Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Síða 14

Ægir - 01.06.1999, Síða 14
Reykjavík! Jón Ásbjörnsson rekur útgerð, jiskverkun og útflutningsjyrirtœki við Reykjavíkurhöfn: Frystitogurunum er gert óeðlilega hátt undir höfði Grandi er stcersta fiskvinnsla höfuð- borgarinnar. r A annað þúsund manns í fiskvinnu í Reykjavík Áhugavert er að skoða hversu margt fólk starfar við fiskvinnslu í höfuðborginni. Samkvæmt upplýs- ingum frá stéttarfélaginu Eflingu segja opinberar tölur að fjöldi þessa fólks sé tæplega eitt þúsund en full- yrða má að sú tala er í það minnsta 10% of lág þar sem að í mörgum smáum fiskvinnslufyrirtækjum starfa aðeins eigendur og eru þar af leiðandi ekki á skrá yfir fiskverka- fólk. Pví til viðbótar fer alltaf nokk- ur fjöldi framhjá skráningu þannig að næsta örugglega má telja fjölda fiskverkafólks í Reykjavík á bilinu 1000 til 1500. Á fimmta hundrað undirmenn á fiskiskipum í Sjómannafélagi Reykjavíkur eru skráðir um 900 félagsmenn og teljast þar með undirmenn á fiski- skipum, varðskipum og flutninga- skipum. Miðað við þetta er ekki óvarlegt að ætla að til fiskimanna teljist 4-500 manns og að viðbættum vélstjórum og yfirmönnum fiski- skipa er heildarfjöldi sjómanna á fiskiskipum í höfuðborginni 6-700. Jón Asbjörnsson hefur um árabil rekiö stór fyrirtœki á sviöi sjávarútvegs viö Reykjavikurhöfn. Annars vegar er um að rœða fyrirtœkið Fiskkaup, sem annast verkun á saltfiski, útflutning og útgerð en hins vegar er fyrirtœkið Jón Ás- björnsson hf. sem annast inn- og út- flutning og snýst starfsemin fyrst og fremst um vörur á sjávarútvegssviðinu. Jón byggir verkun sína að verulegu leyti á hráefni affiskmörkuðunum en hefur einnig tvo báta í rekstri og afla þeir um 40% afþví hráefni sem vinnsla hans þarfnast. Jón er gagnrýninn á kvóta- kerfið og segir frystitogarana hafa sog- aö til sina alltofstóran hluta aflaheim- ildanna. Frystitogaravæðingin sé óheillaþróun fyrir þjóðfélagið til lengri tima litið, fyrst og fremst vegna þess að störfunum i landvinnslu fœkki. í saltfiskverkuninni hjá Jóni vinna um 30 manns. Fiskurinn er flattur og saltaður og fluttur á erlenda markaði, fyrst og fremst í Grikklandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal og Kanada en einnig fer nokkurt magn til Noregs. „Það er nóg af kaupendum en vand- inn að hafa nóg hráefni til að verka," segir Jón en stærstan hluta af hráefni frá fiskmörkuðum sækir Jón á Suðvest- urhornið og vestur á Snæfellsnes. Jón viðurkennir að verðið sé hátt á mörk- uðunum. „Örfáir njóta þeirra forréttinda að fá að sœkja fiskinn ísjóinn." „Það er dýr aðgerð að fara með fisk í gegnum markaði og þjónar fiskvinnsl- unni ekki. Útaf fyrir sig er ekkert við þessu að segja en það verður að segjast eins og er að miðað við núverandi ástand geta venjuleg fiskvinnslufyrir- tæki ekki lifað af því að skipta við fisk- markaðina. Þess vegna er gífurlega mikils virði að hafa eigin útgerð jafn- framt og geta tekið fisk af mörkuðun- um þegar framboðið þar er mikið og verðið þar af leiðandi lægra. En þegar lítið er um fisk þá erum við algerlega út úr myndinni og verðum þess vegna að fara þá leið að fjárfesta i útgerðinni og kvótanum," segir Jón. Kvótinn dýr Jóni er ekki skemmt þegar rætt er um kvótakerfið og hann segir verðlagið á kvótanum gífurlega hátt. „Kannski maður verði bara að gera 14 AGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.