Ægir - 01.06.1999, Síða 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Aðalsteinn Baldursson,
formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur:
Lítill ávinningur af
einu landsfélagi
Skipulagsmál samtaka sjómanna
hafa undanfarið veríð töluvert til
umrceðu ogvoru m.a. eitt afaðal-
málum síðasta þings Sjómannasam-
bandsins. Mjög skiptar skoðanir eru
meðal aðildarfélaga Sjómannasam-
bands íslands um hvort stefna eigi
að eitiu landsfélagi sjómanna eða
hvort hafa eigi fyrirkomulagið
óbreytt, það er staðbundin stéttarfé-
lög með aðild að Sjómannasambandi
íslands. Þœr raddir heyrast einnig að
sameina eigi öll samtök sjómanna í
eiti heildarsamtök. Þá vekur athygii
grein setn gjaldkerí Sjómatmafélags
Reykjavíkur skrífar í Sœfara, blað
Sjóitiantiasambands íslands sem
kom út nú í byrjun júní. Þar segist
hann vera efitis utn hvort Sjómanna-
félag Reykjavíkur hafi eitthvað að
gera innan Sjómannasambands Is-
latids. Ekki fylgja ttteð vangaveltum
gjaldkerans skoðanir hans á framtíð-
aruppbyggingu samtaka sjómanna.
Hvert ferðinni er heitið!
Fyrir nokkru fengu aðildarfélög Sjó-
mannasambandsins send til sín drög
að upplýsingum sem fara áttu út með
könnun, sem til stendur að gera meðal
sjómanna um afstöðu þeirra til stofn-
unar landsfélags sjómanna eða
óbreytts fyrirkomulags. Verkalýðsfélag
Húsavíkur gerði alvarlegar athuga-
semdir við drögin og krafðist þess að
þeim yrði breytt þannig að könnunin
yrði hlutlæg og óháð skoðunum ein-
stakra aðila. Félagið taldi fyrirhugaða
könnun annars verða leiðandi, eins og
verið væri að panta fyrirfram þóknan-
lega niðurstöðu fyrir aðila í forystu-
sveit sjómanna, sem vilja stefna að
einu landsfélagi þeirra. Stjórn Vlf.
Húsavíkur samþykkti að taka ekki þátt
í könnuninni nema henni yrði breytt í
samræmi við óskir félagsins.
Tryggja þarf sjómönnum
sem besta þjónustu
Á síðasta aðalfundi sjómannadeildar
Vlf. Húsavíkur var tekin skýr afstaða
til skipulagsmála sjómanna með álykt-
un sem deildin sendi frá sér til Sjó-
mannasambandsins. { henni fagna
húsvískir sjómenn þeirri umræðu sem
átt hefur sér stað um skipulagsmál sjó-
manna innan Sjómannasambandsins
sem hnígur í þá átt að efla samtök sjó-
manna. Þeir telja að taka þurfi á skipu-
lagsmálum sjómanna þannig að sem
flestir sjómenn hafi sem bestan að-
gang að þjónustu aðildarfélaga sam-
bandsins. Þeir telja jafnframt lausnina
á skipulagsmálum ekki fólgna í stofn-
un eins landsfélags heldur telja hag
sínum best borgið í staðbundnu félagi
eins og Vlf. Húsavíkur. Þau félög inn-
an Sjómannasambandsins sem ekki
geti veitt sjálfsagða þjónustu við sjó-
menn vegna fámennis eigi þegar í stað
að taka upp viðræður við önnur félög
um sameiningu eða aukið samstarf.
Staðbundið félag geti betur sinnt
svæðisbundnum málum er varða sjó-
menn en landsfélag kæmi til með að
gera. í því sambandi benda þeir á að
sjómenn á Húsavík hafi beitt sér fyrir
mörgum velferðarmálum sem snerta
þá og fjölskyldur þeirra. Þeir hafi
barist fyrir úrbótum i hafnarmálum á
Húsavík og lagt fram fjármagn til
kaupa á björgunarbátum og björgun-
artækjum sem aukið hafi öryggi þeirra
sjófarenda sem fara um Húsavíkur-
höfn. Ákvörðunarvald sjómanna í
þeim málum sem varða hagsmunamál
þeirra eigi að vera áfram heima í hér-
aði.
Nærtækast að styrkja
Sjómannasambandið
Undirritaður tekur heilshugar undir
skoðanir sjómanna í Vlf. Húsavíkur og
hafnar algjörlega hugmyndum um
stofnun eins landsfélags sjómanna.
Aðal rökin fyrir stofnun eins landsfé-
lags virðast ganga út á að styrkja sjó-
menn gagnvart kjarasamningum. Nær
----------------ÆGM 37