Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 10
FRÉTTIR Sæplast og Atlantic Island sameina troll- kúluframleiðslu Sæplast hf. hefur undirritað sam- komulag um kaup á fyrirtækinu Atlantic Island ehf. í Vestmannaeyjum með þaó í huga að sameina fyrirtækin undir nafni SæpLasts hf. AtLantic IsLand ehf. hefur framLeitt sprautusteyptar troLL- kútur úr pLasti tiL notkunar um boró í fiskiskipum og eru kúLurnar svipaðar þeim sem SæpLast hf. framLeióir á DaLvík. ÁætLuð heiLdarveLta AtLantic IsLand ehf. er um 24 miLLjónir króna á ári og hefur um 60% framLeiðsLunnar farið á erlenda markaói. Eigendur fyrir- tækjanna skipta á hlutabréfum þannig aó eigendur AtLantic fá hLutabréf í Sæ- ptasti gegn afhendingu bréfa í AtLantic Island ehf. Sushi skapar fjölda starfa Rífandi gangur er þessa dagana hjá hinu unga fyrirtæki á ísafirði, Sindra- bergi ehf., sem sérhæfir sig í fram- framteiðsLu á sushi-réttum. StarfsfóLk er orðið um 30 taLsins, töluvert fLeira en gert hafði verið ráð fyrir en skýringa á uppgangi fyrirtækisins er einfaLdlega að leita í góðum viðtökum neytenda. Stáltak hf.: Búist við hagnaðarári þrátt fyrir tap á fyrri hluta ársins Afkoma Stáltaks hf. fyrstu sex mánuði ársins 2000 er lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sem kunnugt er varð fyrirtækið til við samruna Stálsmiðjunnar hf. í Reykjavík og Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri. Þrátt fyrir afkomuna á fyrri hluta ársins reikna stjórnendur félagsins með hagnaði þegar upp verður staðið í árslok. Samkvæmt upplýsingum Ægis var velta Stáltaks nokkru minni á fyrstu mánuðum ársins en áætlað hafði verið. Á þessu tímabili seldi fyirtækið fasteign í Reykjavík með um 37 milljóna króna söluhagnaði en samt sem áður verður taprekstur á tímabilinu þegar upp er staðið. Á hinn bóginn eru horfur á góðri verkefnastöðu á næstu mánuðum og í því ljósi er spáð hagnaði þegar árinu verður lokið. Ósey smíðar dráttarbát Skipasmíðastöóin Ósey hefur skrifað undir samning um smiði á nýjum drátt- arbát fyrir Hafnarijöró. Báturinn verður afhentur um miójan næsta vetur. Þá afhenti stöðin nú síóLa í júLí nýjan bát fyrir Geir ehf. á Þórshöfn. Nánar verður fjalLaó um þaó skip í septem- berútgáfu Ægis. Gjaldþrot í skipasmíðum vestra Skipasmíðastöðin á ísafirði hefur verið úrskurðuð gjaldþrota. Stöðin hefur byggt sinn starfsgrundvöll að mestu á við- haldsverkefnum og nýsmíðum smærri báta. Viðhaldsverkefnin hafa dregist nokkuð saman hjá stöðinni og útkoman úr nýsmíðum hefur verið slík að sýnt þótti að ekki yrði framhald á. Alls störf- uðu 16 menn lijá stöðinni. Skiptastjóri þrotabúsins er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.