Ægir - 01.06.1999, Side 21
Landað íir frystitogara Samherja í vöm-
höfii Samskipa.
markaði. í frystigeymslunni eru afurð-
irnar flokkaðar niður eftir því hvert
þær eiga að fara, sumar fara tii Banda-
ríkjanna, aðrar á Bretlandsmarkað og
þannig mætti áfram telja. Hluta af vör-
unum þarf að geyrna um lengri tíma
og þá bíða þær vörur í frystigeymsl-
unni þar til kaupandi ytra er tilbúinn.
„Stærstur hluti afurðanna fer til Evr-
ópulanda, en einnig em stórir markað-
ir í Japan og Bandaríkjunum. Stað-
reyndin er sú að undanfarin ár hafa
frystar fiskafurðir ekki haft langa við-
dvöl hér í frystigeymslum og stómm
hluta afurðanna er umskipað beint í
millilandaskip hér við hafnarbakkann.
Engu að síður er alltaf mikið magn í
geymslum hjá okkur og við höfum
raunar ekki getað tekið úr notkun eldri
frystigeymslu sem við höfðum á
Kirkjusandi áður en við tókum ísheima
í notkun. Þetta sýnir að aukningin í
magni hefur verið mikil hjá okkur. Það
má kannski segja að einu vörurnar sem
dvelja hér hjá okkur um lengri tíma
em afurðir á Rússlandsmarkað en það
ástand skapast fyrst og fremst af efna-
hagsþrengingunum þar í landi," segir
Ásbjörn Gíslason, deildarstjóri útflutn-
ings Samskipa hf.
Vigri RE-71.
Vigri RE-71
með mestan kvóta
Samkvæmt úthlutun aflaheimilda fyrir yfirstandandi kvótaár hefur togarinn
Vigri RE-71, sem Ögurvík gerir út, mestan kvóta Reykjavíkurtogaranna. I
þorskígildistonnum hefur togarinn úthlutað tæplega 3700 tonnum, eða röskum
200 tonnum meira en Ásbjörn RE-50, togari Granda hf.
Á meðfylgjandi lista má sjá skiptingu aflaúthlutunar á Reykjavíkurtogarana.
Tvö skipanna, Helga og Pétur Jónsson, skera sig nokkuð úr þar sem meirihluti
aflaheimilda þeirra er í rækju.
Skip....................Kvóti (þorskígildi)
Vigri RE-71...................3.670.154
Ásbjörn RE-50.................3.462.978
Helga RE-49...................3.335.189
Pétur Jónsson RE-69...........3.248.275
Ottó N. Þorláksson RE-203....2.947.637
Þerney RE-101.................2.938.549
Örfirisey RE-4................2.895.233
Snorri Sturluson RE-219.......2.338.187
Freri RE-73...................1.601.231
..........Útgerð
......Ögurvík hf.
.......Grandi hf.
...Ingimundur hf.
Pétur Stefánsson
.......Grandi hf.
.......Grandi hf.
.......Grandi hf.
.......Grandi hf.
......Ögurvík hf.
ÆGIR 21