bróðir Baldurs Guð-
mundssonar útgerðarmanns sem
kunnur var áður fyrr.
Um það bil sem við hættum austrin-
um gerði ég mér ljóst að þetta gæti
ekki endað öðruvísi en með skelfingu.
Þá var kominn um 40 gráðu halli á
skipið.
Togarinn Bjarni Ólafsson var búinn
að bíða þarna hjá okkur allan tímann,
sextán tíma. Jónmundur skipstjóri á
honum var búinn að hvetja Gísla til að
yfirgefa skipið því að það væri auðsjá-
anlega vonlaust að halda því á floti.
Jónmundur skipstjóri var öðlingsmað-
ur og hann var búinn að margsegja
Gísla, og reyndar hóta honum því, að
ef hann færi ekki
með mannskap-
inn frá borði færu
þeir til Reykjavík-
ur og skildu okkur
eftir.
Þegar við félagarn-
ir komum aftur
eftir kallaði ég að
við yrðum að fara
í björgunarbátana.
Þá komum við
öðrum bátnum
ekki út því hallinn
á skipinu var orð-
inn svo mikill.
Björgunarbátarnir
voru gríðarlega
stórir. Auk þeirra
var aftur á fleki
sem hægt var að-
renna aftur af
skipinu. Það fóru
þrír menn á hann,
loftskeytamaður-
inn og tveir aðrir.
Skipið sökk svo
skyndilega, rúllaði
bara yfir. Ég man
ekki einu sinni
hvernig ég lenti í
sjónum bakborðs megin. Ég fór eigin-
lega, að ég held, fram fyrir stefnið eða
undir það þegar togaranum hvolfdi. Ég
geri mér enga grein fyrir hvernig það
gerðist, en ég kom upp úr sjónum
stjórnborðs megin. Þá var togarinn að
sökkva og það var mikið sog. Þetta
gerðist allt svo snöggt og var alveg
hrikalegt helvíti.
Þegar togarinn sökk loksins var hall-
inn orðinn svo mikill að við skriðum
utan á lunningunni til að komast aftur
í brú. Tveir félagarnir urðu eftir við
lúkarskappann því að þeir treystu sér
ekki aftur eftir en létu sig heldur fara í
sjóinn í stað þess að reyna að fara á eft-
ir okkur. Ég marg kallaði í þá og bað þá
að koma en þeir voru báðir rosknir
menn.
Þegar togarinn var sokkinn var
mannskapurinn dreifður eins og hrá-
viði um allan sjó. Ég náði í Gísla gamla
skipstjóra en hann hafði rekið dálítið
frá okkur. Þá var hann búinn að lenda
á milli skipsins og björgunarbátsins og
var orðinn slasaður í bakinu. Ég gat
komið honum að björgunarbátnum
sem var þá á hvolfi. Þar hélt ég honum
en ég var öðrum megin við bátinn en
hann hinum megin. En ég gat ekki
komið honum upp á bátinn. Ég hélt
honum bara svona þar til þeir komu á
Bjarna Ólafssyni og kræktu með haka í
fötin hans.
Svo hirtu þeir upp alla þá sem þeir
náðu til, þar á meðal mig. Það gekk
auðveldlega með þá sem voru á flekan-
um þó að það tæki tíma að finna hann
í svartamyrkri.
í þessu slysi fórust fimm menn en
fjórtán komust af. Einn var látinn áður
en Vörður sökk. Það var kyndarinn.
Hann fékk bara slag meðan á þessu
stóð því að auðvitað reynir þetta mikið
á menn. Síðast þegar ég sá hann lá
hann aftast í ganginum á dekkinu. Ég
hugaði aðeins að honum og sá þá að
hann var dáinn.
Þetta var hörmulegt slys. Það var
alltof seint farið að huga að björgunar-
bátunum til að fara frá borði."
Hvernig er mönnum innanbrjósts þegar
slíkt liœttuástand blasir við og tvísýnt er
að menn komist af?
„Auðvitað reynir þetta mikið á
mann en það er svo skrýtið að maður
mátti ekki vera að því að verða hrædd-
ur meðan á öllu þessu stóð. Það var svo
mikið að gera og um nóg að hugsa.
Það var alltaf verið að velta því fyrir sér
og hugsa um hvað hægt væri og rétt að
gera. Ég held að það hafi hjálpað mikið
meðan þetta gekk allt yfir.
Bakslagið kemur eftirá. Það má segja
að þá hafi sjokkið komið og manni
verður ljóst að sumir félagarnir hafa
farist. Maður hafði einhvern veginn
dofnað yfir kringumstæðunum meðan
á öllu stóð en aftur á móti hjálpaði að
maður var ungur og hraustur á þessum
tíma."
NGSR 49