Ægir - 01.06.1999, Síða 20
Reykjavík!
Vöruflutningahöfn Samskipa við Holtagarða:
Um 140 þúsund tonn
af fiskafurðum fara um
höfnina árlega
„Við rekum hér miðstöð fyrir útflutning
á fiskafurðum og söfnun hingað í
frystivörumiðstöö okkar afurðum af
öllu landinu, auk þess sem frystitogar-
ar landa afuröum sinum hér við hafn-
argarðinn," segir Ásbjörn Gislason,
deildarstjóri útflutnings Samskipa hf. Á
Vogabakka í Reykjavik hafa Samskip
byggt upp viðamikla þjónustu við þau
fyrirtœki sem framleiða frystar fiskaf-
urðir og stœrsta skrefið í þá átt stigu
| Samskip fyrir um ári þegar tekin var i
notkun frystivörumiðstöðin ísheimar
við Vogabakka þar sem hœgt er a.ð
koma fyrir um 3500 vörupöllum af fiski.
Aðal ástæð-
una fyrir
byggingu ís-
heima segir
Ábjörn þá að
sífellt meiri
kröfur séu
gerðar til
flutnings á
frystum mat-
vælum sem
íslendingar
flytji út, eink-
um sjávaraf-
urða, enda er slíkt í takt við breytt við-
horf neytenda í seinni tíð. Algengt sé
að fyrirtæki um allt land framleiði
fjölda mismunandi sjávarafurða sem
oft á tíðum eru fullunnar en kaupend-
ur séu dreifðir um allan heim og vilji
gjarnan kaupa lítið í einu af hverri af-
urð. „Þetta kallar á tíðari flutninga og
umskipun í erlendum höfnum, sívax-
andi þörf á geymslum nálægt mikil-
vægustu mörkuðum og vörudreifingu
í smærri einingum en áður. í þessu
ferli gegnir frystivörumiðstöðin mikil-
vægu hlutverki," segir Ásbjörn.
Afgreiðslugetan í ísheimum er um
600 pallar á dag. Kalt 700 fermetra af-
greiðslurými er fyrir framan frostklef-
ann. Þar er hægt að afgreiða 8 gáma
eða flutningsbíla samtímis. Öll vara er
strikamerkt og móttaka og afhending
skráð rafrænt um leið og varan fer á
færiböndum inn og út úr geymslunni.
Þjónusturými er á tveimur hæðum,
þar eru m.a. tvær fullkomnar skoðun-
arstofur og skrifstofuaðstaða fyrir við-
skiptavini.
Frystivörumiðstöðin er í suðaust-
urjaðri lóðar félagsins á Vogabakka,
sem Ásbjörn segir gert til að tryggja
Frystivörumiðstöðin ísheimar er mikið hús
og hannað með nútímatœkni í huga. Um
3500 vörupallar komast í húsið og hefur
húsið verið fullnýtt frá því það var tekið í
notkun í fyrra.
Séð yfir aðstoðu Samskipa við Holtabakka.
Til hœgri má sjá frystivörugeymsluna
ísheima.
sem best tengsl við gámavöll, umferð
flutningabíla inn og út af svæðinu og
þjónustu við frystitogara sem leggjast
þar að.
„Þjónustuna byggjum við þannig
upp að safna hingað í miðstöðina af-
urðum utan af landi með strandferða-
skipi okkar eða með frystibílum.
Flutningurinn á landi hefur farið vax-
andi hjá okkur enda vilja útflutnings-
fyrirtækin stytta eins og hægt er þann
tíma sem líður frá framleiðslu afurð-
anna og þangað til þær komast í
hendur kaupendanna erlendis," segir
Ásbjörn.
Frystivörumiðstöðin ísheimar gegnir
mikilsverðu hlutverki fyrir framleið-
endur frystra sjávarafurða sem nýta sér
útflutning með Samskipum. Ásbjörn
segir að frá fiskvinnslufyrirtækjunum
út um landið komi framleiðslan í stór-
um sendingum sem innihaldi mis-
munandi afurðir sem fara eigi á ólíka
20 ÆGIR