Ægir - 01.12.1997, Side 51
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
m gi i|
Wrir" 'kJ
Frá Akureyri á síðari hluta 19. aldar.
•svo þéttir, að lýsi gat hvergi burtu dropið.
Vandlega gerð lok voru á öllum lifrar-
kössunum. Nœstu rúm við skýlin í skut
og barka voru œvinlega auð. Kom aldrei
fýrir, að þau vœru fyllt afhákarli eða lif-
ur. Þetta voru suturrúmin. Þar mátti ausa
á bœði borð, efmeð þurfti.
„Rúffuðu" vetrarskipin voru á viss-
an hátt undanfarar fyrstu íslensku þil-
skipanna og eins og nánar verður sagt
frá síðar, var sumum þeirra breytt og
settar í þau þiljur þegar þilskipaútgerð
hófst við Eyjafjörð.
í greinunum um þilskipaútgerð á
Vesturlandi og Vestfjörðum var þess
getið, að þar voru þilskip undantekn-
ingalítið í eigu kaupmanna og voru
flestir hinna fyrstu þilskipaútgerðar-
manna í Vestfirðingafjórðungi íslensk-
ir. Á Norðurlandi var þessu öðruvísi
farið og sá, sem fyrstur hélt þilskipum
til veiða frá norðlenskri höfn var
danskur kaupmaður, Chr. Thaae.
Hann hóf verslun á Djúpavogi um
1830 og fimm árum síðar á Raufar-
höfn. Þangað sendi hann tvö þilskip,
líkast til skömmu fyrir 1840, og skyldu
þau stunda bæði þorsk- og hákarla-
veiðar. Hét annað skipið Söblomstret
en hitt Mínerva. Thaae lagði mikla
áherslu á að afla eins mikils lýsis og
mögulegt var, enda gaf sala þess drjúg-
an skilding í aðra hönd, og segir sag-
an, að hann hafi reist hús yfir iifrar-
bræðsluna á Raufarhöfn.
Heimildir um þilskipaútgerð Thaaes
eru brotakenndar, en svo er að sjá sem
hann hafi gert út fjögur skip, þegar
mest var, og árið 1852 gerði hann út
þrjú þilskip. Auk verslananna á Rauf-
arhöfn og Djúpavogi rak hann um
skeið verslun í Siglufirði en engar
heimildir eru fyrir því að hann hafi
gert út þilskip þaðan.
Ekki er ósennilegt að útgerð Thaaes
hafi haft nokkur áhrif á Norðlendinga,
sem stunduðu hákarlaútgerð, en vitað
er að Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni
við Eyjafjörð dvaldist um skeið á Rauf-
arhöfn við smíðar fyrir Thaae.
Frumherjinn Þorsteinn Daníelsson, kom-
inn á efri ár. Hann gerði fyrstur íslend-
inga lít þilskip.
Með Þorsteini á Skipalóni, eða Dan-
íelsen á Lóni, eins og hann var oft
kallaður, er nefndur til sögu sá maður,
sem fyrstur íslendinga gerði út þilskip
til fiskveiða á Norðurlandi. Þorsteinn
var smiður góður, efnabóndi, og varð
fyrstur Norðlendinga síðan á miðöld-
um til að flytja inn og nota vagn á
hjólum. Hann gerði út opin skip til
hákarlaveiða og veturinn 1851-1852
réðst hann í að breyta vetrarskipi, sem
hann átti og Fönix hét. Til liðs við sig
fékk hann nágranna sinn, Flóvent Sig-
fússon á Ósi í Hörgárdal, og settu þeir
þiljur í Fönix og breyttu honum í þil-
skip. Mun skipið hafa gengið til veiða
vorið 1852, en þá og jafnan síðan var
það nefnt Orri. Hermir sagan að sú
nafngift hafi stafað af því að þeir félag-
ar, Þorsteinn og Flóvent, hafi háð svo
margar „orrahríðar" við smíðina að
nágrönnum þeirra hafi þótt einsýnt að
gefa skipinu þetta nafn.
Útgerð Orra markaði tímamót í
eyfirskri og íslenskri útgerðarsögu.
Með henni hófst saga „bændaútgerð-
arinnar" við Eyjafjörð og þar með
einn merkasti þátturinn í norðlenskri
sögu 19. aldar. Um hann verður nánar
fjallað í næstu grein.
Höfundur er sagnfræðingur. Greinin er í
flokki greina um þilskipaútgerð sem Jón Þ.
Þór hefur tekið saman fyrir ÆGI
ÆGillR 51