Ægir - 01.03.1998, Page 39
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
vt H i o T |
Haukur Hauksson vinnur við rœkjutrollið sem fara á um borð í Húsvíking ÞH.
Kári Páll segist alltaf eiga efni á lag-
er þannig að hægt sé t.d. að setja upp
rækjutroll með mjög skömmum fyrir-
vara.
„Já, það skiptir oft máli að geta ver-
ið fljótir að bregðast við og setja upp
veiðarfæri ef eitthvað fer úrskeiðis hjá
mönnum. Við höfum líka allt hér á
staðnum, bæði hopparana, grandarana
og annað sem til þarf," segir Kári Páll.
Rækjuskilja Höfða
fengið góðar viðtökur
á markaðnum
Netagerð Höfða hefur hannað og
framleitt smárækjuskilju sem Kári Páll
segir að hafi komið mjög vel út og
fengið góðar viðtökur útgerðarmanna.
„Þetta er skilja sem við þróuðum
sjálfir í samstarfi við nokkra skipstjóra
og auðvitað er þetta tæki enn í mótun
og á eftir að þróast. Ég hef trú á að
skiljur eigi eftir að skipa fastan sess í
veiðarfærum í framtíðinni," segir Kári.
Smárækjuskiljan var prófuð af Haf-
rannsóknastofnun í fyrra og fékk strax
samþykki hennar. Það segir Kári Páll
vera góð meðmæli með skiljunni og
ánægjulegt að fá þá staðfestingu að
þróunin skili árangri. „En það má
samt alltaf breyta og bæta," bætir
hann við.
Kári Páll Jónasson, netagerðarmeistari, við
vinnu sína hjá Höfða, netagerð FH.
ÍREVTÍNGURP
Sléttbakur í nýjum lit
Sléttbakur EA, frystitogari
Utgerðarfélags Akureyringa hf., er
nú kominn til veiða á ný eftir að
skipt var um vélar á vinnsludekki
skipsins. Sömuleiðis hefur togarinn
nú fengið hið nýja útlit UA-
skipanna, dökkbláa litinn, og á hlið
Sléttbaks er nú vörumerki SH,
Icelandic, málað stórum stöfum.
Örn KE úr seinni
breytingunum
Nótaskipið Örn KE er komið til
landsins eftir endurbætur sem kalla
má hinar síðari en árið 1996 var
skipið lengt. Að þessu sinni var sett
nýtt þilfarshús á skipið, skipt um
aðalvél og endurnýjuð tæki í brúnni.
Breytingarnar sem nú voru gerðar
kostuðu um 200 milljónir króna.
Vetrarleiðangri
Hafró 1998 lokið
Vetrarleiðangri Hafrannsókna-
stofnunar, þar sem gerðar voru hita
og seltumælingar, er lokið. Leið-
angurinn var óvenju erfiður sökum
óveðurs og íss en helstu niðurstöður
sýna gott ástand í sjónum við landið.
Mikil áhrif selturíks hlýsjávar að
sunnan samfara mildum vetri virðast
hafa skipt sköpum í togstreitu hlý-
og kaldsjávar á miðunum við landið,
þrátt fyrir óvenju mikið vetrarríki
eftir miðjan febrúarmánuð.
ÆGm 39