Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1998, Page 13

Ægir - 01.03.1998, Page 13
I Tækni og fiskvinnsla SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Vinnslustöðin hf. stokkar upp spilin í landvinnslunni Fullvinnsla sjávarafirða er lykilatriði í nýrri landvinnslustefhu Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum. Breytingar verða gerðar á vinnslunum í Þorlákshöfn og Vestmanna- eyjum Og í raun komið lipp fullvinnslumiðstöð í Eyjum. Mynd: Þorstemn Gunnarsson T Tinnslustöðin hf. í Vestmannaeyj- v um er að hrínda í framkvæmd uinfangsnnkiUi endurskipulagningu á bolfiskvinnslu fyrirtækisins. Mark- ntiðið með aðgerðunuin er að tryggja framtíð landviimslunnar hjá fyrir- tækinu jafnt í Vestinannaeyjuin sem og í Þorlákshöfn oggera hana um leið hagkvœma og arðbœra. Undanfari aðgerðanna er ítarleg undirbúnings- vinna sem staðið hefur undanfarna sex mánuði þar sem farið hefur verið markvisst ígegitum alla þœtti í bol- fiskvinnslunni og þá möguleika sem fyrir hendi eru. Nýjasta tækni verður notuð til vinnslunnar og höfuð- áhersla lögð á fullvinnslu afurða. Samkvæmt upplýsingum Vinnslu- stöðvarinnar hf. munu breytingarnar leiða til lækkunar á föstum rekstrar- kostnaði í fyrirtækinu og draga þar með úr áhættu í rekstri þess. Um nokkra fækkun stöðugilda verður að ræða í bolfiskvinnslu sem nemur 20- 25 frá því sem nú er en sett verður 70 ára aldursmark starfsmanna og verður ekki ráðið í stöður sem losna. Veigamiklar breytingar verða í bol- fiskvinnslunni, bæði í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum en fyrst og fremst er um að ræða aukna sérhæfingu sem og fullvinnslu fiskafurða. Afköst verða aukin verulega og með aukinni fram- leiðni og bættri afkomu verður skapað svigrúm til betri arðsemi. Sérstök vöruþróunardeild verður sett á laggir hjá Vinnslustöðinni hf. á komandi sumri og henni er ætlað að standa að vöruþróun sem og að fylgja eftir sölusamningum um fullunnar af- urðir sem fyrirtækið hefur nú þegar náð. Áhersla hefur verið lögð á slíka samninga að undanförnu og mun Vinnslustöðin hf. þróa fullvinnslu á gulllaxi, kolmunna, marningi og loðnu, auk hefbundinna afurða. Sighvatur Bjarnason, frainkvæmdastjóri, Viimslustöðvarinnar hf. Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. telja að með þessu móti sé hægt að auka framlegð í bolfiskvinnslu umtals- vert frá fyrra ári. Auk þess verði af- koma útgerðar bætt að sama skapi með lækkun rekstrarkostnaðar og betri nýtingu skipastólsins. Sala fyrirtækis- ins á togaranum Breka VE nýverið er liður í að draga úr rekstrarkostnaði og bæta nýtingu skipastólsins. Vinnslustöðin hf. hefur rekið botn- fiskvinnsluna með verulegu tapi und- anfarin ár og í kynningu á nýrri land- vinnslustefnu fyrirtækisins segir að lengi hafi verið ljóst að við slíkt yrði ekki unað þrátt fyrir að heildarniður- staða af rekstri fyrirtækisins hafi verið jákvæð. í ljósi þess að landvinnslan er mjög mikilvægur þáttur í arðsemi fyrirtækis- ins sem og í atvinnuiegu tilliti þá hafi það verið meginmarkmið stjórnenda -------------------NGAin 13

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.