Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1999, Qupperneq 18

Ægir - 01.06.1999, Qupperneq 18
Reykjavík!_________________ Kvótamálin eru krufin á morgnana á Kaffivagninum á Grandagarði: „Oft hávaði þegar kvótamálin ber á gómau Kaffivagninum á Grandagaröi veröur ekki sleppt úr þegar talaö er um sjávar- útvegsborgina Reykjavik. Á Kaffivagnin- um eru bœöi sjávarútvegsmálin og önnur stórmál heimsins rœdd og segir Arna Stefánsdóttir, framkvœmdastjóri Kaffivagnsins, aö oftsé heitt i kolunum við borðin þegar rœtt er um kvótamálin. „Hingað koma sjómenn, útgerðar- menn, flugstjórar, sveitarstjórnar- menn og alls kyns fólk. Trillukarlarnir og sjómennirnir eru fjölmennir á morgnana og í hádeginu eiga útgerð- armenn sitt fasta borð," segir Arna en opið er á Kaffivagnin- um frá kl. 6 á morgnana. Þeir sem taka daginn snemma við Reykjavíkur- höfn geta því fengið nasaþefinn af málum dagsins á JtgjíHÉB /> i / n | Jg . }[ji Þegar Ijósmyndara Ægis bar að garði í Kafpvagninum var reyndar rólegt en á morgnana er mesta fjörið, skoðanamiklir sjómenn og aðrir áhugamenn um sjávarútveginn mceta til leiks og skiptast á skoðunum yfir kafflbolla áður en vinnudagur hefst. Kaffivagninum og þannig hefur það verið um langan tíma því Kaffivagn- inn hefur starfað um 45 ára skeið og er væntanlega meðal elstu starfandi veit- ingahúsum í Reykjavík. "Vegna þess að við erum hér úti á Grandagarði þá þurfa gestir okkar að hafa fyrir því að komast hingað en það breytir því ekki að margir koma 4- 5 sinnum á dag. Ekki hvað síst er það líka landsbyggðarfólkið sem leggur leið sína hingað og það á kannski skýringu í því að meðal okkar föstu viðskiptavina eru útgerðir utan af landi sem eru með skip sín hér í höfn og þekkja okkur þar af leiðandi. En heilt yfir þá eru viðskiptavinirnir úr öllum þjóðfélagshópum þó vísast sé fjölmennastur sá hópur manna sem tengist sjónum með einhverjum hætti," segir Arna. i8 mm

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.