Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1999, Page 47

Ægir - 01.06.1999, Page 47
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Vindubúnaður í Svanborgu hefur verið komið fyrir fullkomnum vindubúnaði fyrir drag- nótaveiðar sem Ósey hf. framleiðir. Um er að ræða 9 tonna vindur af gerð- inni MS25. Þá em í skipinu 3,2 tonna ankerisvinda og 2,8 tonna voðarvinda og 1,6, tonna netavinda. Stýring á vindubúnaðinum er þró- aður í samvinnu Óseyjar og Vaka hf. Um er að ræða SeineTec mæli frá Vaka sem mælir átak og hraða fyrir drag- nótavindurnar og sömuleiðis er með búnaðinum hægt að fylgjast með þrýstingi á vökvakerfi, sem og snún- ingi á spilum. Mikið af tækjum í brúnni Nokkur fyrirtæki komu að málum í brú skipsins og er það vandlega búið tækj- um. Sínus ehf. sá um frágang á tækjum og loftnetum og frá fyrirtækinu er einnig kominn dýptarmælir af gerð- inni Skipper, tvö GPS tæki af gerðinni Valsat, Skanti VHF talstöð og GMDSS handstöð. Brimrún hf. seldi Furuno FR-7062 ratsjá, frá Radíómiðun kom Maxsea Mac G3 plotter, frá Skiparadíó kom Westmar astiktæki og farsími frá Hátækni. Margir komu að verki við smíðina Auk þeirra fyrirtækja sem að framan er getið komu að smíði Svanborgar Tré- smiðjan Brim í Hafnarfirði, sem sá um innréttingasmíði, Rafboði í Garðabæ, sem sá um allar raflagnir og VÁ þjón- ustan í Grindavík sem hafði með höndum alla málningarvinnu. Skipið var málað með Hempels málingu frá Slippfélaginu málningarverksmiðju. Þá kom brunaviðvörunarkerfi frá Rafiðn, lensidælur frá Vélasölunni, gluggar frá Vélorku og björgunarbúnaður frá Iced- an. Síðast en ekki síst ber að geta hönn- uða skipsins sem er Skipa- og véla- tækni í Keflavík. Það fyrirtæki hefur hannað alla raðsmíðabátana sem Ósey er nú að framleiða. Svanborgin er Sœbjöm Ásgeirsson, útgerðarmaður og eigandi Svanborgar með bátinn í baksýn. Svanborgin mun, ásamt öðrum sams konar báti, koma í stað 70 tonna báts sem Sœbjöm hefur gert út í samstarfi við tengdafóður sinn. númer tvö í þeirri röð en fjórir bátar eru nú í smíðum í stöðinni. Tveir bátar í stað eins áður Eins og áður segir er Sæbjörn Ásgeirs- son útgerðarmaður Svanborgar SH. Skipið mun hafa um 220 tonna þorskígildiskvóta en Sæbjörn var áður í útgerð með tengdaföður sínum, Erlingi Helgasyni og gerðu þeir út 70 tonna bát, Friðrik Bergmann SH. í stað endur- nýjunar á honum keyptu þeir feðgar hvorn sinn bátinn frá Ósey og skipta kvótanum á milli sín. Sæbjörn var fyrri til að fá sinn bát en Erlingur fær sinn bát með haustinu. Skipstjóri á Svanborgu SH verður Sæbjörn Ásgeirsson, eigandi, en auk hans verða í áhöfninni Kristján Ríharðsson, vélstjóri, Vigfús Elvan Friðriksson, stýrimaður og Kristinn Kristgeirsson, kokkur. REVTINGUR Verð hvalafurða í Noregi ákveðið Lágmarksverð á hvalkjöti í Noregi hefur verið ákveðið um 190 íslenskar krónur á kfló, sem er um 14 króna lækkun frá fyrra ári. Samkomulag varð um lækkunina vegna þess að enn eru til talsverðar birgðir. Verð á spiki er um 30 íslenskrar krónur á kílóið að því tilskildu að samkomulag náist um frystingu. (Fiskaren) Greenpeace samtökin kreíjast aðgerða Greenpeace samtökin krefjast aðgerða gegn „sjóræningjaveiðum" og of mikilli afkastagetu fiskveiði- flota þjóða heims. Samtökin vilja að úthafsveiðiflotinn minnki um meira en 50%, en til hans teljast um 35.000 skip. Greenpeace telur að „sjóræn- ingjaveiðar" á úthöfunum stundi um 1.200 skip undir hentifánum því ríki sem leyfi slík afnot af fánum sínum spyrji ekki til hvers eigi að nota þá og það komi sér vel fyrir „sjóræningjana", sem séu að stela fiski frá vanþróuðum löndum og selji hann síðan f Japan, Evrópu og Bandaríkjunum. (Fiskaren) Mm 47

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.