Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1999, Page 39

Ægir - 01.06.1999, Page 39
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI bjóða þeim upp á ýmsa möguleika í or- lofsmálum. Hver er reynslan af starfandi lands- félögum verkafólks, sjómanna og ann- arra stétta launafólks á Húsavík. Engin þjónusta er starfrækt á Húsavík fyrir þessa hópa, engin þátttaka er í samfé- lagsverkefnum, aðalfundir eru haldnir fjarri félagsmönnum og því erfitt fyrir þá að hafa áhrif á starfsemi félaganna. Sá litli mætir þeim stóra Sjómenn á Húsavík vilja fá að ráða sín- um málum sjálfir þó þeir séu tilbúnir að skoða hvort ekki sé hægt að gera kjarabaráttu sjómanna markvissari. Þeir vilja hafa ákvörðunatökuna heima í héraði. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um hverjir yrðu væntanlegir stjórnarmenn í einu landsfélagi sjó- manna. Þeir kæmu án efa frá fjöl- mennustu félögunum innan Sjó- mannasambandsins í dag. I því tafli yrðu litlu félögin innan Sjómannasam- bandsins svo til valdalaus og hefðu því lítil áhrif á mörg hagsmunamál sjómanna, áhrif sem þau hafa í dag og geta beitt telji þau ástæðu til þess. Hitt er auðvitað jafn augljóst að sameigninleg hagsmuna- og baráttumál eiga heima á sam- eiginlegum vettvangi samtaka sjómanna þar sem allir eigi jafna möguleika til að koma að málum. Því eru samtök eins og Sjómannasamband íslands nauðsynleg og þau sækja meiri styrk til samtaka verkafólks þar sem sjómenn eru innan raða og njóta styrks af heildinni, frem- ur en í stóru landsfélagi þar sem ein- staklingurinn verður áhrifalítill. Stærð er auðvitað styrkur að ákveðnu marki, en því aðeins að hún sé byggð upp af sterkum félagseiningum sem hafi bein tengsl við félagsmenn sína. Fái skila- boðin frá virkri umræðu félagsmanna, en taki ekki ákvarðanir á grundvelli skoðana fárra einstaklinga, sem ekki vita alltaf jafn gjörla hug manna og hinar mörgu einingar eru færar um að hafa yfirsýn yfir. Stærri einingar en ekki eitt landsféiag Ég geri heldur ekki lítið úr þeim þætti að víða um land hefur svökölluðum „blönduðum félögum" verkafólks tek- ist að halda úti þjónustu á fámennari útgerðarstöðum með því að hafa flest verkafólk innan sinna raða. Færu sjó- menn út úr þessum félögum væri rekstrargrundvöllur fyrir þjónustu og skrifstofuhaldi í einhverjum tilfellum ekki lengur til staðar og myndi veikja samstöðu verkafólks á þessum stöðum. Hins vegar hefur það verið boðað hjá þeim sem vilja sjá eitt landsfélag sjó- manna að ekki verði dregið úr þjón- ustu við sjómenn, þess í stað verði hún aukin. Ég kaupi ekki svona fullyrðing- ar, enda stangast þær á við reynslu okkar af öðrum slíkum landsfélögum, eins og ég hef bent á hér að framan. Valdið verður ekki lengur hjá fé- lögunum á stöðunum og komi til hagræðingar í rekstri er ekki ólíklegt að starfrækt verði ein þjónustumiðstöð í hverju kjör- dæmi með höfuðstöðvar í Reykjavík. Niðurstaðan er þessi: Að mínu mati er farsælast fyrir félög sjó- manna sem aðild eiga að Sjó- mannasambandi íslands að þau taki sín innri mál til skoðunnar og taki upp náið samstarf eða sameinist í stærri einingar, geti þau ekki veitt þá þjón- ustu sem þeim ber að veita félags- mönnum. Ég legg til að allar hug- myndir um eitt landsfélag sjómanna verði lagðar á hilluna og við snúum okkur að því að efla félögin og Sjó- mannasambandið. Þannig þjónum við best hagsmunum stéttarinnar og verkalýðshreyfingarinnar í heild. Það hlýtur alltaf að vera megininntak alls sem við höfumst að. „Legg til að hugmyndir um eitt landsfélag sjómanna verði lagðar á hilluna." Mm 39

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.